Morgunblaðið - 25.09.2017, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 25.09.2017, Qupperneq 6
6 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. SEPTEMBER 2017 Olísdeild karla Fjölnir – Valur ...................................... 17:18 Víkingur – ÍR........................................ 24:32 Afturelding – Stjarnan......................... 27:27 Staðan: Valur 3 3 0 0 67:59 6 Haukar 2 2 0 0 50:42 4 FH 2 2 0 0 75:56 4 Stjarnan 3 1 2 0 81:78 4 ÍR 3 2 0 1 84:67 4 Selfoss 2 1 0 1 60:53 2 ÍBV 2 1 0 1 50:52 2 Afturelding 3 0 1 2 80:86 1 Fram 2 0 1 1 51:68 1 Fjölnir 3 0 1 2 67:78 1 Víkingur 3 0 1 2 71:83 1 Grótta 2 0 0 2 43:57 0 Grill 66 deild karla Valur U – Þróttur ................................. 20:24 Haukar U – Hvíti riddarinn ................ 33:24 Staðan: HK 2 2 0 0 58:47 4 Akureyri 2 2 0 0 62:52 4 KA 2 2 0 0 55:51 4 Haukar U 2 1 1 0 54:45 3 Þróttur 2 1 0 1 47:44 2 Stjarnan U 2 1 0 1 52:61 2 Mílan 2 0 1 1 43:46 1 Valur U 2 0 0 2 46:51 0 ÍBV U 2 0 0 2 55:65 0 Hvíti riddarinn 2 0 0 2 51:61 0 Olísdeild kvenna Fram – Fjölnir ...................................... 31:21 Selfoss – ÍBV ........................................ 25:32 Valur – Grótta....................................... 24:22 Haukar – Stjarnan ............................... 21:25 Staðan: ÍBV 3 2 1 0 81:64 5 Valur 3 2 1 0 71:68 5 Fram 3 1 2 0 83:73 4 Selfoss 3 1 1 1 74:79 3 Stjarnan 3 1 1 1 84:81 3 Haukar 3 1 0 2 68:70 2 Grótta 3 0 1 2 66:71 1 Fjölnir 3 0 1 2 55:76 1 Grill 66 deild kvenna KA/Þór – Valur U................................. 32:16 FH – Fram U........................................ 28:24 Staðan: HK 2 2 0 0 58:33 4 FH 2 2 0 0 45:40 4 ÍR 2 1 0 1 51:49 2 Afturelding 1 1 0 0 22:21 2 KA/Þór 1 1 0 0 32:16 2 Víkingur 2 1 0 1 59:49 2 Fylkir 2 0 0 2 34:47 0 Fram U 2 0 0 2 43:60 0 Valur U 2 0 0 2 31:60 0 Þýskaland RN Löwen – N-Lübbecke ................... 36:27  Alexander Petersson gerði 5 mörk fyrir Löwen og Guðjón Valur Sigurðsson 4. Leipzig – H-Burgdorf ......................... 25:23  Rúnar Kárason skoraði eitt mark fyrir Burgdorf. B-deild: Dessauer – Balingen .......................... 28:28  Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði 2 mörk fyrir Balingen. Oddur Gretarsson skoraði ekki. Rúnar Sigtryggsson þjálfar liðið. Danmörk Århus – Tönder ................................... 29:22  Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 3 mörk fyrir Århus og þeir Róbert Gunnars- son og Ómar Ingi Magnússon eitt mark hvor. Frakkland Toulon – Issy ........................................ 18:26  Miriam Eradze var ekki í hópnum hjá Nice Toulon. Noregur Fredrikstad – Byåsen ........................ 23:33  Helena Rut Örvarsdóttir skoraði skoraði ekki fyrir Byåsen. Austurríki Hypo – Wiener Neustadt .................... 32:19  Hildigunnur Einarsdóttir skoraði 3 mörk fyrir Hypo. Meistaradeild karla A-RIÐILL: Zagreb – Pick Szeged ........................ 