Morgunblaðið - 25.09.2017, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.09.2017, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. SEPTEMBER 2017 Íþróttir Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Víðir Sigurðsson, vs@mbl. is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf. Pepsi-deild kvenna Grindavík – Þór/KA .............................. 3:2 Helga Guðrún Kristinsdóttir 4., Carolina Mendes 47., María Sól Jakobsdóttir 81. – Bianca Sierra 5., Stephany Mayor 64. Stjarnan – Breiðablik ............................ 0:2 Berglind Björg Þorvaldsdóttir 30., 77. FH – Valur............................................... 2:0 Karolína Lea Vilhjálmsdóttir 30., Alda Ólafsdóttir 62. KR – Haukar ........................................... 0:3 Marjani Hing-Glover 16., Alexandra Jó- hannsdóttir 18., Hanna María Jóhanns- dóttir 49. Staðan: Þór/KA 17 13 2 2 42:15 41 Breiðablik 17 13 0 4 43:10 39 Valur 17 11 1 5 45:18 34 ÍBV 17 9 5 3 31:19 32 Stjarnan 17 9 3 5 35:19 30 FH 17 7 2 8 17:22 23 Grindavík 17 5 3 9 16:40 18 KR 17 5 0 12 15:38 15 Fylkir 17 2 3 12 13:35 9 Haukar 17 1 1 15 13:54 4  Fylkir og Haukar falla en HK/Víkingur og Selfoss taka sæti þeirra. Bandaríkin Orlando Pride – Portland Thorns ..... 0:0  Dagný Brynjarsdóttir var á bekknum hjá Portland allan tímann. Danmörk Hobro – Bröndby ................................... 1:2  Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn með Bröndby. AaB – Lyngby ........................................ 3:1  Hallgrímur Jónasson var ekki í hópnum hjá Lyngby. Horsens – Helsingör .............................. 2:0  Kjartan Henry Finnbogason lék allan leikinn með Horsens og gerði síðara mark liðsins. OB – Randers ......................................... 3:1  Hannes Þór Halldórsson var í marki Randers. Ólafur H. Kristjánsson þjálfar liðið. Svíþjóð Häcken – AIK.......................................... 1:6  Haukur Heiðar Hauksson var á bekkn- um hjá AIK. Halmstad – Norrköping ........................ 2:1  Höskuldur Gunnlaugsson lék allan leik- inn með Halmstad en Tryggvi Hrafn Har- aldsson gerði síðara mark liðsins og var tekinn af velli á 90. mínútu.  Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn með Norrköping sem og Guðmundur Þór- arinsson. Arnór Sigurðsson kom inná á 70. mínútu en Alfons Sampsted var á bekknum. Djurgården – Hammarby .................... 1:1  Birkir Már Sævarsson lék allan leikinn með Hammarby og Arnór Smárason kom inná á 63. mínútu. Jönköping Södra – Sundsvall............... 2:2  Árni Vilhjálmsson kom inná hjá Jön- köping í uppbótartíma.  Kristinn Steindórsson var tekinn af velli á 73. mínútu hjá Sundsvall en Krist- inn Freyr Sigurðsson var á bekknum. A-deild kvenna: Örebro – Rosengård ............................. 2:2  Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik- inn með Rosengård og Andrea Thorisson kom inná á 85. mínútu. Gautaborg – Kristianstad .................... 1:2  Sif Atladóttir lék allan leikinn með Kristianstad. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið. Djurgården – Limhamn Bunkeflo ....... 2:1  Guðbjörg Gunnarsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir léku allan leikinn með Djurgården.  Anna Björk Kristjánsdóttir lék allan leikinn með Limhamn. HANDBOLTI Í GRINDAVÍK Kristófer Kristjánsson sport@mbl.is Grindavík sló fagnaðarlátum Þórs/ KA á frest með því að vinna leik lið- anna á Grindavíkurvelli, 3:2, í næst- síðustu umferð Pepsi-deildar kvenna á laugardaginn. Þór/KA hefði með sigri tryggt sinn annan Íslandsmeistaratitil en nú er ljóst að sú barátta verður útkljáð í loka- umferðinni þar sem Breiðablik er tveimur stigum á eftir toppsætinu. Helga Guðrún Kristinsdóttir skoraði eitt mark og Carolina Men- des tvö er Grindavík náði forystu í þrígang. Sandra María Jessen og Stephany Mayor jöfnuðu tvisvar fyrir gestina en það dugði ekki til. Þór/KA hefur verið besta lið deild- arinnar og verið á toppnum í allt sumar en á laugardaginn átti það sinn allra slakasta leik. Aðstæður settu sinn svip Gífurlegt hvassviðri var í Grinda- vík ásamt því að völlurinn var renn- blautur og spilaði það upp í hend- urnar á heimamönnum sem vildu liggja aftarlega og beita skyndi- sóknum með háum sendingum. Að- stæður voru hins vegar ekki góðar fyrir gestina sem áttu erfitt með að spila sitt hefðbundna stutta og hraða spil. Markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar, Stephany May- or, skoraði sitt 18. mark í sumar en að öðru leyti gekk illa að koma henni inn í leikinn. Hún var ein- angruð í framlínunni og oft pirruð á því hversu litla þjónustu hún fékk. Baráttan og