Morgunblaðið - 13.09.2017, Page 27

Morgunblaðið - 13.09.2017, Page 27
Hvammi, fyrst í félagsbúi við foreldra sína, 1962, og var síðar í félagi við bróður sinn með kúabúskap fram til 1980: „Þróunin í Hvammi varð sú að hefðbundinn búskapur vék smám saman fyrir garðyrkjunni.“ Kjartan sat í sýslunefnd Árnessýslu 1966-88, var hreppstjóri Hrunamanna- hrepps frá 1970 og þar til embætti hreppstjóra var lagt af. Hann sat í hreppsnefnd 1982-94. Kjartan var formaður Ungmenna- félags Hrunamanna, tók virkan þátt í leiklistarfélagi sveitarinnar og lék nokkur hlutverk, m.a. hlutverk morð- ingjans í Músagildrunni sem félagið setti upp veturinn 1965. Kjartan hefur sungið í nokkrum kórum, þ.á m. í kirkjukór Hruna- kirkju, Flúðakórnum og syngur nú með kórnum Tvennir tímar, sem er kór eldri borgara í uppsveitum Árnes- sýslu. Þau hjónin hafa ferðast talsvert hér- lendis og erlendis og fóru m.a. árlega í hestaferðir með hópi sveitunga sinna. Nú eru þau nýkomin úr ferð til Eng- lands þar sem þau fóru á söguslóðir þarlendra heiðursmanna. Fjölskylda Kjartan kvæntist 4.3. 1967 Björgu Björnsdóttur, f. 10.11. 1943, kennara. Hún er dóttir Björns Laxdals Jóns- sonar og Kristjönu Kristjánsdóttur. Börn Kjartans og Bjargar eru: 1) Kristjana, f. 30.10. 1962, gæðastjóri hjá Orkuveitu Reykjavíkur, gift Oddi Má Gunnarssyni, skrifstofustjóra Matís, en þau búa í Kópavogi og eiga þau Björgu Maríu, f. 1989, Hrafn Valtý, f. 1991, og Bryndísi Bergmann, f. 2002; 2) Bryndís, f. 10.4. 1967, sendifulltrúi hjá utanríkisráðuneyt- inu, en sonur hennar er Kjartan Ás- geirsson, f. 2005; 3) Helgi, f. 3.2. 1970, byggingatæknifræðingur hjá Límtré- Vírneti, kvæntur Ernu Óðinsdóttur, klæðskerameistara og hönnuði, og eru börn þeirra Kjartan, f. 1996, Hall- dór Fjalar, f. 2000, og Þórey Þula, f. 2004, og 4) Björn, f. 6.8. 1973, fram- kvæmdastjóri Gömlu laugarinnar á Flúðum, en sambýliskona hans er Aga Szaa og dóttir Björns úr fyrri sambúð er Sandra Michaela, f. 2009. Systkini Kjartans eru Jóhannes, búsettur í Hvammi II, kvæntur Kristínu Karlsdóttur og eiga þau fjögur börn, og Guðrún, búsett í Reykjavík og á hún eina dóttur. Foreldrar Kjartans voru Helgi Kjartansson, f. 20.7. 1895, d. 20.11. 1977, bóndi í Hvammi í Hrunamanna- hreppi, og k.h., Elín Guðjónsdóttir, f. 14.6. 1902, d. 11.11. 1982, húsfreyja. Kjartan Helgason Guðrún Þórðardóttir húsfr. á Brjánsstöðum Erlendur Guðmundsson b. á Brjánsstöðum í Grímsnesi Guðrún Erlendsdóttir húsfr. í Gröf Guðjón Helgason b. og smiður í Gröf í Hrunamannahreppi Elín Guðjónsdóttir húsfr. í Hvammi Guðrún Jónsdóttir ljósm. í Berghyl Helgi Eiríksson b. í Berghyl Ragnheiður Kjartansdóttir fyrsti blindrakennari á Íslandi Jóhannes Kjartansson verkfr. Guðmundur Kjartansson jarðfr. Guðmundur Helgason prófastur í Reykholti Ágúst Helgason alþm. í Birtingaholti Unnur Kjartansdóttir kennari viðMelaskóla, síðar skólastj. í Ásaskóla og Flúðaskóla Elín Kjartansdóttir húsfr. í Rvík Guðrún Kjartansdóttir húsfr. í Skipholti Guðmundur Guð- mundsson stærðfr. Ásmundur Guðmundsson biskup Íslands Magnús Ásmunds- son yfirlæknir á Akureyri, síðar í Rvík Kjartan Skúla- son verkam. í Rvík. Helgi Skúli Kjartansson sagnfr. í Rvik Eyrún Guðjónsdóttir, húsfr. í Gröf Maren Ragnheiður Friðrika Lárusdóttir húsfr. í Hjarðarholti Jóhannes Guðmundsson