Morgunblaðið - 13.09.2017, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2017
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Fram-kvæmda-stjóri
skoska sjómanna-
sambandsins, Ber-
tie Armstrong, var
hér á landi á dögunum ásamt
skoskri sendinefnd að kynna
sér íslenska fiskveiðistjórn-
arkerfið og stöðu sjávarútvegs-
ins hér á landi.
Í samtali við Morgunblaðið
kom fram að Skotarnir hefðu
verið mjög ánægðir með heim-
sóknina og það sem kynnt var
fyrir þeim hér á landi, en þeir
eru ekki eins ánægðir með
stöðuna heima fyrir. Arm-
strong segir að vegna veru
Breta í Evrópusambandinu og
sameiginlegrar sjávarútvegs-
stefnu þess fari 60% aflans til
annarra þjóða og hann hefur
áhyggjur af að í Brexit-
viðræðunum verði hagsmunum
sjávarútvegsins fórnað.
„Við viljum vera fiskveiði-
þjóð rétt eins og Íslendingar,
Norðmenn og Færeyingar. Og
við horfum mjög til íslenska
kerfisins eftir þessa heim-
sókn,“ segir Armstrong. Von-
andi bera bresk stjórnvöld líka
gæfu til að horfa til íslenska
kerfisins við stjórn fiskveiða,
því að reynslan hefur sýnt að
það kerfi sem sett var upp hér
á landi fyrir um þremur ára-
tugum hefur reynst afskaplega
vel. Hér er sjávarútvegur rek-
inn á hagkvæman
hátt og er grund-
völlur efnahags-
lífsins, en víða um
heim er hann rek-
inn með halla og
niðurgreiddur vegna rangrar
stjórnunar.
Það er ánægjulegt að Ísland
skuli í þessu efni vera fyrir-
mynd annarra þjóða og mikil-
vægt að Ísland haldi þeirri
stöðu sinni að vera í farar-
broddi að þessu leyti, enda
skiptir það sköpum fyrir efna-
hag landsins að vel sé á þessum
málum haldið. Um leið er
áhyggjuefni hve lítinn skilning
sumir stjórnmálamenn, jafnvel
í áhrifastöðum, sýna þessari at-
vinnugrein og þeim skilyrðum
sem þarf að búa henni.
Þau hagfelldu skilyrði sem
sjávarútveginum hafa verið bú-
in hér á landi á síðustu áratug-
um hafa svo orðið til þess að
ýmis þjónusta við sjávarútveg-
inn og iðnaður sem honum
tengist hefur vaxið og dafnað.
Fjölmörg dæmi um það má
meðal annars sjá á alþjóðlegri
sjávarútvegssýningu sem hefst
í dag þar sem getur að líta nýj-
ungar af ýmsu tagi.
Þess má loks geta að af því
tilefni gefur Morgunblaðið í
dag út sérstakt blað tengt sýn-
ingunni og þar verður bás til
kynningar á 200 mílum, sjáv-
arútvegsvef mbl.is.
Öflugur íslenskur
sjávarútvegur er
góð fyrirmynd}
Skotar horfa til Íslands
Það er tekið aðhitna í póli-
tísku kolunum á
Ítalíu. Dagsetning
næstu þingkosn-
inga þar hefur ekki
verið tilkynnt, en
þær geta ekki orðið
síðar en 20. maí 2018.
Brusselvaldið óttast þessar
kosningar. Þó hafa engar kröf-
ur um úrsögn úr ESB eða flótta
út úr evrunni enn verið settar á
dagskrá stjórnmálaflokkanna.
Ljóst er að Norður-bandalagið,
flokkur með rætur á efnahags-
lega sterkustu svæðum Ítalíu,
vill losna við evruna og helst
hverfa úr ESB. Tveir aðrir af
meginflokkum Ítalíu eru
óánægðir með evruna. Það eru
Fimm stjörnu hreyfingin
(„stóratjald“, Grillo) og Afl
Ítalíu (hægra megin við miðju,
Berlusconi) sem leggja nú til
að ítölsk mynt verði lögleidd
samhliða evrunni. Brussel for-
dæmir þá hugmynd.
Norður-bandalagið (hægri-
flokkur, Salvani) vill rótækar
breytingar á samstarfinu í
ESB, en myndi slást í för með
hinum flokkunum tveimur sem
áfanga á lengri leið.
Lýðræðisflokkurinn (vinstra
megin við miðju,
Renzi), sem eftir
síðustu kosningar
er stærsti flokkur
á þinginu í Róm, er
einn um að styðja
samstarfið við
ESB gagnrýnis-
lítið. Talið er að Renzi verði þó
að sýna á sér sjálfstæðari hlið í
kosningabaráttunni, hvað svo
sem hann gerir eftir kosningar.
Vandinn er að Renzi sýndi
slíka tvöfeldni fyrir síðustu
kosningar, svo það verður
flóknara nú. Auk þess lofaði
hann þá stjórnkerfisbreyt-
ingum á Ítalíu en varð illa und-
ir í þjóðaratkvæði um þær.
