Feykir


Feykir - 24.01.2014, Blaðsíða 7

Feykir - 24.01.2014, Blaðsíða 7
03/2014 Feykir 7 heillað hana mest segir Sigyn það erfitt að gera upp á milli landanna. En segist þó hafa notið sín mest í þeim löndum sem hún hefur fengið að kynnast hvað best. „Ætli ég hafi ekki notið mín best í Kína, Líbanon og Frakklandi. Ég var líka mjög hrifin af Havana á Kúbu, mjög litrík og skemmti- leg borg og maður kemst mjög nálægt mannlífinu þar. Ég var ekki jafn hrifin af Varadero, sem er strandbær þar í landi sem margir ferðamenn fara til, enda er ég rauðhærð og hef svosem ekki mikið að gera á ströndinni annað en að brenna. Það hefur hugsanlega litað skoðun mína á Varadero, að ég fékk hlaupabólu þegar ég var þar, 16 ára gömul. En það er fallegur bær engu að síður, og sjórinn rosa fallegur og tær,“ segir Sigyn. Í meistaranámi við DTU Í dag er Sigyn Björk búsett í Kaupmannahöfn þar sem hún stundar nám í efnaverkfræði við DTU. ,,Ég kom hingað í skiptinám í janúar 2013, til að ljúka BSc gráðunni minni, sem ég fékk svo síðasta sumar. Þar sem það er svo huggulegt að vera hér ákvað ég að vinda mér ( TÓN-LYSTIN ) oli@feykir.is Halldór Þormar Halldórsson / gítar & bassi Halaði Boston og Led Zep á milli herbergja Halldór Þormar Halldórsson er af árgangi 1964, uppalinn á Sauðárkróki en hefur um þó nokkurn tíma alið manninn á Siglufirði og meðal annars verið fastamaður í Útsvars- liði Fjallabyggðar síðustu árin. Halldór spilar á gítar og bassa en spurður út í helstu tónlistarafrek segir hann: „Reyndi aldrei alvarlega að feta þá slóð af virðingu fyrir tónlistinni og hef verið dyggari hlustandi en þátttakandi. Er með útvarpsþátt á FMTrölli 103,7 sem heitir Orðlaus. Það er mitt framlag í augnablikinu.“ Uppáhalds tónlistartímabil? Bæði áttundi og níundi áratugurinn svo ég segi1972-1987. Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Ég er alltaf eyrnasperrtur fyrir tónlist. Jólatónlistin hefur tekið sinn toll undanfarið, en í Spotify núna er það gömul tónlist, svona frá því um og fyrir 1970, Kinks, Zombies, Steve Wonder, soul og hippatónlist. Svo er það er endalaust hægt að velta sér upp úr gróskunni á Íslandi. Síðan er ég alltaf opinn fyrir góðu þungarokki. Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? Langmest klassík en líka Billy Holiday og Louis Armstrong. Hver var fyrsta platan/diskurinn/ kasettan/niðurhalið sem þú keyptir þér? Fyrsta platan sem ég keypti var með Boney M árið 1976. Á sama tíma var systir mín með í láni Boston með Boston og Physical Graffiti með Led Zep. Ég tæknilega séð hvorki keypti þær né halaði þeim niður, heldur halaði á milli herbergja. Hvaða græjur varstu þá með? Plötuspilara og hátalara sem ég vann í bingó Í Bifröst og hét High Fidelity. Spáði mikið í hvað það þýddi. Hvað syngur þú helst í sturtunni? Ég er glaðasti, glaðasti …… Hvaða lag getur eyðilagt fyrir þér daginn? Ég fæ daglega hallærisleg lög á heilann og leita í heilabúinu að einhverju skárra hallæri. T.d. skipta út Mamma þarf að djamma fyrir lagið úr Prúðuleikurunum. Ég vil eiginlega sem minnst hugsa um þetta! Uppáhalds Júróvisjónlagið? Horfi bara á Júró með öðru, en besta sem ég man eftir er The Spirits are Calling my Name sem var sænskt/ lappneskt/júróvisíondiskó frá 2000. toppurinn Vinsælustu lögin á Playlistanum: Time of the Season THE ZOMBIES (1968) Sweet World JOHN GRANT OG NÝDÖNSK (2013) Spiral Architect BLACK SABBATH (1973) Sólmyrkvi DIMMA (TÓNLEIKAR 2013) High Hopes BRUCE SPINGSTEEN (2013) Lýsi ljós HJÁLMAR (2009) Ég held að það sé eina Júró-lagið sem ég er með í símanum. Nína er auðvitað frábært lag, en dálítið þreytt. Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu hljóma í græjunum til að koma öllum í stuð? Það fer auðvitað dálítið eftir gestunum. Partíplaylistinn minn í Spotify nær frá Supremes til Tiesto. Glaðasti hundurinn myndi fá flesta til að syngja með, en partíið yrði bara eitt lag. Ég held að það geti flestir sameinast um Helga Björns. Þú vaknar í rólegheitum á sunnu- dagsmorgni, hvað viltu helst heyra? Allavega ekki Sunnudagsmorgunn með Jóni Ólafs. Myndi kannski setja Comfortably Numb með Pink Floyd, eða eitthvað með Eagles. Stundum set ég tónleika í heimabíóið. Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, á hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? Sjá Led Zeppelin spila hvar sem er. Helst vildi ég hafa John Bonham með mér því þá yrði örugglega gott partí, en svona af þeim sem eru around þá myndi ég segja Höskuld Elefsen stjúpson minn. Hvaða tónlistarmaður hefur þig dreymt um að vera? Mér þóttu hlébarðaskinnsbolirnir hans Rod Stewart alltaf flottir. En Robert Plant er auðvitað ímynd rokkstjörnunnar. Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út? Erfitt en Dark side of the moon með Pink Floyd kemur upp i hugann. Hver eru sex vinsælustu lögin á Playlistanum þínum? Það er mjög misjafnt frá einni viku til annarrar en helstu hittin núna eru frekar róleg stemming. í mastersnám við sama skóla. Ég hef búið hér í eitt ár nú og verð minnst eitt og hálft ár í viðbót til að ljúka mínu námi. Hér er rosa gott að vera, eins og margir Íslendingar vita. Ég bý á frábæru kollegíi á Austurbrú, góðum stað í Köben. Hér bý ég með 130 öðrum dönskum námsmönnum, auk nokkurra frá hinum Norðurlöndunum,“ segir Sigyn. Hvað framtíðarplön varðar segist hún ekki vera mikið fyrir að gera plön fram í tímann, „Ætli ég elti ekki bara tækifærin sem gefast þegar þar að kemur. Vonandi verða þau einhver á Íslandi.“ Þarna erum ég, pabbi og Kristín á kínamúrnum, viðkomustaður hvers einasta túrista. Okkur var boðið heim til vinar, vinar systur minnar, þar sem við bjuggum til og borðuðum dumplings. Mjög skemmtilegt og óvenjuleg reynsla.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.