liðsheildin hjá Grinda- vík var svo það sem skilaði óvæntum en eftirminnilegum sigri. Enginn heimsendir Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA, er einn af fáum leik- mönnum sem eru eftir úr meist- araliðinu frá 2012 er Þór/KA vann sinn fyrsta og eina Íslandsmeist- aratitil. Hennar reynsla af þeirri toppbaráttu gæti haft sitt að segja í lokaumferðinni er FH kemur í heimsókn á Þórsvöll næsta fimmtu- dag. Þar verður allt undir í há- spennuleik og þrátt fyrir vonbrigðin í Grindavík er engan bilbug að finna á Söndru. „Þetta er enginn heimsendir, við þurfum bara að klára síðasta leik- inn, þetta er ekkert flóknara en það,“ sagði hún í viðtali við Morg- unblaðið eftir leikinn. Það er spurn- ing hvernig taugarnar verða hjá leikmönnum Þórs/KA og Breiða- bliks fyrir lokaumferðina en fyrir hlutlausa er þetta skemmtilegra svona. Berglind skoraði tvisvar Breiðablik lét ekki tækifærið að halda baráttunni um Íslandsmeist- aratitilinn sér úr greipum ganga. Blikar unnu fráfarandi Íslands- meistara, Stjörnuna, 2:0, á Sam- sungvellinum í Garðabæ. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði bæði mörk Blika, hvort í sínum hálfleik. Hún er þar með orðin næst- markahæsti leikmaður deildarinnar með 15 mörk, þremur á eftir Mayor. Úrslitin ráðast á fimmtudag Eftir úrslitin á laugardaginn var ákveðið að flýta viðureign Breiða- bliks og Grindavíkur í lokaumferð- inni yfir á fimmtudagskvöld til þess að leikirnir sem ráða úrslitun á Ís- landsmótinu fari fram á sama tíma. Þór/KA tekur á móti FH á Þórsvelli en sá leikur var sá eini sem upp- haflega var á dagskrá á fimmtudag- inn. Flautað verður til leiks klukkan 16.15. Aðrir leikir í lokaumferðinni fara fram síðdegis á föstudag. Valur er áfram í þriðja sæti deild- arinnar eftir öruggan sigur á FH, 2:0, á Valsvelli. Karólína Lea Vil- hjálmsdóttir kom Val á bragðið á 30. mínútu. Alda Ólafsdóttir bætti um betur á 17. mínútu síðari hálfleiks. Ljósmynd/Víkurfréttir Veður Leiðinlegt veður setti mark á viðureign Grindavíkur og Þórs/KA á Grindavíkurvelli. Leikmenn reyndu eftir megni að draga úr áhrifum veðursins. Biðin heldur áfram  Grindavík setti strik í reikning Þórs/KA í næst síðustu umferðinni  Úrslitin ráðast ekki fyrr en á fimmtudagskvöldið  Breiðablik á ennþá möguleika Filippseyjar Road Warriors – Star Hotshots ....... 93:101  Kristófer Acox gerði 15 stig, tók 10 frá- köst og stal knettinum í tvígang. Liðið end- aði í fjórða sæti deildarinnar og tryggði sér heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni. Meistaradeild Asíu BC Astana – Petrochimi ..................... 66:65  Hörður Axel Vilhjálmsson var ekki í hópnum hjá Astana. KÖRFUBOLTI HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Hertzhöllin: Grótta – ÍBV .........................18 Framhús: Fram – Selfoss .................... 19.30 Schenker-höll: Haukar – FH.................... 20 Í KVÖLD! Eftir sex umferðir í ensku úrvals- deildinni eru Manchester-liðin Unit- ed og City bæði taplaus og einu liðin sem ekki hafa tapað leik. Liðin hafa þó tapað stigum því bæði hafa gert eitt jafntefli og City er með rosalega markatölu; hefur skorað 21 mark og fengið á sig tvö en United hefur skor- að 17 og fengið á sig tvö. Sannarlega nóg af mörkum í Manchester á þess- um upphafsvikum ensku deildar- innar. City vann enn einn stórsigurinn um helgina þegar liðið lagði Crystal Palace 5:0, en Palace er í neðsta sæti án stiga og á enn eftir að skora mark. Þar með hefur liðið skorað 16 mörk í síðustu þremur deildarleikjum. Á sama tíma vann United lið Southamp- ton 1:0 á útivelli og var Mourinho, stjóri liðsins, ánægður með sigurinn og þá sérstaklega að liðið náði að verjast síðustu 25 mínúturnar þegar heimamenn sóttu hvað mest. Þrjú mikilvæg stig til lærisveina Mour- inhos, sem var rekinn upp í stúku í leiknum þar sem hann á að hafa stigið inn á leikvöllinn. Liverpool vann góðan 3:2-sigur á Leicester á útivelli og Gylfi Þór Sig- urðsson og félagar unnu langþráðan sigur þegar þeir lögðu Bournemouth 2:1. Þá vann Tottenham 3:2-sigur á West Ham á útivelli og Brighton hafði betur í nýliðaslagnum þegar lið- ið lagði Newcastle 1:0. Alvaro Morata virtist kunna vel að meta hlý orð þjálfara síns Antonios Contes í vikunni því kappinn gerði þrennu fyrir Chelsea þegar liðið lagði Stoke 4:0. Síðasti leikur sjöttu umferðar verð- ur í kvöld þegar Arsenal tekur á móti WBA. skuli@mbl.is Manchester-liðin bæði á mikilli siglingu  United og City eru bæði taplaus  City með 19 mörk í plús og United 15 AFP Gaman Það er gaman hjá leikmönnum Manchester City þessa dagana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.