Hann hefur því mun lakari spil
á hendi í aðdraganda komandi
kosninga.
Ítölsk stjórnmál eru ólík hin-
um þunglamalegu umgengnis-
venjum sem tíðkast í norður-
hluta Evrópu. Sú saga er sögð
og endurtekin hér með miklum
fyrirvörum að forðum tíð hafi
roskinn leiðtogi dottað í lang-
varandi átökum á þingi og þeg-
ar loks var ýtt við honum kom í
ljós að á þeim þrem tímum sem
hann lúllaði hafði hann gegnt
forsætisráðherraembætti
tvisvar.
Brusselvaldið óttast
að komandi kosn-
ingar á Ítalíu muni
draga dám af Brexit}
Ítalskt fjör að færast í leik
Þ
egar ég var á Vigra og Ögra forð-
um daga slæddust ýmsar skepnur
með í trollið, þar á meðal hákarl-
ar, stundum grænlandshákarl,
somniosus microcephalus, og ör-
sjaldan beinhákarl, cetorhinus maximus.
Yfirleitt var hákarlinum hent, en stundum
hirtu menn hluta af grænlandshákarlinum,
skáru í beitur og létu liggja í stíu á millidekk-
inu á meðan hann var að ryðja sig, yfirleitt í
einn til tvo mánuði. Þegar sérfróðir töldu að
hann væri búinn að liggja nóg, mátu það af
lyktinni, voru beiturnar svo hengdar upp og
látnar hanga hæfilega. Það hefur áður komið
fram að alla jafna er ég ekki gefinn fyrir úld-
inn mat, en því verður ekki neitað að mér þótti
indælt að skera mér flís af hákarli þegar ég fór
út á dekk í hífoppi eða snapi.
Í Hafbókinni eftir norska blaðamanninn og rithöfund-
inn Morten A. Strøksnes, sem kom út skömmu fyrir síð-
ustu jól, segir Strøksnes frá því er hann og Hugo félagi
hans halda af stað í hákarlaleit, eða hákerlinga reyndar,
eins og það er orðað í bókinni, en í eftirmála Höllu Kjart-
ansdóttur, þýðanda hennar, kemur fram að hún hafi
grafið upp það gamla orð yfir hákarl til að ríma við inntak
bókarinnar.
Snemma í Hafbókinni rifjar Strøksnes það upp er
hann fer út í skóg skammt frá aðsetri Hugos til að ná í
fyrirhugaða hákerlingarbeitu, rotnandi hræ af skoskum
uxa: „Af lyktinni að dæma er ég á réttri leið. Þegar nær
dregur verður stækjan svo megn að ég fer að
kúgast og tárast svo ég blindast og hnýt um
þúfu og enda allur í keng.“
Í bókinni Hákarlalegur og hákarlamenn
eftir Theodór Friðriksson, sem kom út 1933,
lýsir Theodór því hvernig beitt var fyrir há-
karla við Íslandsstrendur og ámóta beita not-
uð og þeir félagar Morten og Hugo gripu til,
úldið hrossakjöt og bökuselur. Síðar kom til
sögunnar öllu betri beita og dægilegri: litlir
selkópar vestan úr Breiðafirði sem látnir voru
liggja í pækli í heilu lagi í sterku íláti. „En það
merkilega við þessa hákarlabeitu var það, að
selkóparnir voru ekki ristir á hol, heldur voru
þeir aðeins opnaðir með svolítilli stungu, þeg-
ar búið var að veiða þá, og var sterku rommi
hellt gegnum smuguna inn í kópinn ... “
Vel var gætt að því að rommið læki ekki úr
kópnum, saumað fyrir rifuna, enda ætlunin að það færi
út í spikið. Kóparnir voru síðan skornir í sundur í smá-
beitu þegar kom að því að beita fyrir hákarlinn „og ang-
aði af þeim lyktin þegar þeir voru opnaðir, enda var ekki
trútt um að suma drykkjumennina langaði til að bragða á
romminu sem innan í þeim var, ef þeir voru alveg vitund-
arlausir af brennivíni“.
Í hinni gagnmerku bók Theodórs kemur fram að
rommkóparnir hafi verið hin allra mesta tálbeita fyrir
hákarl, enda ljóst að „gráni“ væri gráðugur í romm: „ [...]
og líklega drykkfelldur, ef hann kæmist í tæri við Bakk-
us[.]“ arnim@mbl.is
Árni
Matthíasson
Pistill
Gráni fær sér einn gráan
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Þ
ví er haldið fram að póli-
tísk framtíð leiðtoga
Verkamannaflokksins,
Jonasar Gahr Störe, sé í
óvissu, jafnvel þótt hann
hafi sjálfur sagt við norska ríkis-
útvarpið, eftir að sigur hægri blokk-
arinnar í þingkosningunum var orð-
inn ljós, að hann væri staðráðinn í að
sitja áfram sem leiðtogi Verka-
mannaflokksins.
