Morgunblaðið - 13.09.2017, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2017
✝ Ingólfur fædd-ist 1. janúar
1960. Hann lést 1.
september 2017.
Foreldrar hans
eru Aðalsteinn Ing-
ólfsson, f. 19.5.
1941, d. 14.7. 2011,
og Ingibjörg Sig-
fúsdóttir, f. 24.6.
1942. Eiginkona
Ingólfs er Eygló R.
Sigurðardóttir, f.
19.8. 1966, og börn þeirra eru
Snorri Þór, f. 16.2. 1994, Sigur-
steinn Óli, f. 1.11. 1999, og Íris
Arna, f. 12.12.
2003. Systkini Ing-
ólfs eru Sigfús
Aðalsteinsson og
Valgerður Aðal-
steinsdóttir.
Ingólfur lærði
bifvélavirkjun og
starfaði lengst af á
Bifreiðaverkstæði
Friðriks Ólafssonar
á Smiðjuvegi.
Útför Ingólfs fer
fram frá Hjallakirkju í dag,
miðvikudaginn 13. september,
klukkan 15.
Elsku Ingó minn, það er
þyngra en tárum taki að missa
þig, frumburð minn, í blóma lífs-
ins.
Þó sólin nú skíni á grænni grundu
er hjarta mitt þungt sem blý,
því burt varst þú kallaður á örskammri
stundu
í huganum hrannast upp sorgarský.
Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga
og góða
svo fallegur, einlægur og hlýr
en örlög þín ráðin; mig setur hljóða
við hittumst ei aftur á ný.
Megi algóður Guð þína sálu nú geyma
gæta að sorgmæddum, græða djúp
sár
þó kominn sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Höfundur ókunnur.)
Kærleikskveðja,
mamma.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Héðan skal halda
heimili sitt kveður
heimilisprýðin í hinsta sinn.
Síðasta sinni
sárt er að skilja,
en heimvon góð í himininn.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Valdimar Briem)
Þær voru þungbærar fréttirn-
ar af sviplegu andláti þínu, kæri
mágur og svili.
Nú er komið að kveðjustund,
allt allt of fljótt. Okkur fjölskyld-
unni í Frederiksgård er efst í
huga þakklæti fyrir allar þær
góðu stundir sem við áttum með
þér og fjölskyldu þinni. Þær hafa
verið ófáar stundirnar gegnum
tíðina sem við fjölskyldurnar höf-
um hist á ferðalögum víða um
Evrópu.
Allar ferðirnar ykkar um Evr-
ópu þar sem ferðin hófst með við-
komu og grillveislu í Frederiks-
gård og svo hist á tjaldstæði í
Þýskalandi, Frakklandi og víðar
um Evrópu.
Skíðaferðirnar okkar til
Austurríkis að heimsækja ykkur,
haustferðin til Toscana svo eitt-
hvað sé nefnt. Fyrstu jólin okkar
í Danmörku fyrir akkúrat 20 ár-
um þegar þið mættuð til að fagna
með okkur jólahátíðinni þar.
Þær eru svo ótalmargar góðu
minningarnar að ylja sér á og
þær ber að varðveita.
Þú hafðir alltaf gaman af að
spjalla um heimsmálin og varst
ákaflega fréttaþyrstur. Það var
gott að leita ráða hjá þér og aldr-
ei var keyptur bíll án þess að
hringja í þig og fá upplýsingar
um hvaða bíl væri best að kaupa.
Þú varst einstaklega greiðvik-
inn og góðhjartaður maður og
vildir öllum það besta.
Nú ert þú lagður af stað í þína
hinstu ferð og við fjölskyldan
kveðjum þig með virðingu og
þökk fyrir samfylgdina. Guð
styrki fjölskyldu þína í hennar
miklu sorg. Elsku Eygló, Snorri,
Sigursteinn og Íris, við sendum
ykkur okkar innilegustu samúð-
arkveðjur á þessum erfiðu tím-
um.
