Feykir


Feykir - 24.01.2014, Blaðsíða 2

Feykir - 24.01.2014, Blaðsíða 2
2 Feykir 03/2014 Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Guðrún Sif Gísladóttir – gudrun@feykir.is Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Hrafnhildur Viðarsdóttir – hrafnhv@nyprent.is Áskriftarverð: 450 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 490 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Súrt og sætt Veikindi eru nú ekkert til að hæðast að, alla vega ekki fyrr en þau eru yfirstaðin og reynast læknanleg. Það ætti þó að vera leyfilegt að gera grín að eigin veikindum og sumir vilja raunar meina að húmorinn hjálpi manni að takast á við veikindi. Þannig hefur maður séð jafnvel fárveikt fólk með hörmulega ólæknandi sjúkdóma henda gaman að sjálfu sér og sínu ástandi og sýna ótrúlega lífsgleði og æðruleysi gagnvart sjálfu sér og sínum veikindum. Ekki segi ég nú að mér hafi verið hlátur í huga í byrjun vikunnar þegar heimilismeðlimir börðust um að faðma þá hvítklæddu félaga Gustavsberg sem staðsettir eru sinn hvoru megin í húsinu. Sú ágæta pest Gullfoss og Geysir lætur ekki að sér hæða og hlífir engum. Og þá gildir keppnisskapið, að vera fyrstur á staðinn! En fljótlega fóru nú að renna upp fyrir manni ákveðnir kostir. Er það ekki þetta sem menn kalla detox og greiða gjarnan dýru verði? Það verður þá alla vega ekki ég sem fjármagna umferðarlagabrot ónefndrar konu sem rekur slíka starfsemi á Suðurlandi. Svo eru matarinnkaupin sennilega óvenju hagstæð þessa vikuna, meðan menn lifa á bláum orkudrykk og barna- mauki. Þar sem ég lá og vorkenndi sjálfri mér komst ég líka að því að þarna hefði ég jafnvel tapað uppáhaldsaukakílóinu mínu og kæmist þá hugsanlega í kjólinn fyrir blótið. Slepp þá við að kaupa mér númeri stærra á útsölunni í Skaffó. Og ekki var nú verra að klára pestina af fyrir blótið! Því nú er að renna upp ein af mínum uppáhaldsvertíðum, nefnilega þorra- blótin. Að vísu var nú stefnan bara tekin á eitt blót þetta árið, en þess þá heldur að það megi ekki klikka. Þegar búið er að losa allt magainnihald og meira til, er rétt að fara strax í að byggja það aftur upp. Súr matur, já og súr kynfæri skepna ef út í það er farið, hlýtur að vera vel til þess fallin að jafna sýrustigið í maganum á nýjan leik, að maður tali nú ekki um kalt freyðivín, sem er einnig frekar súrt á bragðið, og ætti því að fara vel með þorramatnum. Ég hef því þá staðföstu trú að vikan endi jafn vel og hún byrjaði illa, í góðri gleði með Fljótamönnum á blóti! Kristín S. Einarsdóttir Breytingar á skilyrðum um byggðakvóta Sveitarfélagið Skagafjörður Norðurland vestra Lögreglu- mönnum fjölgað um þrjá Á vef innanríkisráðuneytis- ins kemur fram að til stendur að fjölga lögreglu- mönnum um 52 á lands- vísu. Af þeim fjölgar um þrjá á NLV, einn á Blöndu- ósi og tvo á Sauðárkróki. Einnig koma aukin framlög vegna aksturs á NLV. Í fréttinni kom einnig fram að nokkur embætti fá aukið framlag til rannsókna á kynferðisafbrotamálum, en það á ekki við um NLV, enda ekki rannsóknardeildir þar. Fjölgun lögreglumanna er eitt af því sem nefnd um forgangsröðun á 500 milljón króna viðbótarframlagi til eflingar löggæslu lagði til og hefur innanríkisráðherra samþykkt tillögurnar. Fljót- lega verða störfin auglýst og reiknað er með að ráðið verði í þau frá og með 1. mars. /KSE Atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytið hefur birt auglýsingu í Stjórnartíðindum þar sem staðfest eru sérstök skilyrði vegna úthlutunar byggðakvóta í Sveitarfélaginu Skagafirði. Nokkrar breyt- ingar hafa verið gerðar frá fyrra ári og er umsóknar- frestur um byggðakvóta til 24. janúar næstkomandi. Ákvæði reglugerðar nr. 665 frá 10. júlí 2013 gilda um úthlutun byggðakvóta Sauðár- króks og Hofsóss með eftir- farandi viðauka/breytingum: a) Nýtt ákvæði í 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður 5. mgr. svohljóðandi: Hámarksúthlutun til fiskiskipa yfir 50 brúttótonnum, af því aflamarki sem fallið hefur innan viðkomandi byggðar- lags, verður 6 þorskígildistonn. b) Ákvæði 1. og 2. málsl. 