Morgunblaðið - 11.09.2017, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.09.2017, Blaðsíða 8
8 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. SEPTEMBER 2017 Hvað ætli hafi farið í gegnum huga Ólafíu Þórunnar Kristins- dóttur þegar hún vippaði fyrir erni og tryggði sér fjórða sætið í móti á LPGA-mótaröðinni í golfi á laugardagskvöld? Gefum okkur að Ólafía hefði fengið par en ekki örn á 18. og síðustu holunni. Þá hefði hún hafnað í 9.-10. sæti og fengið rúma 40 þúsund dollara í sinn hlut í stað tæplega 103 þúsund dollara, sem jafngildir um 10,9 milljónum íslenskra króna. „Ég átti geggjaða æfinga- sveiflu og gerði alveg eins í högginu. Ég sá þetta fyrir mér og það bara tókst,“ sagði Ólafía þegar hún var spurð um þessa glæsilegu og dýrmætu vippu. Þarna hittir þessa mikla af- rekskona svo sannarlega nagl- ann á höfuðið. Æfingin skapar meistarann. Er ekki sagt að kylfingar þurfi að vera með hausinn í lagi? Það þarf í það minnsta að halda í jákvæðnina þegar maður er einn með kylfusveini í heilan golfhring. Bakvörður dagsins hefði að öllum líkindum farið á taugum í sporum Ólafíu og vippað boltanum í eitthvert tré í grenndinni eða eitthvað slíkt. Pressan og tilhugsunin um verðlaunaféð hefði sligað ein- hvern kylfinginn í það minnsta. Ólafía var sallaróleg. Hún hefur samtals þénað 175 þúsund dollara í LPGA- mótaröðinni á sínu fyrsta tíma- bili, um 18,5 milljónir króna, og er í 67. sæti peningalistans. Eins og margoft hefur komið fram um helgina fá hundrað efstu kylfingar þessa tímabils fullan keppnisrétt á mótaröðinni á næsta ári. Það má því svo sannarlega segja að vippan á 18. holu í síðasta hring um helgina geti reynst gulls ígildi. BAKVÖRÐUR Jóhann Ólafsson johann@mbl.is Í LAUGARDAL Hjörvar Ólafsson hjorvaro@mbl.is ÍBV er handhafi beggja bikar- meistaratitlanna í knattspyrnu, það er bæði í karla- og kvenna- flokki, en það varð ljóst eftir 3:2- sigur ÍBV gegn Stjörnunni eftir framlengdan úrslitaleik í bik- arkeppni kvenna á laugardag. ÍBV er fyrsta félagið til að státa af þessum árangri síðan KR gerði slíkt hið sama árið 2008. Þetta er merkur áfangi hjá bæjarfélagi sem telur rúmlega 4.000 manns. ÍBV fékk draumabyrjun í leikn- um, en Cloé Lacasse nýtti sér slæm mistök Kristrúnar Kristjáns- dóttur í upphafi leiksins og kom Eyjakonum yfir. Stjörnunni óx hins vegar ásmegin eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn og Harpa Þorsteinsdóttir tók til sinna ráða undir lok fyrri hálfleiksins. Harpa lagði upp jöfunarmark Öglu Maríu Albertsdóttur eftir rúmlega 40 mínútna leik og kom Stjörnunni síðan yfir skömmu síðar. Það benti svo allt til þess að Stjarnan myndi verða bikarmeist- ari í fjórða skipti í sögu félagsins og þar af leiðandi jafna KR og ÍA í fjölda bikarmeistaratitla. Eyjakon- ur voru hins vegar staðráðnar í að lúta ekki í lægra haldi í bikarúr- slitaleik annað árið í röð, en liðið tapaði fyrir Breiðabliki á síðasta keppnistímabili. Leikmenn ÍBV sýndu mikinn baráttuvilja og karakter og upp- skáru jöfnunarmark áður en yfir lauk. Ian Jeffs, þjálfari ÍBV, setti hina 15 ára gömlu Clöru Sigurð- ardóttur inná þegar um það bil stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Clara hressti svo sann- arlega upp á sóknarleik ÍBV og kraftmikil hlaup ollu usla í vörn Stjörnunnar. Gleymdu Lacasse augnablik Leikmenn Stjörnunnar gleymdu að hafa gætur á Cloé Lacasse í eitt stundarkorn skömmu fyrir leiks- lok. Kanadíski framherjinn nýtti sér það pláss sem hún fékk, fann Kristínu Ernu Sigurlásdóttur sem jafnaði metin. Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma og framlengja þurfti leikinn. Eyjakonur nýttu meðbyrinn sem þær fengu við það að jafna metin undir lok venjulegs leiktíma og mættu af meiri krafti en Stjarnan inn í framlenginguna. Um miðbik seinni hluta framlengingarinnar lék Cloé Lacasse aftur lausum hala, sótti af krafti á vörn Stjörn- unnar og var felld. Snertingin virkaði ekki mikil, en Bríet Braga- dóttir, sem varð fyrsta konan til þess að dæma úrslitaleik í meist- araflokki í bikarkeppni KSÍ þegar hún dæmdi leikinn á laugardaginn, benti á punktinn. Sigríður Lára Garðarsdóttir, fyrirliði ÍBV, sýndi stáltaugar á vítapunktinum og skoraði af feiki- legu öryggi úr vítaspyrnunni. Þetta reyndist sigurmark leiksins og ÍBV varð bikarmeistari í kvennaknattspyrnu í annað skipti í sögu félagsins, en liðið varð síðast bikarmeistari árið 2004 og allir nú- verandi leikmenn þess voru að vinna sinn fyrsta stóra titil sem leikmennn ÍBV. Heimir Hall- grímsson, núverandi þjálfari ís- lenska karlalandsliðsins í knatt- spyrnu, var við stjórnvölinn hjá ÍBV þegar liðið varð bikarmeistari 2004. Ofboðslega þýðingarmikið „Það gaf okkur aukakraft að ná að jafna metin undir lok venjulegs leiktíma og mér fannst við öflugri í framlengingunni. Við vildum þetta virkilega og sýndum það allan tím- ann. Við börðumst allar 120 mín- úturnar og það var sú barátta, trú og kraftur sem skilaði sigrinum. Ég var smá stressuð í aðdraganda vítaspyrnunnar og það féllu nokk- ur tár þegar ég sá boltann inni og enn fleiri þegar dómarinn flautaði leikinn af,“ sagði Sigríður Lára. „Þetta er fyrsti stóri titill minn í meistaraflokki. Þetta hefur ofboðs- lega mikla þýðingu fyrir mig. Ég get eiginlega ekki lýst tilfinning- unni á annan hátt en að þetta er algerlega geggjað. Nú hungrar mig bara í fleiri titla,“ sagði Sigríð- ur Lára hrærð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bikarmeistarar Sigríður Lára Garðarsdóttir og fyrirliðinn Sóley Guðmundsdóttir handleika verðlaunagripinn sem ÍBV tryggði sér um helgina með sigri á Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvelli. Eyjakonur fögnuðu vel og innilega enda allar að fagna sínum fyrsta stóra titli í meistaraflokki á Íslandi. Bikararnir eru ÍBV  Rúmlega 4.000 manna bæjarfélag með tvöfalda ástæðu til að gleðjast í ár  Sigurmark úr víti í framlengingunni  Annar bikartitill kvennaliðs ÍBV 0:1 Cloé Lacasse 4. komstinn í slaka sendingu Kristrúnar á Fay, lék á Fay og skoraði. 1:1 Agla María Albertsdóttir41. af stuttu færi eftir góð- an undirbúning Hörpu. 2:1 Harpa Þorsteinsdóttir 43.fékk stungusendingu frá Guðmundu, hélt varnarmanni frá sér og skoraði. 2:2 Kristín Erna Sigur-lásdóttir 89. af stuttu færi eftir góðan undirbúning Lacasse. 2:3 Sigríður Lára Garð-arsdóttir 112. af öryggi úr vítaspyrnu eftir að dómari taldi brotið á Lacasse. I Gul spjöld:White (Stjörnunni) 51. (brot), Harpa (Stjörnunni) 62. (töf), Agla María (Stjörnunni) 99. (töf), Kristrún (Stjörnunni) 100. (brot). I Rauð spjöld: Engin. Laugardalsvöllur, Borgunar-bikar kvenna, úrslitaleikur, laugardaginn 9. september 2017. Skilyrði: Milt veður, skýjað og lítils háttar rigning með köflum. Völlurinn rakur, fagurgrænn og sléttur. Skot: Stjarnan 17 (12) – ÍBV 15 (10). Horn: Stjarnan 6 – ÍBV 4. Stjarnan: (4-3-3) Mark: Gemma Fay. Vörn: Lorina White, Anna María Baldursdóttir, Kim Dolstra (Viktoría V. Guðrúnardóttir 116), Kristrún Kristjánsdóttir (Bryndís Björnsdóttir 104). Miðja: Ana V. Cate (Donna-Key Henry 73), Lára Kristín Pedersen, Katrín Ásbjörnsdóttir. Sókn: Agla María Albertsdóttir, Harpa Þor- steinsdóttir, Guðmunda Brynja Óla- dóttir. ÍBV: (3-5-2) Mark: Adelaide Gay. Vörn: Sesselja Líf Valgeirsdóttir (Clara Sigurðardóttir 78), Caroline Van Slambrouck, Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir. Miðja: Adrienne Jor- dan, Katie Kraeutner (Díana Helga Guðjónsdóttir 115), Sigríður Lára Garðarsdóttir, Rut Kristjánsdóttir, Sóley Guðmundsdóttir. Sókn: Kristín Erna Sigurlásdóttir (Júlíana Sveins- dóttir 97), Cloé Lacasse. Dómari: Bríet Bragadóttir. Áhorfendur: 1.015. Stjarnan – ÍBV 2:3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.