Feykir


Feykir - 24.01.2014, Blaðsíða 9

Feykir - 24.01.2014, Blaðsíða 9
03/2014 Feykir 9 Þau Eydís og Máni hafa undanfarin tíu ár rekið sauðfjárbú í Miðdal í sömu sveit. Eydís lauk í vor diplómanámi í ferða- málafræði frá Háskólanum á Hólum og vann þá lokaverkefni tengt ferða- þjónustunni í Sölvanesi. Þau höfðu nokkuð lengi hugleitt að söðla um, enda jörðin Miðdalur sem var í eigu fjárfestingarfélagins Lífsvals komin á sölu fyrir nokkru. Sölvanes er orðið nokk- uð rótgróið fyrirtæki í ferðaþjónustu, enda að nálgast aldarfjórðung síðan starfsemin hófst. Gestirnir eru flestir erlendir ferða- menn sem bóka gistingu í gegnum ferðaþjónustu bænda og langflestir kaupa einnig morgunmat á staðnum. Aðspurð um Ferðaþjónustan Sölvanesi í Skagafirði Nýir eigendur taka við Um þessar mundir eiga sér stað eigendaskipti hjá Ferðaþjónustunni Sölvanesi í fyrrum Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Eydís Magnúsdóttir og Rúnar Máni Gunnarsson taka við rekstrinum af Elínu Sigurðardóttur og Magnúsi Óskarssyni sem hófu rekstur ferðaþjónustu árið 1990. Eydís er dóttir þeirra Elínar og Magnúsar svo segja má að um kynslóðaskipti sé að ræða. margir nýta sér hestaleigu og flúðasiglingar í nágrenninu. Búið er með um 300 fjár á bænum auk þess sem hestar, hundar, kettir, hænur, endur og grís verða á bænum í sumar. Sölvanes er með skemmtilega heimasíðu á slóðinni solvanes.is. breytingar og nýjungar segjast þau Eydís og Máni vonast til að bæta aðstöðu og aðgengi smátt og smátt og prjóna við þjónustuna. Þau binda jafnframt miklar vonir við að hitaveita verði lögð sem fyrst í sveitina. „Það myndi breyta gríðarlega miklu fyrir okkur, bæði vegna húshitunar og annarrar þjónustu. Í dag er til dæmis ekki raunhæfur möguleiki að hafa heita potta utanhúss, það er einfaldlega of dýrt.“ Í Sölvanesi er gisting fyrir 17 manns alls, bæði í eldra íbúðarhúsi á bænum og einnig í íbúðarhúsi fjölskyldunnar. Gestir eiga kost á að snæða morgunverð og kvöldverð með fjölskyldunni eða elda sjálfir. Um er að ræða gistingu á kyrrlátum stað þar sem hægt er að taka þátt í búskapnum á bænum eða njóta náttúrunnar í kring. Flestir gestanna fá sér gönguferð í heimalandinu og Eydís og Máni ásamt sonunum Magnúsi Gunnari og Mána Baldri í fjárhúsunum í Sölvanesi. VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir Mér finnst við hæfi að skrifa um heilsu og hamingju svona í upphafi nýs árs. Það er alltof algengt að við skellum skuldinni á einhvern annan þegar að ekki fer allt eins og við höfðum gert ráð fyrir í upphafi, sama hvað málið varðar. Mannskepnan á svolítið erfitt með að viðurkenna mistök og finnst þægilegra að kenna einhverjum öðrum um. En þegar kemur að eigin heilsu er ekki auðvelt að koma sökinni á einhvern annan. Við verðum að bera ábyrgð á okkur sjálf því enginn gerir það fyrir okkur, hlusta á líkamann. Við eigum aðeins einn líkama og það er okkar skylda að hugsa vel um hann og rækta. Það er ekki sjálfsagt að vera heilbrigður og við eigum að virða það. En hvað er heilbrigði? „Heilbrigði er fullkomið líkamlegt, andlegt og félagslegt velferli, ekki einungis firð sjúkdóma og vanheilinda“ – Skilgreining WHO á heilbrigði, í þýðingu Vilmundar Jónssonar landlæknis. En hvað með hamingjuna, hvað er það sem gerir okkur hamingjusöm, það er misjafnt milli manna. Ég held að hamingja sé tilfinning innri friðar, að vera sáttur við sjálfan Elín Ósk Gunnarsdóttir á Blönduósi skriftar Að bera ábyrgð á eigin heilsu ÁSKORENDAPENNINN UMSJÓN kristin@feykir.is sig og gjörðir sínar. Mér finnst mikilvægt að gleyma sér ekki í þeirri hugsun að það séu einungis veraldlegir hlutir sem geri okkur hamingjusöm. Látum ekki lífsgæðakapphlaupið hlaupa með okkur í gönur, það er ekki nauðsynlegt að eiga allt það dýrasta og flottasta eftir því hvað blöðin segja okkur. Hamingjan er ferðalag en ekki áfangastaður, lífið er sífellt að bjóða okkur uppá einhverjar nýjungar eða breytingar við verðum að fylgja með og taka ákvarðanir sem okkur finnst réttastar hverju sinni. Með allri þeirri þekkingu og rannsóknum sem gerðar hafa verið á heilbrigði manna, ættum við ekki að láta lífsstílssjúkdóma ná í skottið á okkur. Eina leiðin til að verjast þessum sjúkdómum er að breyta um lífstíl, þar sem hreyfing og hollt mataræði, tóbaksleysi og aukið þol er grunnurinn. Við verðum að bera ábyrgð á okkur sjálf og megum ekki láta lyf og tækni komi í veg fyrir breyttan lífstíl. Tökum árinu 2014 fagnandi með öllum þeim tækifærum sem það hefur uppá að bjóða. Njótum þess að vera til, látið drauma ykkar rætast, brostu, þakkaðu, njóttu og elskaðu. Mig langar til að enda þetta á orðum frá Dalai Lama: Það sem kemur mér mest á óvart í mannlegri tilveru er að maðurinn fórnar heilsu sinni til að eignast peninga. Svo fórnar hann peningunum til að ná aftur heilsu sinni. Á sama tíma er hann svo spenntur fyrir framtíð sinni að hann nýtur ekki augnabliksins. Afleiðingin er sú að hann lifir hvorki í nútíð né framtíð. Og hann lifir eins og hann muni aldrei deyja – og svo deyr hann án þess að hafa lifað. (Dalai Lama) - - - - - Elín skorar á Guðnýju Ragnarsdóttur á Blönduósi að taka við pennanum. Elín Ósk (önnur frá vinstri) í góðum félagsskap.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.