Hinsta kveðja frá fjölskyld-
unni í Frederiksgård.
Jóhann Hjálmarsson,
Þóra Blomsterberg,
Magnús, Gestur, Ólöf og
Þóroddur Jóhannsbörn.
Elskulegur systursonur okk-
ar, Ingólfur, lést 1. september
síðastliðinn. Okkur setti hljóðar
og minningar leita á hugann. Ing-
ólfur var fyrsta barnabarn for-
eldra okkar og var mikil eftir-
vænting hjá fjölskyldunni og
gleði þegar hann fæddist á nýj-
ársdag 1960. Hann var fyrsti
drengurinn sem fæddist í fjöl-
skyldu okkar en við erum þrjár
systurnar. Faðir okkar sem er
níutíu og níu ára kveður nú sitt
elsta barnabarn sem hann var
svo stoltur af.
Sem barn var Ingólfur mikill
fjörkálfur, kátur, stríðinn og allt-
af hlæjandi. Oft var erfitt að hafa
augu með honum því hann hafði
gaman af að stinga okkur af, svo
þegar hann loksins fannst þá tísti
í honum. En fyrst og fremst var
Ingólfur góður og ljúfur drengur
sem ekkert illt mátti sjá.
Ein af minningunum okkar var
þegar Imba systir, móðir hans,
keypti sér stóra Camy-sápu sem
hún dásamaði á alla kanta og lof-
aði endingu hennar, hún hefði
gert svo góð kaup. Ending sáp-
unnar var þó ekki löng því Ingó
tók málin í sínar hendur og sturt-
aði henni niður um klósettið. Við
getum sagt margar svona sögur
af Ingólfi en þær munu lifa í
minningu okkar. Ingólfur eignað-
ist bróður þegar hann var eins
árs, Sigfús, og voru þeir bræður
mjög samrýndir alla tíð. Þegar
Ingólfur var tíu ára gamall bætt-
ist svo systirin Valgerður í hóp-
inn.
Oft var komið saman hjá
mömmu og pabba í Fossvoginum.
Þar var oft glatt á hjalla og
eiga börnin okkar góðar minn-
ingar um stóra frænda sinn frá
þessum tímum. Ingólfur gekk í
fótspor afa síns og lærði bifvéla-
virkjun og keypti síðar sitt eigið
verkstæði sem hann rak ásamt
öðrum þar til fyrir fáum árum.
Eftirlifandi eiginkona Ingólfs er
Eygló Sigurðardóttir og eignuð-
ust þau þrjú börn; Snorra Þór,
Sigurstein Óla og Írisi Örnu.
Elsku Eygló og börn, Imba
systir, Siffi, Valla og fjölskyldur,
megi algóður Guð styrkja ykkur
og umlykja í sorg ykkar.
Kærleikskveðja,
Guðný og Sigrún
Sigfúsdætur.
Við fengum skilaboð frá Eygló
um að Ingólfur væri dáinn.
Fyrstu viðbrögðin voru æ nei,
það getur ekki verið rétt. En
raunveruleikinn er annar, góður
vinur er farinn.
Leiðir okkar Ingólfs lágu fyrst
saman þegar hann byrjaði í
Hjálparsveitinni í Kópavogi. Það
var fyrir meira en tuttugu árum,
þegar hann kynntist Eygló, en
hún var þá þegar starfandi í
sveitinni. Alveg frá byrjun var
mjög gott samband, farið í marg-
ar góðar útilegur og fjallgöngur í
góðum hópi vina. Ingólfur var
alltaf hjálplegur og hugulsamur.
Ef eitthvað var að, til dæmis í
sambandi við bílana, var aldrei
neitt vandamál, „komdu bara, við
reddum þessu“. Svo komu þau
tímamót að við fluttum til út-
landa.
