Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.03.2018, Blaðsíða 27

Víkurfréttir - 22.03.2018, Blaðsíða 27
27ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 22. mars 2018 // 12. tbl. // 39. árg. Við bjóðum fjölbreytileg og skemmtileg störf í spennandi umhverfi flugheimsins. IGS leitar að öflugu fólki í fjölbreytileg og skemmtileg störf hjá fyrirtækinu. Um er að ræða störf í Hlaðdeild og í eldhúsi Saga Lounge setustofunnar. Mikil áhersla er lögð á þjónustulund, samskiptafærni, reglusemi, stundvísi, sveigjanleika og árvekni. Unnið er á vöktum. Störf hjá IGS 2018 HLAÐDEILD: I Starfið felst m.a. í hleðslu og afhleðslu flugvéla á töskum og frakt. Gerð er krafa um 19 ára lágmarksaldur og almenn ökuréttindi. Vinnuvélaréttindi eru æskileg sem og enskukunnátta. ELDHÚS SAGA LOUNGE: I Starfið felst m.a. í framleiðslu og pökkun matvæla ásamt öðrum verkum sem tilheyra matvælaframleiðslu. Lágmarksaldur er 19 ár og krafist er íslensku- og/eða enskukunnáttu. Umsóknum er skilað inn rafrænt á heimasíðu IGS, sjá www.igs.is, fyrir 11. apríl 2018. Umsækjendur þurfa í sumum tilfellum að vera reiðubúnir til þess að sækja undirbúningsnámskeið og standast próf áður en til ráðningar kemur. Ráðningartími er frá apríl til október 2018 og jafnvel lengur. ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 8 79 0 6 03 /1 8 „Lykillinn að góðum árangri er þolinmæði“ Hnefaleikakonan Margrét Guðrún Svavarsdóttir var kjörin íþróttamaður Sandgerðis fyrir árið 2017 á dögunum en Margrét átti gott ár í hnefaleikum og hlaut meðal annars silfur á Norðurlandamóti í -75 kg flokki kvenna gegn Svíþjóð og hún var einnig kjörin hnefaleikakona ársins hjá ÍSÍ. Margrét segist vera afar stolt af þessari tilnefningu og þegar hún er spurð að því hvað standi upp úr á árinu, þá segir hún það vera heiðurinn að fá að keppa á Norðurlandamótinu í Danmörku í apríl og að það hafi verið alveg ný upplifun. „Sigurinn á Ljósanæturmótinu var sá sætasti á síðasta ári, aðallega vegna þess hversu tæpur hann var.“ Hnefaleikasamfélagið á Íslandi er nokkuð lítið að sögn Margrétar. „Það er mjög gaman að æfa hnefaleika, þetta er líka nokkuð lítið samfélag hérna á Íslandi þannig að allir þekkja alla eða þekkja til hvors annars.“ Margrét stefnir að því halda áfram á sömu braut og á síðasta ári og ætlar að reyna enn betur. „Ég er til í það sem næstu ár bjóða upp á, þó að ég viti ekki nákvæmlega hvað það er sem býðst.“ Lykillinn að góðum árangri er að sögn Margrétar, áhugi, metnaður og þolinmæði. „Það sem heillar mig mest við hnefaleikana er hversu mikla útrás maður fær út úr þeim. Holtaskóli vann sinn riðil í Skólahreysti Holtaskóli varð í efsta sæti þegar Skólahreysti fór fram í gær í TM höllinni í Reykjanesbæ, Heiðarskóli varð í öðru sæti og Stóru-Vogaskóli í því þriðja. Það voru skólar úr Hafnarfirði og af Reykjanesinu sem mættust í keppninni í gær. Alls voru það þrettán skólar sem mættu til leiks en þetta var fyrsta riðlakeppni ársins í Skólahreysti. Nánari upplýsingar og myndir má finna á heimasíðu Skólahreystis og Facebook. Samúel Kári í tveimur landsliðs- hópum Samúel Kári Friðjónsson, leik- maður Vålerenga og fyrrum leik- maður Keflavíkur hefur verið valinn bæði í A- landsliðshóp Ís- lands og U- 21 árs landsliðshóp Íslands. A- landslið Íslands mætir Mexíkó þann 23. mars og Perú þann 27. mars og mun Samúel taka þátt í leiknum gegn Perú. U-21 árs landslið Íslands mætir Írlandi þann 22. mars á Írlandi og Norður Írlandi þann 26. mars en Samúel mun einungis leika gegn Norður Írlandi vegna leiksins gegn Perú með A- landsliðinu. Arnór Ingvi Traustason, leik- maður Malmö FF og fyrrverandi leikmaður Keflavíkur er einnig í A- landsliðshópi Íslands og er Sindri Kristinn Ólafsson, markmaður og leikmaður Keflavíkur með Samúel í U-21 árs landsliðshópnum. Leikir A-landsliðs Íslands eru æfingaleikir og eru þetta síðustu leikir liðsins áður en lokahópur fyrir Heimsmeistaramótið í knatt- spyrnu í Rússlandi verður valinn þann 11. maí nk. Leikur U-21 árs landsliðsins gegn Írlandi er vin- áttuleikur og er leikurinn gegn Norður-Írlandi liður í undan- keppni EM 2019. Keflavík með fjórtán mörk Keflavík mætti Sindra í Lengjubikar kvenna um síðustu helgi í Reykja- neshöllinni. Keflavík gerði sér lítið fyrir og sigraði leikinn með fjórtán mörkum gegn einu. Í hálfleik var staðan 6-1 fyrir Keflavík en Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði fyrstu tvö mörk Keflavíkur á fyrstu átta mínútum leiksins og Marín Rún Guðmundsdóttir gerði þrennu í seinni hálfleik. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um riðilinn og leiki Keflavíkur á heimasíðu KSÍ. Keflavík 14 - 1 Sindri, markaskorarar leiksins: 1-0 Sveindís Jane Jónsdóttir ('6) 2-0 Sveindís Jane Jónsdóttir ('8) 3-0 Katla María Þórðardóttir ('30) 3-1 Guðrún Ása Aðalsteinsdóttir ('34) 4-1 Sveindís Jane Jónsdóttir ('34) 5-1 Anita Lind Daníelsdóttir ('44) 6-1 Sophie Groff ('45) 7-1 Anita Lind Daníelsdóttir ('50) 8-1 Eva Lind Daníelsdóttir ('51) 9-1 Marín Rún Guðmundsdóttir ('53) 10-1 Marín Rún Guðmundsdóttir ('54) 11-1 Mairead Clare Fulton ('62) 12-1 Freyja Sól Kristinsdóttir ('71, sjálfsmark) 13-1 Marín Rún Guðmundsdóttir ('84) 14-1 Mairead Clare Fulton ('87) ÁTTA LIÐA ÚRSLIT DOMINO’S-DEILDAR KARLA ERU HAFIN Öll úrslit og umfjöllun um leikina á vf.is

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.