1. mgr. 6. gr. breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa, þeim afla sem telja á til byggðakvóta, í því byggðarlagi sem byggðakvótinn tilheyrir, til vinnslu innan sveitarfélags- ins á tímabilinu frá 1. sept- ember 2012 til 31. ágúst 2013. Aflinn skal nema, í þorsk- ígildum talið, að lágmarki 88% af magni þess aflamarks sem þau fá úthlutað samkvæmt reglugerð þessari. Í kjölfarið hefur Fiskistofa auglýst eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð. Um- sóknir, tilheyrandi samninga og frekari upplýsingar má finna á vef Fiskistofu . /KSE Styttist í KS-deildina Meistaradeild Norðurlands í hestaíþróttum 2014, öðru nafni KS-deildin, hefst 29. janúar nk. og fer þá fram úrtaka um þau sæti sem laus eru í deildinni. Mótadagarnir verða fimm í heildina og mun keppnin fara að venju fram í Reiðhöllinni Svaðastöðum á miðvikudags- kvöldum og hefst klukkan 20:00 hvert kvöld. Keppnisdagar eru þessir: • 29. janúar úrtaka um þau sæti sem laus eru í deildinni. • 26. febrúar fjórgangur • 12. mars fimmgangur • 26. mars Tölt • 9. apríl slaktaumatölt og skeið Á Svadastadir.is kemur fram að fyrirhugað sé að brydda upp á nýjungum þetta árið en fram til þessa hefur keppnin að mestu verið einstaklingskeppni en nú mun liðakeppni fara fram samhliða einstaklingskeppn- inni. Rætt var um eftirtalda aðila sem fyrirliða í liðakeppninni: • Ísólfur Líndal, Lækjamóti • Mette Mannseth, Þúfum • Bjarni Jónasson, Narfastöðum • Þórarinn Eymundsson, Saurbæ • Elvar Einarsson, Syðra- Skörðugili • Viðar Bragason, Björgum. Gert er ráð fyrir að sex lið munu keppa sín á milli og munu stigahæstu knapar KS-deildar- innar 2013 verða fyrirliðar. /BÞ Reiðhöllin Svaðastaðir Í minningu Önnu Jónu Þéttskipaður rúntur Vegfarendur töldu á annað hundrað þéttsetna bíla á rúntinum á Sauðárkróki á laugardagskvöldið en þá stóðu ættingjar og vinir Önnu Jónu Sigurbjörns- dóttur, sem lést í bílslysi í Norðurárdal 12. janúar sl., fyrir fjölmennum rúnti í minningu hennar. Anna Jóna hefði orðið 17 ára á laugardaginn og fengið bílpróf sama dag. Ákveðið var að minnast þess með því að fjölmenna á rúntinn “því það hefði hún sennilega gert sjálf, eins og flestir gera þegar þeir fá bílpróf“ eins og sagði í tilkynningu sem dreift var um netið til að hvetja sem flesta til að mæta. /KSE Morðbrennan og síð- asta aftakan á Íslandi Morðbrennan á Illugastöðum 1828 og síðasta aftakan á Íslandi 1830 er erindi sem haldið verður á vegum Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna í Safnaðar- heimili Hvammstangakirkju sunnudaginn 26. janúar kl.14. Í erindinu fjallar Eggert Þór Bernharðsson sagnfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands um eitt frægasta og umtalaðasta sakamál Íslandssögunnar, morðbrennuna á Illugastöðum á Vatnsnesi 14. mars 1828. Að loknu erindinu svarar Eggert Þór spurningum og tekur þátt í umræðum. Aðgang- ur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. /KSE Fyrirlestur á Hvammstanga 10 milljóna styrkur Forsætisráðuneytið hefur ákveðið að veita styrk að upphæð tíu milljónum króna í endurbætur á hinu sögu- fræga Góðtemplarahúsi á Sauðárkróki, sem í daglegu tali er kallað Gúttó. Þetta kom fram í bréfi sem lagt var fram til kynningar á síðasta fundi byggðaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem haldinn var 16. janúar sl. Skal styrkurinn nýttur til að skipta um glugga og klæðningu að utanverðu. Á fundinum fagnaði byggðarráð styrkveit- ingunni, sem veitt er í endur- bætur á þessu sögufræga húsi. Sigurjón Þórðarson fulltrúi Frjálslyndra og óháðra lagði ennfremur fram svohljóðandi bókun: „Það er gleðilegt að sjá að forsætisráðherra hafi tekið upp merki fyrrverandi borgar- stjóra Ólafs F. Magnússonar með því að standa vörð um og hvetja til endurbóta á gömlum húsum sem hafa menningar- sögulegt gildi.“ /KSE Endurbætur á Góðtemlparahúsinu á Sauðárkróki Um 120 bílar fóru rúntinn.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.