Morgunblaðið - 13.09.2017, Qupperneq 12
Á toppnum Helga lengst til
hægri með íslenska fánann
á toppi fjallsins Halti í
Lapplandi.
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Þetta var mjög frumstætt ogskemmtilegt og maðurkemur á einhvern háttbetri manneskja úr svona
ferðalagi. Maður lærir að umgang-
ast náttúruna með virðingu, sem
veitir ekki af í neyslubrjálæði nú-
tímans. Við gengum um tuttugu kíló-
metra á dag á milli kofa sem eru al-
gjörlega sjálfbærir, enginn sér um
þá svo gestir á göngu taka fulla
ábyrgð á öllu. Ekkert rennandi vatn
er í kofunum svo við þurftum að
sækja vatn út í nærliggjandi læki, og
við kofana eru útikamrar sem fólk
setur trjávið yfir þegar það hefur
gert þarfir sínar. Fólki ber skylda til
að höggva eldivið þegar það yfirgef-
ur kofana, svo næstu gestir hafi
nægan eldivið. Við þurftum að taka
allt rusl með okkur til baka og við
bárum líka allan mat með okkur,
tjöld, dýnur og svefnpoka, en þetta
er mjög afskekkt og engir vegir fyrir
trússbíl. Þetta er mjög norðarlega
og ekkert ósvipað íslenskri náttúru,
fyrir utan hreindýrin sem mikið er
af á þessum slóðum. Þau gengu með
okkur,“ segir Helga Viðarsdóttir
sem gekk á fjallið Halti í Lapplandi í
sumar ásamt sex félögum sínum.
Bændur notuðu alphorn til að
hafa samskipti sín á milli
„Við tókum með okkur fornt
blásturshljóðfæri, alpahorn, sem
bændur notuðu í Ölpunum í Aust-
urríki hér áður fyrr til að hafa sam-
skipti sín á milli þar sem miklar
vegalengdir skildu að. Alpahorn er
risastórt hljóðfæri svo við skiptum
því niður í bakpokana okkar og bár-
um það alla leið upp á topp, þar sem
við blésum svo kveðju yfir hin Norð-
urlöndin. Það er hægara sagt en
gert að blása í alpahorn, en við æfð-
um okkur á leiðinni og fyrir vikið
fannst Finnunum sem við mættum
við vera svolítið klikkuð. En þetta
gaf ferðinni sérstakan tón og sýnir
ákveðna samstöðu; að við getum far-
ið saman hópur af fólki sem þekkist
lítið og borið þetta hljóðfæri saman
alla leið upp. Það var sérstök og
táknræn tilfinning að blása svo öll í
það á toppnum.“
Helga segir að þau hafi ákveðið
að ganga á Halti af því Finnland
fagnar nú 100 ára sjálfstæðisafmæli.
„Það er svo sérstakt að síðustu
metrarnir á hæsta tindi Halte til-
heyra Noregi. Ég veit að það var til
umræðu í norska þinginu að gefa
Finnlandi þessa metra í tilefni af
aldarafmæli sjálfstæðis þeirra, en
það reyndist of flókið og fór ekki í
gegn.“
Næst verður það hið íslenska
Snæfell, á lýðveldisafmælinu
Helga segir að þau sjö sem
gengu upp á Halti hafi verið af fimm
þjóðernum og hún hafi verið eini Ís-
lendingurinn og eini Norðurlanda-
búinn. „Við erum hluti af hópi sem
setti af stað verkefni um að ganga á
fimm hæstu fjöll Norðurlandanna,
utan jökla. Þetta er fólk sem hefur
unnið mikið í útivistargeiranum,
blaðamenn, ljósmyndarar og fólk
sem starfar í ferðamennsku. Þetta
er í raun gæluverkefni Þjóðverjans
Matthias Assmanns, hann setti þetta
af stað af því honum finnst vanta at-
hygli á þennan hluta Evrópu, Norð-
urlöndin.
