Morgunblaðið - 25.09.2017, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.09.2017, Blaðsíða 8
8 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 25. SEPTEMBER 2017 Ekki eru öll kurl komin til graf- ar á Íslandsmótinu í knatt- spyrnu. Sem betur fer verður einhver spenna í lokaumferðinni í úrvalsdeild karla á laugardaginn þótt heldur hafi dregið úr henni með úrslitum leikjanna sem fram fóru í gær. Víkingur Ólafsvík og ÍBV eiga enn á hættu að húrra niður í deildina fyrir neðan ásamt Akur- nesingum, sem geta ekki flúið örlög sín héðan af. Skagamenn taka einmitt á móti Víkingum Ólafsvík í lokaumferðinni. Eyja- menn, sem eru stigi á undan Ólafsvíkingum, fá harðsnúna KA- menn í heimsókn á Hásteinsvöll. Stjarnan og FH öðlast eftir- sóttan keppnisrétt í Evrópu- keppni félagsliða í fótbolta, þar sem peningarnir vaxa á trjánum. KR-ingar sitja eftir með sárt enn- ið. Þjálfari KR-inga, Willum Þór Þórsson, er óviss um framhaldið hjá vesturbæjarveldinu. Hann tók við KR-liðinu á langtíma- samningi seint á síðasta ári eftir að hafa fallið út af þingi. Reyndar hafði hann hlaupið í skarðið um mitt sumar á tímabundnum samningi þegar illa áraði hjá KR- ingum. Kannski hættir Willum með KR og fer á ný inn á þing eftir rúman mánuð? Hver segir svo að lífið geti ekki farið í hringi. Valur er verðskuldaður Ís- landsmeistari að þessu sinni. Rétt eins og þegar liðið vann Ís- landsmót karla fyrir tíu árum. Sama ár vann karlalið Vals einnig Íslandsmót karla í handknattleik og einnig í vor sem leið. Haustið 2007 féll ÍA úr úrvalsdeildinni í knattspyrnu og á ný 2017. Árið 2007 var einnig kosið til þings, reyndar að vori. Ég vona að árið 2018 verði Ís- lendingum happadrýgra á öllum sviðum en 2008. BAKVÖRÐUR Ívar Benediktsson iben@mbl.is 1. DEILD Stefán Stefánsson Víðir Sigurðsson Fylkir tryggði sér sigur í 1. deild karla í knattspyrnu, Inkasso- deildinni, á laugardaginn með því að leggja ÍR, 2:1, á Árbæjarvelli. Emil Ásmundsson innsiglaði sigur Fylk- ismanna á 88. mínútu leiksins. Fylkir fékk 48 stig í deildinni, tveimur meira en Keflavík. Bæði lið leika í úrvals- deildinni á næstu leiktíð. „Það var eitthvert hik á liðinu því þetta var síðasti leikur sumarsins og mikið undir. Við vorum búnir að tryggja okkur sæti á meðal þeirra bestu en við vildum meira, vildum vinna deildina og það varð smá taugatitringur í okkur til að byrja með og við spiluðum ekki okkar eig- inlega leik, gerðum það reyndar aldr- ei í leiknum en sýndum í dag hversu mikill karakter er í liðinu og það hef- ur verið að byggjast upp,“ sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, glaður í bragði í samtali við Morg- unblaðið þegar niðurstaðan lá fyrir. „Þegar karakterinn er fyrir hendi og maður á ekki sinn besta leik þá skiptir máli að vilja vinna og ætla sér vinna, það er alveg geggjað ásamt svona dramatík. Það verður nú sig- urhátíð í Árbænum í viku, þetta ger- ist ekki á hverjum degi og strákarnir eiga þetta svo sannarlega skilið fyrir að leggja svona mikið á sig í vetur og allt sumar. Okkar markmið var alltaf að komst upp í efstu deild á afmæl- isárinu, þegar Fylkir er fimmtíu ára og við ætluðum að gefa góða afmæl- isgjöf og það tókst síðustu helgi en síðan var þessi vika byggð upp þann- ig að við ætluðum að vinna þessa deild. Vissum að það var ekki alveg í okkar höndum en ætluðum að vinna okkar leik og treysta á að HK ynni Keflavík enda hefur HK verið besta liðið í seinni umferð deildarinnar. Við ætluðum ekki vera þeir sem klikka á sínu og horfa síðan uppá að Keflavík klikki líka, heldur klára okkar verk- efni. Við erum ekkert farnir að spá í næsta ár en það er ljóst að við byggj- um liðið að langmestu á Fylk- isstrákum. Þeir sýndu í sumar að þeir hafa staðið sig en þeir, eins og allir í kringum liðið, þurfa að bæta í því efsta deild er allt önnur deild og það bíða okkar verðug verkefni þar,“ sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis. Sanngjarnt í Kórnum Keflavík hefði unnið deildina með því að leggja HK að velli í Kórnum í Kópavogi. HK sigraði hinsvegar mjög sanngjarnt, 2:1, og Kópavogs- liðið vann þar með 10 af 11 leikjum sínum í seinni umferðinni og endaði í 4. sæti með 42 stig. Bjarni Gunn- arsson skoraði sigurmark HK með glæsilegri hjólhestaspyrnu en áður hafði Eiður Gauti Sæbjörnsson jafn- að