23:28  Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði eitt mark fyrir Pick Szeged. Barcelona – Kristianstad ................... 31:29  Ólafur A. Guðmundsson skoraði 2 mörk fyrir Kristianstad, Gunnar Steinn Jónsson eitt en Arnar Freyr Arnarsson komst ekki á blað. B-RIÐILL: Kielce – Kiel ......................................... 32:21  Alfreð Gíslason þjálfar Kiel en var ekki með vegna aðgerðar á baki á dögunum. Veszprém – Flensburg ....................... 28:27  Aron Pálmarsson var ekki í leikmanna- hópi Veszprém. Aalborg – Celje Lasko ........................ 32:30  Janus Daði Smárason skoraði 2 mörk fyrir Aalborg. Arnór Atlason ekkert. Aron Kristjánsson þjálfar liðið. C-RIÐILL: Elverum – Skjern ................................ 27:32  Þráinn Orri Jónsson skoraði ekki fyrir Elverum.  Tandri Már Konráðsson skoraði ekki fyrir Skjern. HANDBOLTI HANDBOLTI Kristófer Kristjánsson Jóhann Ingi Hafþórsson sport@mbl.is Afturelding og Stjarnan urðu að sættast á 27:27-jafntefli í 3. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í Mosfellsbæ í gærkvöldi en heima- menn voru þar að vinna sitt fyrsta stig í vetur. Ernir Hrafn Arnarson var markahæstur heimamanna með sjö mörk og á eftir honum kom Árni Bragi Eyjólfsson með fimm. Hjá Stjörnunni, sem áfram er ósigruð í deildinni, var Garðar Benedikt Sig- urjónsson drýgstur en hann skoraði sjö mörk fyrir gestina. Hinn ungi Lárus Gunnarsson, sem gekk til liðs við Stjörnuna frá Gróttu í vor, átti einnig góðan leik eftir að hann var settur í markið um miðjan fyrri hálf- leik en hann átti nokkrar mikil- vægar markvörslur undir lokin. Miklar væntingar eru gerðar til Aftureldingar og þrátt fyrir tvö töp í fyrstu tveimur umferðunum hófst gærkvöldið vel. Gestirnir náðu þó að spila sig aftur inn í leikinn og skipt- ust liðin að lokum á um að taka for- ystu í háspennuleik. Þótt eitt stig eftir þrjá leiki sé ekki æskileg byrj- un er ekkert óðagot á Mosfellingum sem vita að liðið á mikið inni. „Það eru þrír leikir búnir og 19 eftir, við höldum bara áfram,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureld- ingar, við Morgunblaðið eftir leik en hann var ánægður með spila- mennsku liðs síns þótt hann við- urkenndi að jafntefli væri sennilega sanngjörn úrslit. Ekkert bara ein vinstriskytta Vinstriskyttan Ólafur Gústafsson yfirgaf Stjörnuna nýlega til að ganga til liðs við Kolding í Dan- mörku en hann hafði verið í algjöru lykilhlutverki hjá Garðbæingum. Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að það muni taka tíma að púsla saman liðinu enda skilur Ólafur eftir skarð sem erfitt er að fylla. „Þetta er ekkert bara ein vinstriskytta sem fór frá okkur, það er stór biti að missa Óla. Við þurftum að stíga eitt, tvö skref til baka frá því sem var og púsla þessu aðeins saman upp á nýtt,“ sagði hann í viðtali eftir leik en hann var þó nokkuð sáttur við stig á útivelli sem hefur reynst Stjörnunni erfiður undanfarin ár. Naumt