sýslum. í Hjarðarholti Stafholtstungum Sigríður Jóhannesdóttir húsfr. í Hruna Kjartan Helgason prófastur í Hruna Guðrún Guðmundsdóttir húsfr. í Birtingaholti Úr frændgarði Kjartans Helgasonar Helgi Kjartansson b. og organisti í Hvammi í Hrunamannahreppi Tryggvi Ásmunds- son læknir Kjartan Magnús- son borgarfulltrúi Andrés Magnús- son blaðam. Elín Pálsdóttir húsfr. á Litlu-Háeyri Páll And- résson b. í Nýjabæ Lúðvík Geirss. fv. form.BÍ,bæjarstj. Hfj og alþm. Geir Gunnars- son alþm Björg Björgólfs- dóttir húsfr. í Hafnarfirði Einar Stefáns- son prófessor í augnlækning- um í Rvík. Stefán Pétursson aðst.bankastj. í Rvík Magnús Andrésson pró- fastur og alþm á Gilsbakka Pétur Magnússon alþm. og ráðh. í Rvík og forseti bæjarstj. í Rvík Ásgeir Péturs- son fyrrv. sýslum. og bæjarfógeti. Sigríður Ásgeirs- dóttir lista- maður. Andrés Magnússon hreppstj. í S-Langholti Magnús Þórðarson framkv.stj. NATÓ á Íslandi Þórður Eyjólfsson hæstarétt- ardómari Eyjólfur Andrésson b. á Kirkjubóli í Hvítársíðu Helgi Magnússon b. í Birtingaholti, af Kóps- vatnsætt og Reykjaætt ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2017 95 ára Axel G.J. Thorsteinson 90 ára Eiríkur Bjarnason 85 ára Björgvin Guðmundsson Hulda Árnadóttir Kjartan Helgason Sigrún Gísladóttir 80 ára Gyða Guðbjörnsdóttir Helga Hafdís Gústafsdóttir 75 ára Birna Sigurbjörnsdóttir Bjarni Magnússon Gunnar Örn Haraldsson Hrefna Haraldsdóttir Kristinn Jónsson Ólafur Guðmundsson Sigríður Björg Dagsdóttir Sigurður Oddsson Snorri Guðmundsson Sæmundur Bjarnason 70 ára Anna Þórdís Bjarnadóttir Ásbjörg Emanúelsdóttir Björgvin Árnason Gestur Karl Jónsson Guðný Sigríður Elíasdóttir Ingibjörg B. Jónsdóttir Ingólfur Þ. Baldvinsson Ingunn Þorvaldsdóttir Jón Ólafur Þorsteinsson Kristín Jakobína Gísladóttir Pálmi Ásmundsson Percy B. Stefánsson Sigurður Eiríksson Torfi B. Aspar 60 ára Bunyat Theepan Guðmundur Kristjánsson Guðrún Antonsdóttir Helga Kristín Bernhard Kjartan Rolf Árnason Magnús Skúlason Margrét Markúsdóttir María S. Stefánsdóttir Ólafur Haukur Gíslason Sigrún Halldórsdóttir 50 ára Bertina Zofia Gajewska Guðrún J. Þorbjarnardóttir Guelmo R. Zanoria Oriol Iwona Grygo Jóhanna G. Einarsdóttir Slavisa Rakanovic 40 ára Agnieszka A. Boniecka Alma Björk Ástþórsdóttir Anna Rós Björgvinsdóttir Bragi Þór Pétursson Hlín Rafnsdóttir Hrönn Grímsdóttir Ólafur Þorsteinsson Pálmi F. Guðmundsson Sólveig Bessadóttir Þorbjörg A. Guðmundsdóttir 30 ára Alexandre M.F. Massot Alicja Karolina Domagala Benedikt Halldórsson Birna Íris Hlynsdóttir Bjarni Fannar Stefánsson Einar A. Eymundsson Federick Alfred U. Capellan Hlynur Sigurðsson Höskuldur F. Hermannsson Ívar Eyfjörð Hólmgeirsson Joel Jozef Johan Coolen Kristófer Snær Egilsson Ramulah Kiiza Nabaasa Rodrigó Sándor Selma H. Vilhjálmsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Ívar ólst upp í Vatnsholti í Staðarsveit, býr á Neðra-Skarði í Leir- ársveit, lauk prófi í vél- virkjun og starfar á Grundartanga. Maki: Olga Lára Jóns- dóttir, f. 1986, nemi. Börn: Freyja Björk, f. 2006; Snædís Ragna, f. 2008, og Brynjar Þór, f. 2016. Foreldrar: Ragna Ívars- dóttir, f. 1967, og Stefán Þórðarson, f. 1949. Ívar Eyfjörð Hólmgeirsson 30 ára Höskuldur ólst upp á Brimnesi á Fá- skrúðsfirði, er nú búsett- ur á Egilsstöðum, lauk