Við viljum vekja athygli á nátt-
úru Norðurlandanna, við eigum fal-
leg fjöll og háa tinda og margar
áhugaverðar gönguleiðir. Himmel-
bjerget er ekki nema 147 metra hátt,
en engu að síður hæsta fjall eða hóll í
Danmörku. Þó svo að Danmörk hafi
Gengu með hrein-
dýrum í Lapplandi
Þau vilja vekja athygli á náttúru Norðurlandanna og settu því af stað verkefni
um að ganga á fimm hæstu fjöll Norðurlandanna, utan jökla. Þau byrjuðu á að
ganga á Halti í Lapplandi og báru með sér risastórt fornt hljóðfæri til að blása
kveðju. Þau gistu í frumstæðum kofum með engu rennandi vatni og útikömrum.
Táknrænn gjörningur Hér tekur einn úr hópnum að sér að blása í alpahorn,
fornt hljóðfæri sem þau báru með sér upp á fjallstindinn.
Bjálkar Hér reima þau á sig gönguskó utan við einn af kofunum frumstæðu.
Það er hægara sagt en
gert að blása í alpahorn,
en við æfðum okkur á
leiðinni og fyrir vikið
fannst Finnunum sem
við mættum við vera
svolítið klikkuð.
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2017
Lukkutröllin eru tákn hamingju og lukku.
Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is
Lukkutröllin komin
Verð 8.590.-
Verð 8.590.-
Verð 8.590.-
Verð 8.590.-
5.590.-
NÝTT
Verð
Í amstri dagsins er gott að finna at-
hvarf, slaka á og lifa í þögninni. Í
Skálholti gefst tækifæri til þess á
kyrrðardögum. Kyrrðardagar kvenna
eru samvera fyrir konur, sem vilja
njóta nærveru Guðs í einingu og friði.
Rækta mennskuna og næra andlegt
líf og trú. Kyrrðardagar kvenna fara
fram í Skálholti í næstu viku. Þeir
hefjast fimmtudaginn 21. september
kl. 18 og lýkur með messu í Skál-
holtskirkju, sunnudaginn 24. sept-
ember kl. 11.
Kyrrðardagar hafa verið haldnir í
Skálholti frá árinu 1989. Umhverfi
Skálholts er talið tilvalið til hvíldar,
kyrrðar, næðis og næringar fyrir lík-
ama sál og anda.
Þögn í rúma tvo sólarhringa
Kyrrðardagar kvenna hefjast eins
og allir aðrir kyrrðardagar með kvöld-
söng kl. 18. Því næst er kvöldverður
og kynningarstund. Þögnin gengur í
garð kl. 21 og henni er aflétt um há-
degisbil á sunnudag. Hugleiðingar,
samverur, söngur, fyrirbænir, göngur
og helgihald eru meðal þess sem í
boði er á kyrrðardögunum. Sígild
tónlist er leikin á matmálstímum sem
að öðru leyti fara fram í þögn.
Umsjónarmenn kyrrðardaga
kvenna eru Anna Stefánsdóttir, Ást-
ríður Kristinsdóttir, Bergþóra Bald-
ursdóttir og Þórdís Klara.
Eintaklingurinn í fyrirrúmi
Í tilkynningu kemur fram að góð
aðstaða sé í Skálholti. Í boði eru sér-
herbergi með snyrtingu, einbýli eða
tvíbýli, uppbúin rúm og fullt fæði. Á
heimasíðu Skálholts kemur fram að
kyrrðardagar séu hugsaðir fyrir ein-
staklinginn þó að hann mæti í hóp
með fleirum. Þátttakendur í kyrrðar-
dögum ráða hvernig þeir verja tíma
Konum býðst að rækta andann á kyrrðardögum í Skálholti
Hvíld, kyrrð,
næði og nær-
ing fyrir konur
Kyrrð Aðstaða í
Skálholti er góð til
íhugunnar.