Land & synir - 01.07.2002, Blaðsíða 3

Land & synir - 01.07.2002, Blaðsíða 3
••••••• • • • • • •••••••••••••••••••••• And Björk of course... verður að sjónvarpsmynd Lárus Ýmir Óskars- son hefur nýlokið tökum á sjónvarps- mynd eftir leikriti Þor- valdar Þorst- einssonar, And Björk of course... sem gengið hefur í Borgarleikhúsinu f vetur. Þorvaldur og Lárus Ýmir vinna saman að handritinu en verkefnið er unnið í samstarfi Borgarleikhússins, leik- hópsins og Sjónvarpsins sem keypt hefur sýningarréttinn. Myndin er tekin upp með blandaðri myndbandstækni og fóru upptökur fram á aðeins þrettán dögum. Sömu leikarar og í sýningu Borgarleikhúss- ins fara með hlutverkin í myndinni. r Bíó Reykjavík: Miðstöö óháðra kvikmynda á íslandi Bíó Reykjavík er vettvangur fyrir sýningar á allskyns kvikmyndum þar sem áhorfendur taka virkan þátt með spjalli og kosningum um bestu myndirnar. Sýningar fara fram mánaðarlega í Vesturporti við Vesturgötu. Hópurinn kallar sig "miðstöð óháðra kvikmynda á Islandi" og hefur nú sent Aðstandendur Bíá Reykjavík: Frá vinstri, Örn Einarsson, Hassan Harazi, Jakob Halldórsson, DJ Kári, Ragnar Eyþórsson, Eio Shanger. Á myndina vantar: Röggu Eestsdóttur, Freystein Alfreðsson og Eunnar Tynes. frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu: "Bíó Reykjavík er samvinnuhópur kvikmyndagerðamanna með það eitt að markmiði að byggja upp nýtt samfélag kvikmyndagerðafólks á íslandi. Allir þeir sem hafa gert stuttmynd og vilja koma henni á framfæri fá hana sýnda hjá Bíó Reykjavík. Bíó Reykjavík verður alltaf á fýrsta þriðjudegi hvers mánaðar í húsnæði Leikhús Vesturports Vesturgötu 18.” Allar frekari upplýsingar er að finna á vef hópsins, www.bioreykjavik.com. ráinn Bertelsson kann að hafa áhyggjur af slæmri stöðu íslenskra bíómynda, sbr. nýlega Morgunblaðsgrein hans en á sama tíma stefnir í algjört metár í frumsýningum þeirra. Auk mikillar grósku í heimildarmyndum fyrir kvikmyndahús (leyfðum og bönnuðum) eru líkur á allt að tólf bíómyndafrumsýningum á árinu. Myndirnar eru hinsvegar af öllum stærðum og gerðum. Þegar eru fjórar komnar fram Regína Maríu Sigurðardóttur, Gemsar Mikaels Torfasonar, í faðmi hafsins eftir Lýð Árnason og Jóakim Hlyn Reynisson (sýnd hjá Filmundi og svo í Sjónvarpinu) og Reykjavík Guesthouse-rent a bike eftir Björn Thors, Unni Ösp Stefánsdóttur og Börk Sigþórsson. Þá eru væntanlegar með haustinu myndirnar Nói albínói eftir Dag Kára Pétursson, Fálkar eftir Friðrik Þór Friðriksson og Hafið eftir Baltasar Kormák. Fimm myndir unnar á stafrænt form eru einnig væntanlegar á árinu. Til stendur að frumsýna Maður eins og ég eftir Róbert Douglas í ágúst og í kjölfarið koma svo Veðmálið eftir Sigurbjörn Aðalsteinsson, Þriðja nafnið eftir Einar Þór Gunnlaugsson, Konunglegt bros eftir Gunnar B. Guðmundsson og 1. april eftir Hauk M. Hrafnsson. Náist að klára allar þessar myndir stefnir í mikla "frumsýningaþröng" á haustmánuðum, sérstaklega ef framleiðendurnir eru að stíla inná skilafrest Edduverðlaunanna sem er 31. október n.k. Kristbjörg Kjeld í Hafinu eftir Baltasar Kormák, sem er ein þeirra mynda sem væntanlegar eru í baust. .. Stefnir í metfjöld a armu Nýr vefur um kvikmyndir og sjónvarp Vefurinn Ásgrímur.is (www.asgrim ur.is) er kominn í loftið. Á vefnum verður fjallað um kvikmyndirog sjónvarp frá ýmsum hliðum. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson kvikmyndagerðarmaður og ritstjóri Lands & sona. Á vefnum verða fréttir úr kvikmynda- og sjón- varpsheiminum, bæði þeim íslenska og erlenda. Vefurinn verður hlið að þessum heimi fyrir alla þá íslendinga sem áhuga hafa á þessum málaflokki. Pulsinn verður tekinn á þeim málum sem hæst bera hverju sinni, bæði heima og annarsstaðar. Einnig verður á vefnum vettvangur fyrir frjóa umræðu um hvaðeina sem lýtur að kvikmyndum og sjónvarpi. Fjölda eldri greina eftir ritstjórann er að finna á vefnum, en hann hefur skrifað um þessi efni í yfir tuttugu ár. Þá verður efni Lands & sona aðgengilegt á Ásgrímur.is. Vefurinn er opinn öllum þeim sem hafa eitthvað til málanna að leggja um kvikmyndir og sjónvarp. Markmiðið er að gera hann að ómissandi efnisveitu fyrir þá fjölmörgu sem óska eftir vitrænni en jafn- framt spennandi umfjöllun um þetta svið. LAN D & SYNIR 3

x

Land & synir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.