Margir sögðust ætla að koma í
heimsókn, en Ingó og Eygló
stóðu við það og kíktu fljótt til
okkar. Þau létu sig ekki heldur
vanta þegar við giftum okkur
hérna úti. Síðan þá hefur það ver-
ið fastur liður á dagskrá að
„kíkja“ við; hvort sem þau voru á
ferðinni í Danmörku eða Austur-
ríki var Holland alltaf í leiðinni.
Það fyrsta sem hann sagði alltaf
þegar hann kom inn um dyrnar
var „jæja“.
Það þýddi að setjast niður með
bjór og ræða málin. Oft sneri
hann umræðunni út í það hvað
hann gæti gert til þess að hjálpa
okkur þegar við værum í heim-
sókn á Íslandi. Sem dæmi um það
hjálpaði hann okkur oft að útvega
bíl ef þörf var á þegar við vorum
á landinu.
Það var alltaf mjög gaman að
fá þau í heimsókn, Ingó og Eygló
fyrst tvö ein og síðar með Snorra
sem smábarn, og eftir það með
Sigurstein og Írisi. Það voru góð-
ar stundir, við fórum oft saman
að skoða nágrennið eða einhverja
borg.
Fastur liður á dagskrá heim-
sóknarinnar var að fara út að
borða og sérstaklega fyrir Ingó
að fá sér almennilega steik. Við
munum sakna hans mikils, vina-
legur, traustur, hjálplegur félagi
er fallinn frá.
Elsku Eygló, Snorri Þór,
Sigursteinn Óli, Íris Arna, okkar
allra innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Megi minningin um góðan
dreng lifa.
Sigríður, Snorri,
Einar og Óskar.
Ingólfur
Aðalsteinsson
Elsku amma,
hvar skal byrja?
Frá því ég man eftir
hefur þú verið sú
sem var mildin upp-
máluð, ekki að þú hafir ekki sagt
mér til syndanna, ójú svo sann-
arlega gerðirðu það og ekki síst
hin síðustu ár. Hve oft óskaði ég
þess að það væri styttra á milli
okkar, Aðaldalur – Patró, það var
heljarinnar ferðalag að fara á
milli. Það var því alltaf mikil til-
hlökkun þegar ég vissi að þið
Hanna væruð væntanlegar því þá
var ýmislegt brallað sem ekki var
möguleiki að fá mömmu og pabba
til að gera.
Minningarnar líða um huga
minn, sumarpartarnir með þér í
Króksfjarðarnesi og á Kambi eru
með mínum dýrmætustu endur-
minningum, í sumarbústaðnum
þegar þú gast fussað og sveiað
yfir okkur Hönnu þegar við lás-
um bækurnar um Ísfólkið fram
og til baka, þú „píndir“ mig átta
ára til að lesa sjálf þannig að ég
kom fluglæs heim, leyfðir mér að
leigja Grease-spóluna tíu sinnum
og lést mig fara með soðningu á
steininn fyrir ofan Ráðagerði
fyrir villikettina.
Guðrún Fanney
Halldórsdóttir
✝ Guðrún Fann-ey Halldórs-
dóttir fæddist 3.
mars 1922. Hún lést
15. ágúst 2017.
Útförin fór fram
2. september 2017.
Þegar ég gifti
mig varst þú
hjálparhella númer
eitt í undirbúningn-
um, þræddir hverja
skóbúðina á fætur
annarri með mér því
auðvitað varð botn-
inn á skónum að
vera hvítur!
Í veislunni varstu
hörð á því að drekka
ekki neitt áfengi en
sast svo alsæl frammi í eldhúsi og
borðaðir alla ávextina úr boll-
unni.
Hin seinni ár þegar við fjöl-
skyldan komum vestur til þín þá
voru það okkar mestu gæða-
stundir. Við lúrðum fram eftir og
spjölluðum langt fram eftir
kvöldum, þú mataðir börnin mín
á súkkulaði og á milli ykkar
yngstu Eyjunnar þinnar mynd-
aðist sterkur þráður og skilur
hún ekkert í því hvar þú ert núna.
