Alþýðublaðið - 19.12.1919, Blaðsíða 2
ð
ÁLl’ÝÐUBLAÐIÍ)
mikið sem þeir virta Bandamenn
áður.
Slík innrás mun mentuðum og
gáfuðum Rdssum til mikillar sorg-
ar, skapa afskaplega ættjarðarást
og um leið hatur til vestlægu
pjóðanna.
(Frh.)
Barðarpld lækkar.
Frá nýári lækkar burðargjald
á bréfum hér á íslandi, um leið
og það hækkar í öllum öðrum
löndum.
Þetta má þó ekki skilja svo, að
burðargjald sé að verða ódýrast
hér á landi, heldur merkir það
það, að burðargjaid sem áður hafði
verið hærra hér á landi en nokk-
ursstaðar annarsstaðar verði nú
hið sama og annarsstaðar. Með
þessari burðargjaldslækkun er num-
inn úr gildi einn sá heimskuleg-
asti tekjustofn sem vorum vesa-
lings á fjármálasviði fáfróðu al-
þingismönnum heflr nokkurntíma
hugkvæmst handa landinu, því
heimskulegri tekjustofn er ekki
hægt að hugsa sér, en að skatta
það sem sérstaklega er ætlað til
þess að efla viðskiftin í landinu,
Fyrir almenn bréf verður burð-
argjaldið innanlands frá nýári svo
sem hér segir:
Ef þau vega 20 grm.
eða minna.............15 aura
Ef þau vega yflr 20
grm. en undir 125 gr. . 30 aura
Ef þau vega yfir 125
gr. en undir 250 gr. . . 45 aura
Innanlands og innan-
Bveitar alt að 250 gr. . 8 aura
Til útlanda er burðarargjald ó-
breytt 20 aurar fyrir 20 gr. og 10
aurar fyrir hver 20 gr. þar yfir.
»
Khöfn 17. Des.
Frá Reval er símað að samn-
ingatilraunirnar i Dorpat [í Eist-
landi milli þess lands, Latviu og
Lithá apnarsvegar og Boleivika
Verkamannafél. „Dag-sbrún"
heldur fund i G.-T.-húsinu laugardaginn 20. des. kl. 71/2 siðd.
Rætt verður og borið upp til samþyktar frumvarp til laga fyrir
fél'agið. — Þess utan verða ýms fleiri mál á dagskrá.
Félagsmenn eru ámintir um að fjölmenna.
hinsvegar] hafi mistekist, sökum
þess hve ósanngjarnir Bolsivíkar
séu í kröfum sínum.
P&litiskar viðsjár
í Sanmðrku.
Ilhöfn 17. des.
Hægrimannablaðið Fyns Stifts-
tidende segir að úr heldrimanna-
hóp verði bráðlega skorað á kon-
unginn að útnefna þjóðlegt ráðu-
neyti (nationalministerium) sem
strax láti fara fram nýjar kosn-
ingar. Social-Demokraten [aðal-
blað jafnaðarmanna] segir að þetta
sé augljós hvöt til stjórnlagarofs
að ofan (statskup), og sé sið-
asti þátturinn í hinni svívirðilegu
og ósvífnu árás á ráðuneytið út
af Suður-Jótlandsmálinu.
Strandið.
Skipið, sem strandaði í gær á
Skerjafirði hét „Valkyrien" og er
danBkt. Það fór af stað frá Spáni
29. október xneð saltfarm. f stór-
veðrinu í fyrradag var það komið
hér inn á flóann, og gátu skip-
verjar við ekkert ráðið. Siglutrén
brotnuðu eða voru höggvin
sundur af skipverjum, ef ske
kynni að þeir björguðust á þann
hátt. Síðan rak skipið ósjálfbjarga
fyrir vindi og sjó inn á Skerja-
fjörðinn, fram hjá öllum stærstu
boðúnum og rakst loks á grunn
út undan Þormóðstöðum kl. 8 í
gærmorgun. Allir menn björguð-
ust. Farmurinn ónýttist, og ólík-
legt að skrokkurinn náist út af
skerinu. -j-
$ jslanð að ganga i
þjéðabanðalagið ?
Khöfn 17. des.
Sameiginieg nefnd norrænu ríkj-
anna, sem rætt hefir hér þjóða-
bandalagið, mun að líkindum
leggja til, að Norðurlönd gangi í
það. Verða þá lögð frumvörp þar
að lútandi fyrir öll löggjafarþing
Norðurlanda, undir eins þegar
friðarsamningar ganga í gildi.
Dm daginn og veginn.
Ethel kom frá Fleetwood í fyrra-
kvöld. Eigandi Skúli Jónsson. Skip-
stjóri verður Kristinn Brynjólfs-
son frá Engey. Guðmundur Guðna-
son skipstjóri var farþegi. Skipið
er 130 fet á lengd, 16 fet á dýpt
og 23 fet á breidd. Fer 10 mílur
og er 12 ára, en nýviðgert.
Jölatré
fást hjá
Hjálmart Þorsteinssyni*
Skóiavörðustíg 4.
ITýlegur karlm.hattur
fundinn. Afgr. vísar á.
Ilæsiueg'gf fást keypt fyrir
jólin á Óðiasgötu 24.
Fyiir jólin þurfið þór að
láta „lakkera" olíuofnana yðar á
Laugaveg 27.