sveinsprófi í kjötiðn og starfar á beltagröfu í vegagerð. Maki: Steinunn Stein- þórsdóttir, f. 1994, um- sjónarkennari við Grunn- skólann á Egilsstöðum. Foreldrar: Halldóra Eiríksdóttir, f. 1968, og Hermann Kristjánsson, f. 1950. Höskuldur F. Hermannsson 30 ára Hlynur ólst upp í Grundarfirði, býr þar, lauk farmannaprófi og er stýri- maður á Helga SH. Maki: María Ósk Ólafs- dóttir, f. 1982, kennari. Synir: Ólafur Geir, f. 2012, Vilhjálmur Freyr, f. 2014. Foreldrar: Sjöfn Sverris- dóttir, f. 1964, sjúkraliði við dvalarheimili, og Sig- urður Ólafur Þorvarðar- son, f. 1963, skipstjóri. Þau búa í Grundarfirði. Hlynur Sigurðsson  Sigrún Sigurðardóttir hefur varið doktorsritgerð sína í hjúkrunarfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Ís- lands. Ritgerðin ber heitið: Kynferð- islegt ofbeldi í æsku: Afleiðingar og heildræn meðferðarúrræði (Childhood Sexual Abuse: Consequences and Hol- istic Intervention). Umsjónarkennari og meðleiðbeinandi í verkefninu var dr. Sóley S. Bender, prófessor við hjúkr- unarfræðideild Háskóla Íslands. Að- alleiðbeinandi var dr. Sigríður Hall- dórsdóttir, prófessor við Heilbrigðis- vísindasvið Háskólans á Akureyri. Markmið rannsóknarinnar var að auka þekkingu og dýpka skilning á af- leiðingum kynferðislegs ofbeldis í æsku (e. Childhood Sexual Abuse) hjá körlum og konum í því skyni að auka hæfni hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta í að veita viðeigandi umönnun. Að þróa og skoða reynslu íslenskra kvenna af heildrænu með- ferðarúrræði og reynslu af heilbrigð- iskerfinu. Fyrirbærafræðileg rann- sóknaraðferð var notuð til að auka þekkingu og dýpka skilning á afleið- ingum kynferðislegs ofbeldis í æsku. Samtals voru 65 einstaklingsviðtöl lögð til grundvallar í greiningar- vinnunni í doktors- verkefninu. Helstu niður- stöður rannsókn- anna voru að af- leiðingar kynferðislegs of- beldis í æsku, bæði fyrir karla og konur, voru alvar- legar fyrir heilsufar og líðan. Þjáning beggja kynja var mjög djúp og raunar nánast óbærileg. Þátttakendur töldu að þeir hefðu ekki fengið nægjanlegan stuðning og skilning frá heilbrigðis- starfsfólki, en þátttaka í Gæfuspor- unum virtist bæta heilsu og líðan kvennanna sem tóku þátt í þeim. Kynferðislegt ofbeldi í bernsku get- ur haft alvarlegar og víðtækar lang- tímaafleiðingar fyrir heilsufar og líðan, bæði karla og kvenna. Mikilvægt er fyrir heilbrigðisstarfsfólk að þekkja einkenni og afleiðingar kynferðislegs ofbeldis í æsku til að vera betur í stakk búið að veita stuðning og viðeigandi meðferð. Mikilvægt er að halda áfram að þróa heildræn meðferðarúrræði einstaklinga sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku. Sigrún Sigurðardóttir Sigrún Sigurðardóttir, f. 1968 á Ísafirði, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Ísafirði árið 1988 og lögreglumannsprófi frá Lögregluskóla ríkisins árið 1993. Hún lauk BS-gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2001 og MSc-gráðu í heil- brigðisvísindum frá sama skóla sex árum síðar, með áherslu á sálræn áföll og ofbeldi. Hún er lektor við Háskólann á Akureyri. Sigrún á þrjú börn, Signýju Rós 18 ára, Sigurð Boga 15 ára og Grétu Þóreyju 12 ára með Ólafi Ármanni Óskarssyni sjúkraþjálfara. Doktor

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.