Land & synir - 01.07.2002, Blaðsíða 5

Land & synir - 01.07.2002, Blaðsíða 5
AÐSÓKN Á ÍSLENSKAR BÍÓMYNDIR Anna Th. Rögnvaldsdóttir hefur tekiö saman tölur yfir aðsókn á íslenskar bíómyndir síðustu árin og birtir hér í grafískri útleggingu ásamt vangaveltum og útskýringum. Fróðlegt yfirlit sem aldrei hefur birst áður með þessum hætti. 50.000 100.000 150.000 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 Djöflaeyjan Agnes —Dmumadísir Bloss Perlur & svfn María Stikkfrí Sporl. Dansinn Ungfrúin Myrkrahöfðinginn IkinJ Mávahlátur - Gæsapc Regína 1 -Reykjavík G rtí jesthouse Fíasl *ó 101 Reykjavík íslenski draumurinn I faðmi hafsins Gemsar Kvikmyndir byggðar á sannsögulegum atburðum, skáldsögum eða öðru áður birtu efni I Stafrænar myndir að sem fyrst mætir augum þegar litið er á aðsóknartölur fyrir íslenskar kvikmyndir síðustu árin er sprengingin sem varð árið 2000 en þá rauk heildaraðsóknin upp í ríflega 170 þúsund manns. Englar alheimsins á þarna langstærstan hlut að máli en hún sló Djöfla- eyjuna út um sem nemur 10 þúsund manns eða svo. Þetta ár voru tvær vinsælustu myndir síð- ari ára einnig í sýningum, fslenski draumurinn og 101 Reykjavík. Það er áberandi að á síðustu árum hefur það verið að færast í vöxt að íslenskar kvikmyndir séu byggðar á skáldsögum eða öðru áður birtu efni. Á fyrstu árunum eftir stofnun Kvik- myndasjóðs var talsvert um það að kvik- myndagerðarmenn leituðu fanga í skáldsögum en svo snarbreyttist það af einhverjum ást- æðum. Á árabilinu 1984-1995 voru framleiddar 29 myndir og af þeim eru einungis tvær sem eru byggðar á öðru efni - Kristnihaldið og Ryð. STÖKK í LÝÐRÆÐISÁTT Eins og glöggt má sjá af meðfylgjandi grafi hefur stafræna byltingin haldið innreið sína. Regína er fyrsta íslenska myndin - og hingað til sú eina - sem tekin er á hágæðavél (Sony 24p) sem þróuð var með það fyrir augum að fullgerðar myndirnar verði yfirfærðar á filmu til sýninga. Aðrar stafrænar myndir síðustu miss- era voru teknar með umtalsvert hversdagslegri græjum. Eins og Ari Kristinsson hefur bent á í þessu blaði hefur ódýr stafræn tækni það í för með sér að hægt er að ráðast í gerð kvikmynda með afar litlum stofnkostnaði. Og nú þegar kvikmynda- hús hafa komið sér upp myndvörpum geta menn jafnvel komist hjá því að láta búa til filmueintök - en bara það þýðir sparnað upp á 4-6 miljónir. Stafræna byltingin er stórfenglegt stökk í lýðræðisátt því við liggur að nú geti hver sem er búið til bíómynd - a.m.k. hver sá sem hefur nægilega einbeittan vilja og getur virkjað hóp fólks í þágu málefnisins. Þegar litið er til þess afhroðs sem margar DV myndir hafa goldið í miðasölunni síðustu miss- erin læðist að sá grunur að þegar ekki eru til peningar fyrir stofnkostnaði þá eru ekki heldur til peningar fyrir neinu öðru - að þróa handrit, ráða fagmenn til verka, hanna mynd- og hljóðheim kvikmyndarinnar eða það að menn yfirleitt geti gefið sér tíma til verksins. Sem að öllu samanlögðu er það sem gerir kvikmyndir að kvikmyndum. fslenskar myndir eru aðallega í samkeppni við erlendar myndir og það virðist nokkuð ljóst að það er nánast ógjörningur að fá íslendinga til að koma í bíó ef fagmennska og framleiðslugæði eru víðáttufjarri því sem gerist og gengur í erlendum myndum. VIÐKVÆMT MÁL; AÐSÓKNARTÖLURNAR? Glöggir lesendur taka e.t.v. eftir því að fyrrnefnd heildaraðsókn fyrir árið 2000 - 173 þúsund manns - stemmir ekki við meðfylgjandi súlurit. Partur af skýringunni er sá að það liggja ekki fyrir upplýsingar um það hvernig aðsóknin úti á landsbyggðinni skiptist milli einstakra mynda og því vantar yfirleitt landsbyggðartölur í grafið. En aðalskýringin er sú að Myrkra- höfðinginn, Ungfrúin og Ikingut voru allar í sýningum árið 2000 en í grafinu eru þessar myndir hinsvegar færðar inn á hin sýningarár þeirra, 1999 eða 2001, s.s. heildaraðsóknin að þessum myndum. Það skal tekið fram að það var ekki fyrr en um mitt ár 1995 sem farið var að halda kerfis- bundið - ja, svona nokkurn veginn - utan um aðsóknartölur fyrir einstakar íslenskar bíó- myndir (en þó einungis leiknar kvikmyndir í fullri lengd). Upplýsingunum fyrir þetta graf var smalað saman úr ýmsum áttum; tölurnar fyrir 1997, 1998, 1999 og 2000 eru að mestu leyti fengnar frá Hagstofunni, tölurnar fyrir hin árin hjá viðkomandi kvikmyndahúsum. í engum tilfellum var leitað til framleiðenda eftir upplýsingum. Kann ég þeim Kristínu Óskars- dóttur hjá Háskólabíói, Þorvaldi Árnasyni hjá Sambíóunum, formanni Félags kvikmynda- húsaeigenda, og Ragnari Karlssyni hjá Hag- stofunni hinar bestu þakkir fyrir að grafa þessar upplýsingar upp. Af hverju það skuli þurfa að fara út í svona atvinnuskapandi aðgerðir til að ná í nokkrar aðsóknartölur er svo aftur annað mál. Það er vonandi að Kvikmyndamiðstöðin sem á að taka við af Kvikmyndasjóði n.k. febrúar muni halda utan um svona sjálfsagðar upplýsingar. Höfundur er kvikmyndageríarmaður. LAND & SYNIR 5

x

Land & synir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.