„Mamma, hvað er amma á Patró
eiginlega að gera uppi í skýjun-
um?“
Amma mín, takk fyrir að vera
mín „íslenska kona“.
…
Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf þér.
Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og
hlíf.
Hún er íslenska konan, sem ól þig og
þér helgaði sitt líf.
(Ómar Ragnarsson.)
Þín
Sigrún Fanney.
Elsku Anna
frænka er farin, ég
og fjölskylda mín
náðum að kveðja
hana sem ég mun
verða ævinlega
þakklátur fyrir.
Hugurinn ferðast á þessum
tímamótum aftur í tímann og
minnist ég hversu gaman og
notalegt það var að koma til
þeirra hjóna, Önnu og Kristjáns,
á Hólmavík, ég dvaldi sumarpart
heima hjá þeim þegar ég tók mín
fyrstu skref í vinnu á frystihúsinu
á Hólmavík.
Mörgum árum síðar hýsti
Anna okkur feðga þegar ég kom
suður til að hitta son minn. Það
voru alltaf kjötbollur í matinn
Anna Jónsdóttir
✝ Anna Jóns-dóttir fæddist
26. apríl 1924. Hún
lést 19. ágúst 2017.
Útförin fór fram
31. ágúst 2017.
þegar við komum,
þetta eru enn þann
dag í dag bestu kjöt-
bollur sem ég hef
smakkað. Hún Anna
tók alltaf á móti
manni með brosi og
almennri góð-
mennsku sem geisl-
aði af henni, já-
kvæðni og fullu
borði af kræsingum,
maður fór alltaf frá
Önnu í góðu skapi.
Anna, þú varst svo góð mann-
eskja og skildir eftir svo mikið
gott.
Maður á alltaf að vera að læra
og reyna að bæta sig á meðan
maður er hér á þessu jarðríki og
þú, elsku Anna, ert fyrirmynd í
góðmennsku og jákvæðni, ég
mun hugsa til þín þegar ég þarf
að vera góður og jákvæður.
Bless elsku Anna frænka, þú
ert alltaf í huga mér.
Þröstur.
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Ástkær dóttir mín, systir, móðir,
tengdamóðir og amma,
DAGBJÖRT MICHAELSDÓTTIR
sjúkraliði,
Garðabæ,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
fimmtudaginn 7. september.
Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju föstudaginn 15. september
klukkan 13. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið.
Ósk Guðmundsdóttir
Sigurður Michaelsson Benja Darayen
Michael S. Kristófersson María Sif Guðmundsdóttir
Rúrik Nói Michaelsson
Ástkær faðir okkar og afi,
SIGURÐUR H. B. RUNÓLFSSON,
Vesturgötu 7,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum sunnudaginn
3. september.
Útför hans verður gerð frá Seltjarnarneskirkju þriðjudaginn
19. september klukkan 13.
Björgvin Sigurðsson Þóra Hermannsd. Passauer
Sigríður M. Sigurðardóttir Kjartan Arnfinnsson
og barnabörn
Okkar ástkæri
GUÐMUNDUR G. JÓNSSON,
Holtsgötu 31, Ytri-Njarðvík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
26. ágúst.
Jarðarför fór fram í kyrrþey að ósk hans
mánudaginn 4. september.
Þóra Jónsdóttir
Elísabet Guðmundsdóttir Víðir Tómasson
Jón Þór Guðmundsson
Rósa Björk Guðmundsdóttir Jóhannes Ólafsson
Snorri Guðmundsson Ólöf Harpa Gunnarsdóttir
Anna Meyvantsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkæri faðir minn og afi,
GUÐMUNDUR A. STEINSSON,
prentari og tónlistarmaður,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu á Droplaugar-
stöðum þriðjudaginn 29. ágúst.
Útförin fór fram í kyrrþey.
Ellen Guðmundsdóttir
og börn