metin. Leonard Sigurðsson kom Keflavík yfir eftir skyndisókn snemma í leiknum. Markmið á afmælisárinu  Emil tryggði Fylki sigur í lokaleiknum og öruggan sigur í deildinni  HK kom í veg fyrir að Keflvíkingar færu með sigur af hólmi Morgunblaðið/Golli Gleði Ósvikin gleði braust út meðal Fylkismanna þegar Ásgeir Börkur Ásgeirsson tók við sigurlaunum 1. deildar. HANDBOLTI Stefán Stefánsson Skúli Unnar Sveinsson Markverðir voru í aðalhlutverki þegar Stjarnan sótti Haukakonur heim í Hafnarfjörðinn í gærkvöldi þegar fram fór 3. umferð efstu deildar kvenna í handbolta, Olís- deildarinnar, og það var ekki fyrr en stórskyttan Ramune Pekarskyte tók við sér að leiðir skildi og Stjarn- an vann 25:21. „Ég var rosalega stressuð í byrj- un leiks og hinar í Stjörnunni líka en svo komst ég í gang,“ sagði Ram- une eftir leikinn en hún skoraði 10 mörk. „Við ætluðum að ná upp hraðanum og halda honum en ég sá að Haukarnir voru þreyttir eftir fyrstu tuttugu og fimm mín- úturnar.“ Ramune sem lék með Haukum í samtals 9 ár færði sig yfir til Stjörn- unnar fyrir tímabilið og er að venj- ast því. „Mér fannst auðvitað skrýt- ið að koma hingað, sem var að segja má heimili mitt og það er alltaf skrýtið að spila á móti liði, sem þú spilaðir með í fyrra,“ bætti Ramune við. Haukakonur náðu 14:8 forystu í byrjun seinni hálfleiks þegar Elín Jóna, sem alls varði 21 skot, hafði farið á kostum í marki Hauka en Hafnfirðingar náðu ekki að fylgja því eftir, Garðbæingar komust hægt og bítandi inní leikinn og tvö hraða- upphlaup Stefaníu Theodórsdóttur í röð dugðu til að snúa taflinu við þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum og Stjarnan réð lögum og lofum á vellinum, eins og Halldór Harri Kristjánsson, þjálfari Stjörn- unnar, lagði upp með. „Í fyrri hálf- leik er Elín Jóna í marki Hauka að halda okkur frá leiknum þó við höf- um fengið fullt af vítum og hraða- upphlaupum en við fórum inn í klef- ann í hálfleik og vissum að við þyrftum að ná tökum á skotunum og þá myndi þetta koma hjá okkur en það var óþarfi að klúðra þessum færum,“ sagði Harri eftir leikinn. Óþarflega tæpt hjá Val Valur lagði Gróttu 24:22 þegar liðin mættust í gærkvöldi og var sig- ur Hlíðarendaliðsins óþarflega tæp- ur, en staðan í hálfleik var 12:10. Það má segja að Valur hafi ekki byrjað vel í sínum fyrsta heimaleik því Grótta gerði fyrstu tvö mörkin, en það var í eina sinnið sem gest- irnir voru yfir í leiknum. Einhvern veginn fannst manni Valsliðið tals- vert sterkara og það kom því ekkert á óvart þegar það náði fimm marka forystu um miðjan hálfleikinn. Grótta gafst þó ekki upp og minnk- aði muninn í tvö mörk fyrir hlé. Valur komst í 22:14 þegar tíu mínútur voru til leiksloka, Grótta var því aðeins með fjögur mörk á fyrstu 20 mínútum síðari hálfleiks. Alfreð þjálfari tók leikhlé og liðið náði að laga stöðuna verulega fyrir lokaflautið. Diana Satkauskaité var með 10 mörk fyrir Val og hjá Gróttu skor- aði Lovísa Thompson 9. Chantel Pa- gel, markvörður Vals, átti flottan leik og varði 18 skot í leiknum, mörg hver gríðarlega vel. Á laugardaginn lagði ÍBV lið Sel- foss 32:25 og Fram lagði Fjölni 31:21. Morgunblaðið/Golli Sterk Ramune Pekarskyte lék vel með Stjörnunni í gærkvöldi. Ramune skaut fyrri félaga í kaf Afturelding er meistari meist- aranna í blaki kvenna og HK í blaki karla, en meistarakeppni Blaksambands Íslands var haldin í fyrsta skipti á laugardaginn í Keflavík. Bikar- meistarar Aftur- eldingar höfðu betur gegn Íslands- meisturum HK í kvennaflokki og HK hafði betur gegn Aftureldingu í karlaflokki. Bikarmeistarar Aftureldingar unnu 3:0-sigur á Íslandsmeisturum HK í kvennaflokki, 25:12, 25:21 og 25:19. María Rún Karlsdóttir var stigahæst hjá Aftureldingu með 18 stig og Matthildur Einarsdóttir skoraði 12 fyrir HK. Íslandsmeistararnir í karlaflokki, HK, unnu bikarmeistara Aftureld- ingar, 3:0. Stigahæstur í liði HK var Gary House með 14 stig, en stiga- hæstur í leiknum var Alexander Stefánsson, leikmaður Aftureld- ingar, með 15 stig. HK vann hrin- urnar 25:23, 26:24 og 25:18. Íslandsmótið í blaki, Mizuno- deildin, hefst annað kvöld með við- ureign Aftureldingar og Þróttar Reykjavík í Varmá í Mosfellsbæ. sport@mbl.is Afturelding og HK unnu í Keflavík Alexander Stefánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.