hjá meisturunum Karlalið Fjölnis getur tekið margt jákvætt úr fyrsta heimaleik liðsins í efstu deild í handbolta, þrátt fyrir 18:17-tap fyrir Íslands- og bik- armeisturum Vals í 3. umferð Ol- ísdeildarinnar í gærkvöldi. Fjölnir fékk tækifæri til að jafna í síðustu sókn leiksins, en það gekk ekki eftir og eru Valsmenn með fullt hús stiga eftir þrjá fyrstu leiki tímabilsins. Eins og lokatölurnar gefa til kynna var góður varnarleikur meira áber- andi en tilþrif í sókninni. Ingvar Kristinn Guðmundsson og Sigurður Ingiberg Ólafsson áttu auk þess góð- an leik á milli stanganna og vörðu rúmlega 30 skot samanlagt. Fjölnir sýndi í gær að liðið á erindi í deild þeirra bestu eftir sigur í 1. deildinni á síðustu leiktíð. Með smáheppni hefðu heimamenn getað náð í að minnsta kosti eitt stig, en liðið skorti örlítil gæði að lokum. Kristján Örn Kristjánsson skorði sjö mörk í liði Fjölnis og hélt sóknarleik þeirra á floti á köflum. „Þetta eru Ís- landsmeistararnir og við vorum að koma upp úr 1. deildinni og við gáf- um þeim góðan leik. Við erum að sýna þeim hvað býr í Fjölni,“ sagði Kristján eftir leik. Hann og liðs- félagar hans geta verið stoltir af frammistöðunni í gær, þó að leik- urinn hafi tapast. Valsmenn gáfu mönnum tækifæri sem lítið hafa spilað til þessa. Einn þeirra var hægri hornamaðurinn Ás- geir Snær Vignisson og skoraði hann fimm mörk og var markahæst- ur. Menn eins og Magnús Óli Magn- ússon, Vignir Stefánsson og Árni Sigtryggsson fengu hvíld, sem gæti reynst mikilvæg, enda þétt spilað í deildinni og Valsmenn í Evr- ópukeppni. Mönnum tókst misvel að koma í stað þeirra. „Ég er mjög sátt- ur við breiddina. Það þurfa allir að vera klárir, það er enginn að fara að spila 60 mínútur í hverjum leik,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, í samtali við Morg- unblaðið eftir leik. Þrátt fyrir að hafa tekið stigin tvö á Valur mikið inni og ljóst að liðið þarf að spila mun betri sóknarleik gegn sterkari liðum. Hvað eftir ann- að fór hönd dómaranna upp sem gerði það að verkum að slök skot fylgdu í kjölfarið. Auk þess fengu Valsmenn mikið af dauðafærum sem fóru forgörðum. Betur má ef duga skal, en stigin tvö eru í húsi og um það snýst leikurinn. Afturelding komin á blað  Mosfellingar fengu sitt fyrsta stig í jafnteflisleik gegn Stjörnunni  Íslands- meistararnir frá Hlíðarenda með nauman sigur á nýliðum Fjölnis í Grafarvogi Morgunblaið/Golli Naumur sigur Valsmaðurinn Alexander Örn Júlíusson er hér kominn í gegnum vörn Fjölnis. Varmá, úrvalsdeild karla, Olísdeildin, sunnudaginn 24. september 2017. Gangur leiksins: 3:2, 5:4, 8:6, 10:7, 12:10, 15:13, 16:15, 21:20, 23:21, 27:26, 27:27. Mörk Aftureldingar: Ernir Hrafn Arnarson 7, Árni Bragi Eyjólfsson 5/3, Einar Ingi Hrafnsson 3, Elvar Ásgeirsson 3, Birkir Benediktsson 3, Gestur Ólafur Ingvarsson 2, Gunnar Kristinn Þórsson 2, Þorgrímur Smári Ólafsson 1, Kristinn Hrannar Bjarka- son 1. Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 9/1, Kolbeinn Aron Ingibjargarson 1. Utan vallar: 12 mínútur. Mörk Stjörnunnar: Garðar Benedikt Sigurjónsson 7/2, Egill Magnússon 6, Leó Snær Pétursson 5, Ari Magn- ús Þorgeirsson 4, Aron Dagur Páls- son 3, Stefán Darri Þórsson 1, Andri Hjartar Grétarsson 1. Varin skot: Lárus Gunnarsson 8, Sveinbjörn Pétursson 1. Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Anton Gyfli Pálsson og Jónas Elíasson. Áhorfendur: 870. Afturelding – Stjarnan 27:27 Dalhús, úrvalsdeild karla, Olísdeild- in, sunnudaginn 24. september 2017. Gangur leiksins: 1:1, 3:4, 4:6, 6:7, 7:10, 9:12, 9:13, 10:14, 10:15, 12:15, 14:17, 17:18. Mörk Fjölnis: Kristján Örn Krist- jánsson 7/2, Bjarki Lárusson 4/1, Bergur Elí Rúnarsson 2, Brynjar Loftsson 2, Björgvin Páll Rúnarsson 1, Breki Dagsson 1. Varin skot: Ingvar Kristinn Guð- mundsson 15. Utan vallar: 16 mínútur. Mörk Vals: Ásgeir Snær Vignisson 5, Alexander Örn Júlíusson 3, Magnús Óli Magnússon 3, Orri Freyr Gíslason 2, Árni Þór Sig- tryggsson 1, Anton Rúnarsson 1/1, Þorgils Jón Svölu Baldursson 1, Sveinn Jose Rivera 1, Stiven Tobar Valencia 1. Varin skot: Sigurður Ingiberg Ólafsson 16/2. Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Heimir Örn Árnason og Sigurður H. Þrastarson. Áhorfendur: 421. Fjölnir – Valur 17:18 Víkin, úrvalsdeild karla, Olísdeild- in, sunnudaginn 24. september 2017. Gangur leiksins: ÍR var marki yf- ir í hálfleik, 15:14. Mörk Víkings: Hlynur Óttarsson 5, Birgir Már Birgisson 3, Egidi- jus Mikalonis 3, Jón Hjálmarsson 3, Viglundur Jarl Þórsson 3, Ægir Hrafn Jónsson 3, Jónas Bragi Hafsteinsson 2, Guðmundur Birgir Ægisson 1, Kristófer Andri Daðason 1. Utan vallar: 6 mínútur. Mörk ÍR: Sturla Ásgeirsson 8, Björgvin Þór Hólmgeirsson 7, Sveinn Andri Sveinsson 7, Elí- as Bóasson 3, Kristján Orri Jóhannsson 3, Halldór Logi Árnason 2, Daníel Ingi Guð- mundsson 1, Davíð Georgsson 1. Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Bjarni Viggósson og Jón Karl Björnsson. Áhorfendur: 320. Víkingur – ÍR 24:32 Guðjón Valur Sig- urðsson, fyrirliði ís- lenska landsliðsins í handknattleik, lék sinn fyrsta leik á keppnistímabilinu með þýska meist- araliðinu Rhein- Neckar Löwen í gær. Hann hefur verið fjarri góðu gamni fram til þessa vegna meiðsla í kálfa. Guðjón Val- ur skoraði fjögur mörk í níu marka sigri Löwen á Lübbecke, 36:27, á heimavelli. Alexander Petersson skoraði fimm af mörkum Löwen-liðsins sem er í 3. sæti þýsku 1. deildarinnar með átta stig. Topplið deildarinnar, Hannover- Burgdorf, tapaði í fyrsta skipti á leiktíð- inni í gær er liðið mætti Leipzig. Loka- tölur, 25:23. Rúnar Kárason skoraði eitt mark fyrir Burgdorf sem hefur 10 stig að loknum sex leikjum. Löwen og Füchse Berlin koma í næstu sætum með átta stig, hvort lið. Berlínarliðið er eina taplausa lið deildarinnar. iben@mbl.is Guðjón Valur mættur til leiks Guðjón Valur Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.