Ýmsir hafa viljað kenna Störe
um afhroð Verkamannaflokksins og
bent á að hann hafi ávallt tilheyrt
elítunni og sé vellauðugur fjármála-
maður, með lítil tengsl við grasrót-
ina í Verkamannaflokknum.
Ólafur Þ. Harðarson, prófessor
í stjórnmálafræði við HÍ, sagði m.a. í
samtali við Morgunblaðið í gær:
„Fyrir tveimur til þremur mán-
uðum stefndi allt í góðan sigur rauðu
blokkarinnar í Noregi, en síðan tap-
aði Verkamannaflokkurinn þónokkr-
um prósentum á síðasta sprettinum.
Sumir kenna Jónasi Gahr Störe um.
Hann hafi verið elítu- og yfirstéttar-
maður. Ég held að menn séu oft
gjarnir á að ýkja áhrif foringjanna,“
sagði Ólafur.
Hann segir alveg ljóst að Erna
Solberg, formaður Hægri flokksins
og forsætisráðherra, hafi átt góða
kosningabaráttu. „Í rauninni töpuðu
allir þrír stærstu flokkarnir svolitlu
fylgi, þ.e.a.s. Verkamannaflokk-
urinn, Hægri flokkurinn og Fram-
faraflokkurinn. Það er vitanlega
miklu verra fyrir Verkamannaflokk-
inn í stjórnarandstöðu, að tapa fylgi,
en hina tvo flokkana sem báðir eru í
stjórn.“
Skriðu yfir 4% þröskuldinn
Ólafur bendir á að blokkirnar
séu nánast jafnstórar og það hafi
gerst núna, sem hafi reyndar gerst
áður, að sú blokkin sem fær fleiri at-
kvæði, rauða blokkin, fái færri þing-
menn. Það sem skipt hafi meginmáli
í þeim efnum hafi verið uppbótar-
sætin. Litlu flokkarnir í bláu blokk-
inni, Venstre og Kristilegi þjóðar-
flokkurinn, hafi báðir skriðið yfir 4%
þröskuldinn, en litlu flokkarnir í
rauðu blokkinni, Rauðir og Græn-
ingjarnir, hafi báðir verið undir 4%
þröskuldnum og því ekki fengið nein
uppbótarsæti, heldur hafi hvor um
sig fengið einn kjördæmakosinn
þingmann.
Logi Einarsson, formaður Sam-
fylkingarinnar, systurflokks Verka-
mannaflokksins, telur að meðal
skýringa á því að Verkamannaflokk-
urinn kom ekki betur út en raun
varð, sé sú að flokkurinn sé mjög
stór flokkur, sem hafi verið við völd í
mjög langan tíma, „kannski ekki
ósvipuð staða og hjá Sjálfstæðis-
flokknum hérna. Eðli slíkra flokka
er að þeir verða dálítið kerfislægir
og varfærnir til breytinga,“ sagði
Logi.
Logi segir að áherslur Verka-
mannaflokksins í umhverfismálum
hafi ugglaust dregið úr fylgi hans,
hjá kjósendum lengst til vinstri. „Á
það hefur verið bent að á ákveðnum
svæðum í Noregi hafi flokkurinn
goldið fyrir aðgerðir sem hafi bitnað
á byggðum, t.d. með veikingu stjórn-
sýslu og stofnana á landsbyggðinni.
Ég tel að Miðflokkurinn, Fram-
sóknarflokkur Noregs, hafi
náð að reyta talsvert fylgi af
Verkamannaflokknum,“
sagði Logi. „Sjálfum fannst
mér vanta svolítinn brodd í
málflutning og kosningabar-
áttu Verkamannaflokksins.
Þau hefðu þurft að skerpa
línur. Á köflum fannst
mér þau vera mjög lík
Hægri flokknum í
áherslum sínum,“ sagði
Logi.
Verkamannaflokkur-
inn í Noregi í vanda
AFP
Kosningavaka Jonas Gahr Støre, formaður Verkamannaflokksins,
ávarpar kosningavöku Verkamannaflokksins í Noregi í Ósló í fyrrakvöld.
Ólafur Þ. Harðarson, prófessor
í stjórnmálafræði, benti á það í
samtali við Morgunblaðið í
gær, að bæði Jens Stolten-
berg, fyrrverandi formaður
Verkamannaflokksins, og Erna
Solberg, formaður Hægri
flokksins, hefðu setið áfram í
formannsstólum sínum, þrátt
fyrir tap í þingkosningum.
„Í rauninni er breiddin í
norskri pólitík ekki mikil.
Hægri stjórnin sem ríkt hefur
undanfarin fjögur ár hefur ekki
verið að skera mikið niður í
velferðarkerfinu og Framfara-
flokkurinn hefur verið að
færa sig inn á miðjuna. Al-
mennt talað held ég að þessi
úrslit muni ekki hafa í för
með sér miklar breyt-
ingar í Noregi,“
sagði Ólafur Þ.
Harðarson,
prófessor í
stjórnmála-
fræði.
Sé ekki mikl-
ar breytingar
PRÓFESSOR Í
STJÓRNMÁLAFRÆÐI
Ólafur Þ.
Harðarson