Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.03.2018, Blaðsíða 28

Víkurfréttir - 22.03.2018, Blaðsíða 28
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir MUNDI S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M Blankur bæjarsjóður gæti reynt að grafa eftir rafmynt á Fitjum ... Hann er kominn til landsins og tilbúinn í ævintýrin með þér; nýr KAROQ – með snjallar lausnir og tækninýjungar sem gera aksturinn öruggari og skemmtilegri. Komdu og sjáðu nýjan ŠKODA KAROQ og endurnýjaðu tengslin við það sem drífur þig áfram í lífinu. Hlökkum til að sjá þig! HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is www.skoda.is KAROQ OPNAR ÞÉR NÝJAR LEIÐIR Í LÍFINU NÝR ŠKODA KAROQ KEMUR SKEMMTILEGA Á ÓVART. ŠKODA KAROQ frá: 3.890.000 kr. Mikill áhugi virðist vera fyrir því að fjölga gagnaverum hér á Suðvesturhorninu en á fundi Umhverfis og skipulagsráðs Reykjanes- bæjar sem haldin var 13. mars voru tvö erindi þess efnis tekin fyrir þar sem félögin K16 ehf. og Airport City ehf. sóttu um lóðirnar Hvalvík 14 annars vegar og Selvík 23 hins vegar sem staðsettar eru í Helguvík. Var þeim erindum hafnað á þeim forsendum að nú þegar hefur verið sérútbúið svæði fyrir gagnaver á Fitjum nánar til tekið við Sjónar- og Vogshól en þar eru lausar lóðir. Hafa félögin K16 ehf. og Airport City ehf. ekki áður sótt um lóð fyrir slíka starfsemi. Mikil gróska hefur verið í uppbyggingu gagnavera í Suðurnesjum og eru núna starf- rækt a.m.k. þrjú slík, Verne Global á Ásbrú og Advania og Borealis Data Center ehf. á Fitjum í Njarðvík. Suðurnes ákjósanleg fyrir gagnaver Hafna gagnaverum í Helguvík og beina þeim á Fitjar Gagnaveragarðurinn á Fitjum í Reykjanesbæ. Þar er talsverð uppbygging um þessar mundir og húsum undir ofurtölvur fjölgar með hverjum mánuðinum sem líður. VF-mynd: Hilmar Bragi Sjálfstæði Suðurnesja „Suðurnesin sitja ekki við sama borð og önnur svæði á landinu þegar kemur að fjárveitingum ríkisins. Það er alveg sama hvert litið er, Heil- brigðisstofnunin, Fjölbrautaskólinn, vegakerfið (Reykjanesbrautin og Grindavíkurvegurinn), lögreglan og svo mætti lengi telja, búa öll við mun lægri fjárframlög pr. íbúa en annars staðar á landinu.“ Þetta ritaði okkar ágæti bæjarstjóri Kjartan Már Kjartansson á fésbókarsíðu sína í vikunni og tilefnið var lækkun fjárframlaga rík- isins til Markaðsstofu Reykjaness 2018 á meðan aðrar markaðsstofur landsins hafa hækkað í framlögum. Afsökun ríkisin var sú að vegna nálægðar við flugvöllinn þurfum við ekki að markaðssetja Suðurnesin, þetta kemur bara að sjálfum sér álykta þessir snillingar. Ég hef skrifað um þetta áður og hljóma eins og rispuð plata en þetta er enn ein köld tuskan í andlit okkar Suðurnesjamanna frá ríkisvaldinu. Spurningin er hvenær sé komið nóg? Það er alveg sama þótt ráðamenn séu boðaðir hingað á fundi, ekkert batnar og í raun og veru bara versnar. Þingmenn svæðisins virðast svo ekkert vægi hafa alveg sama í hvaða flokk þeir eru. Samstaða okkar hér fyrir sunnan er heldur ekkert svo sérstök, það tuðar hver í sínu horni en fátt markvert gerist. Þann 11. desember árið 2000 lokaði hópur Suðurnesja- manna Reykjanesbraut í þrjá og hálfan tíma til þess að vekja athygli á öryggismálum á brautinni og að flýta framkvæmdum við tvöföldun hennar. Aðgerðirnar voru umdeildar á meðal ráðamanna en hér á meðal fólksins á svæðinu var víðtækur stuðningur enda höfðu yfirvöld hunsað ábend- ingar og kröfur fólksins alltof lengi. Þegar það kom svo að enn einu hörmulega banaslysinu fékk fólk algjörlega nóg og ráðist var í þessar rót- tæku mótmælaaðgerðir. Þær skiluðu þó sínu og ráðamenn virtust rumska aðeins við sér og urðu að bregðast við. Reyndar núna 18 árum seinna hefur þó ekki ennþá verið lokið við að tvöfalda brautina sem er með algjörum ólíkindum. Þrátt fyrir það þá er það mín skoðun að þessi tiltekna mótmælaaðgerð hafi skilað okkur hvað mestu í þessari áralöngu baráttu okkar Suðurnesjamanna gegn vanrækslu ríkisins hér á okkar svæði. Það er þörf á róttækum aðgerðum núna að mínu mati til þess að senda ráðamönnum skýr skila- boð um að þessi vanræksla í garð okkar sé ekki liðin mikið lengur. Efa það reyndar að lausnin núna sé að loka brautinni en ætla hér með að skora á sveitarstjórnarfólkið okkar og þingmenn svæðisins í að sameina krafta sína (vinna saman svona einu sinni) og mótmæla þessu kröftuglega og krefjast úrbóta. Það er gríðarlegur vöxtur á svæðinu okkar og það er íslenska hagkerfinu gríðarlega mikilvægt, ríkið þarf að sýna það í verki að það séum við íbúarnir líka. Ef þetta gengur ekki þá ættu Suðurnesin í raun að sækja bara um sjálfstæði frá íslenska ríkinu. Svona lítil Katalónía. Við tuðum um það sama ár eftir ár, hversu mikið á okkur hallar en nú er kominn tími á einhverjar aðgerðir. Boltinn er hjá sveitar- stjórnarfólkinu okkar og þingmönnum, kannski ekki jafn róttækar aðgerðir og á brautinni 11. desember árið 2000 en eitthvað sem ráðamenn taka eftir og hlusti á okkur í eitt skipti fyrir öll. LOKAORÐ ÖRVAR Þ. KRISTJÁNSSON

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.