Morgunblaðið - 25.09.2017, Síða 1
MÁNUDAGUR 25. SEPTEMBER 2017
ÍÞRÓTTIR
Knattspyrna Ásgeir Börkur Ásgeirsson og samherjar fögnuðu hressilega sigri í Inkassodeildinni í knatt-
spyrnu eftir æsilegan endasprett í kapphlaupi við lið Keflavíkur. Gjöf til Fylkis á 50 ára afmæli félagsins. 8
Íþróttir
mbl.is
Sunna Jóns-
dóttir, landsliðs-
kona í hand-
knattleik, leikur
ekkert með
sænska liðinu
Skara HF á þess-
ari leiktíð, eins
og til stóð. Hún
er ófrísk og á von
á sér um miðjan
mars. Sunna er
þriðja landsliðskonan í handbolta
sem ber barn undir belti um þessar
mundir. Hinar eru Rut Arnfjörð
Jónsdóttir og Steinunn Björns-
dóttir. „Ég stefni á að gera eins og
margar frábærar handboltakonur
sem hafa komið sterkari til baka
eftir barnsburð,“ sagði Sunna við
Morgunblaðið.
iben@mbl.is
Sunna ófrísk
og úr leik
Sunna
Jónsdóttir
Morgunblaðið/Golli
Táknrænt Blikarnir fögnuðu sigri í gær og tryggðu sæti sitt í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Eyjamenn eru áfram í óvissu um veru sína í deildinni. »4-5
FÓTBOLTI
Ívar Benediktsson
iben@mbl.is
„Loksins get ég titlað mig atvinnu-
mann í fótbolta. Nokkuð sem mig
hefur dreymt um síðan ég var lítil
stelpa,“ sagði Berglind Björg Þor-
valdsdóttir, landsliðskona í knatt-
spyrnu, glöð í bragði við Morgun-
blaðið í gær. Berglind hefur skrifað
undir 10 mánaða samning við ítalska
A-deildarliðið Verona. Hún heldur
þegar í stað til Ítalíu þar sem deild-
arkeppnin hefst á laugardaginn.
Hún verður þar af leiðandi ekki með
Breiðabliki í lokaleik liðsins í Pepsi-
deildinni á fimmtudagskvöldið.
Berglind Björg segir að rúmlega
hálfur mánuður sé liðinn síðan hún
fregnaði fyrst af áhuga forráða-
manna Verona-
liðsins. Enda-
hnúturinn á
samninga-
viðræðum hennar
við félagið var
hnýttur á
fimmtudaginn en
ekki opinberaður
fyrr en í gær.
„Ég fer nánast
beint í fyrsta leik-
inn úti,“ sagði Berglind Björg sem
kvaddi félaga sína í Breiðabliki á
laugardaginn með tveimur mörkum
og sigurleik á fráfarandi Íslands-
meisturum Stjörnunnar. Breiðablik
á enn möguleika á Íslandsmeist-
aratitli í lokaumferðinni. Til þess
verður allt að ganga upp því Þór/KA
hefur tveggja stiga forskot í efsta
sæti.
„Ég vissi það fyrir leikinn á laug-
ardaginn að ég væri að leika minn
síðasta leik fyrir Breiðablik að sinni.
Þegar í ljós kom að Þór/KA tapaði
og við ættum enn von um að verða
Íslandsmeistarar voru tilfinning-
arnar blendnar að geta ekki tekið
þátt í lokaleiknum. Ég treysti á að
samherjar mínir vinni leikinn. Hvort
það nægir til að við verðum meist-
arar kemur bara í ljós.“
Verona varð ítalskur meistari árið
2016 og hafnaði í þriðja sæti á síð-
asta keppnistímabili. Nú stefna for-
ráðamenn Verona hærra á komandi
leiktíð að sögn Berglindar auk þess
sem vaxandi áhugi er fyrir kvenna-
fótbolta á Ítalíu en m.a. hefur hið
mikla knattspyrnuveldi Juventus
komið á fót sterku kvennaliði sem er
ætlað að koma, sjá og sigra.
Forráðamennn Verona hafa safn-
að að sér leikmönnum m.a. frá
Bandaríkjunum og einnig Englandi,
þar á meðal frá Manchester City.
Fyrir hefur Verona-liðið á að skipa
ítölskum landsliðskonum. „Ég er
einstaklega spennt fyrir að koma í
þetta umhverfi og spreyta mig í
þessari sterku deild,“ sagði Berglind
sem fór út með næturflugi í nótt og
mætir á æfingu síðdegis á morgun.
Fyrsti leikur Verona í A-deildinni
verður á laugardaginn.
Keppnistímabilinu á Ítalíu lýkur
12. maí. Þá er gert ráð fyrir að Berg-
lind Björg mæti til leiks með Breiða-
bliki í úrvalsdeildina. „Það hentar af-
ar vel því keppnin á Íslandi hefst
yfirleitt ekki fyrr en um miðjan
maí,“ sagði Berglind Björg Þor-
valdsdóttir, næstmarkahæsti leik-
maður Pepsi-deildar kvenna í sumar
með 15 mörk.
Loksins rætist draumur
Næstmarkahæsti leikmaður úrvalsdeildar kvenna leikur á Ítalíu í vetur
Berglind Björg
Þorvaldsdóttir
Birgir Leifur
Hafþórsson, at-
vinnukylfingur
úr GKG, lauk
leik á Kasakstan
Open í Almaty í
Kasakstan á fjór-
um höggum und-
ir pari og endaði
í 41.-45. sæti.
Birgir Leifur
lék fjórða og síð-
asta hringinn í gær á pari vallarins,
72 höggum, og endaði því á fjórum
höggum undir pari í heildina. Hann
fékk tvo fugla og tvo skolla í gær.
Verðlaunafé á þessu móti, sem er
liður í Áskorendamótaröð Evrópu,
er með þvi hæsta sem gerist á móta-
röðinni og því voru flestallir sterk-
ustu kylfingar mótaraðarinnar
mættir til leiks.
Kappinn er í harðri baráttu um
að komast í hóp fimmtán efstu á
peningalista mótaraðarinnar en
það myndi tryggja honum keppn-
isrétt á Evrópumótaröðinni. Hann
er í 19. sæti á listanaum eftir mótið
um helgina. skuli@mbl.is
Birgir Leifur
fjórum undir
í Kasakstan
Birgir Leifur
Hafþórsson
Íslenska pilta-
landsliðið í golfi
endaði í 4. sæti í 2.
deild EM í Pól-
landi þar sem
veður setti strik í
reikninginn.
Ekkert varð af
síðustu viðureign
liðsins, sem átti
að vera við Belg-
íu, en með sigri
þar hefði liðið náð þriðja sætinu og
þar með sæti í fyrstu deild að ári.
Strákarnir í
fjórða sæti
Ingvar Andri
Magnússon