Feykir


Feykir - 27.03.2014, Qupperneq 2

Feykir - 27.03.2014, Qupperneq 2
2 Feykir 12/2014 Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Hrafnhildur Viðarsdóttir – hrafnhv@nyprent.is Áskriftarverð: 450 kr. hvert tbl með vsk. Lausasöluverð: 490 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. & 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Kaflaskil Það eru nokkrir viðburðir sem marka kaflaskil í lífi einstakl- ings og flokkast ferming sem einn þessara viðburða. Þá kveður viðkomandi barndóminn á táknrænan hátt og kemur í tölu fullorðinna, eins og sagt er. Flest samfélög hafa sína útgáfu af manndómsvígslum og eru þær jafn misjafnar og þær eru margar, í sumum samfélögum er hlutverk manndómsvígsl- unnar meira til að styrkja viðtekin kynjahlutverk í samfélaginu og marka þær jafnvel þau skil að þá sé einstaklingurinn reiðubúinn í hjónaband. Í okkar heimshluta er manndómsvígslan fyrst og fremst táknræn, sem betur fer, fermingarbarnið fær fræðslu, undirbýr sig fyrir stóra daginn og fjölskylda og vinir samgleðjast með barninu á fermingardeginum. Fermingarbarnið fær samt áfram að vera barn, hitta vini sína og fara í skólann. Lífið heldur áfram og smátt og smátt vex barnið úr grasi – einn kafli er tekinn fyrir í einu – útskriftir, giftingar barneignir og svo framvegis. Mér verður óhjákvæmilega hugsað til fermingardags míns, þann 12. apríl 1993. Þetta var stór dagur og ég full eftirvæntingar. Við fjölskyldan vorum búin að standa í miklum undirbúningi fyrir daginn, ættingjum var boðið heim til veislu, servíettur áletraðar og bleikt þema. Þegar stóri dagurinn rann upp gerðist náttúrulega ekki allt eftir skipu- laginu, ég svaf aðeins yfir mig og þegar ég var komin til kirkju uppgötvaðist að gleymst hafði að setja blómin í hárið, hvítu hanskarnir urðu eftir heima og þar fram eftir götunum. En þrátt fyrir ófarirnar átti fermingin sér stað, ég átti góðan dag í faðmi fjölskyldunnar, sólin skein og vor var í lofti í Reykjavík. Auðvitað upplifði ég það svo, að þar sem ég var nú fermd að þá væri ég nánast orðinn fullorðin. Ég gleymi seint þeirri hneykslan sem ég upplifði þegar ég var spurð síðar um sumarið hvort væri nokkuð búið að ferma mig. Ég átti ekki til eitt aukatekið orð - hvernig spurði manneskjan eiginlega! Berglind Þorsteinsdóttir ritstjóri FJÖLBRAUTASKÓLI NORÐURLANDS VESTRA Á SAUÐÁRKRÓKI Margverðlaunað verk- og tækninám þar sem lögð er áhersla á nútímalegt nám, tölvustýrðar iðnvélar og þú ert klár í atvinnul ífið Aðrar brautir • Starfsbraut • Dreifnám Boðið er upp á tveggja ára nám í bóklegum áföngum í gegnum fjarfundabúnað á - Hólmavík - Hvammstanga - Blönduósi • Fjarnám Skólinn býður upp á fjarnám í flestum áföngum sem í boði eru í dagskóla. Stuðst er við námsumhverfið Moodle. Námsbrautir sem bíða samþykktar Mennta- og menningarmálaráðuneytis • Fisktæknibraut • Námsbraut í hestamennsku • Plastiðnir – trefjaplast • Slátraraiðn Starfsnámsbrautir • Kvikmyndagerðarbraut • Meistaranám til iðnmeistaraprófs • Nám til fimm knapamerkja í hestamennsku. • Nýsköpunar- og tæknibraut -Lista- hönnunar- og nýsköpunarlína -Kvikmyndalína • Sjúkraliðabraut • Skrifstofubraut • Vélstjórnarnám A og B • Viðskiptabraut Fab Lab stofa í Hátækni- menntasetri FNV Fab Lab stofa er starfrækt í Hátæknimenntasetri skólans, en þar er hægt að gera hugmynd að veruleika á einfaldan og fljótvirkan hátt. Nám við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra miðar að því að búa nemendur undir háskólanám og atvinnulíf auk þess að veita almennan undirbúning undir líf og starf í nútíma lýðræðissamfélagi. Skólinn býður upp á dreifnám á þremur stöðum utan Skagafjarðar og fjarnám fyrir þá nemendur sem það hentar. Nemendur geta lokið stúdentsprófi á þremur til fjórum árum. Flott nám í boði Sími: 455 8000 :: www.fnv.is :: fnv@fnv.is Iðnnámsbrautir • Hársnyrtiiðn • Grunndeild rafiðna – Rafvirkjun • Grunndeild málmiðna – Bifvélavirkjun – Vélvirkjun / Rennismíði • Grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina – Húsasmíðabraut – Húsgagnasmíði Bóknámsbrautir til stúdentsprófs • Félagsfræðabraut - Hagfræðistígur - Félagsfræðastígur - Íþróttastígur - Sálfræðistígur • Málabraut • Náttúrufræðibraut - Náttúrufræðistígur - Eðlisfræðistígur - Íþróttastígur • Viðskipta- og hagfræðibraut Sigurjón og Gréta Sjöfn með sameiginlegt framboð Sigurjón Þórðarson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúar Svf. Skagafjarðar, hafa ákveðið að bjóða fram sameiginlegt framboð fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, þann 31. maí. „Við höfum veitt meirihluta Framsóknarflokks og Vinstri hreyfingunni grænu framboði málefnalegt aðhald og lagt sameiginlega fram fjölda til- lagna sem varða íbúana miklu og nú nýlega um að gerð verði könnun á þætti lágra launa í búsetuvali, trygging hitaveitu- réttinda Skagafjarðarveitna, frelsi til grásleppuveiða og að undið verði ofan af biðlistum við leikskólann Birkilund í Varmahlíð fyrir komandi haust,“ segir í grein frá Sigurjóni og Grétu Sjöfn sem birt var á Feyki.is. „Í framhaldi af góðu og skemmtilegu samstarfi höfum við ákveðið, ásamt áhugasömum hópi fólks, að bjóða fram sameiginlegan framfaralista fyrir komandi sveitarstjórnar- kosningar.“ Fram kemur að framboðið mun beita sér fyrir bættum og opnari vinnubrögðum í nefnd- um, ráðum og í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar. „Staðan sem uppi er í Sveitar- félaginu hrópar á gerbreytt vinnubrögð innan sveitarstjórn- ar og til sóknar í öllum þeim málum sem skipta okkur íbúana máli og þó einkum málum sem varða búsetuval ungs fólks og fjölskyldna.“ Í greininni er áhugasamt fólk hvatt til að taka þátt í samstarfinu og láta að sér kveða. /BÞ Sveitarstjórnakosningar 2014 Húnvetningur í undanúrslit Ísland Got Talent Elvar Kristinn Gapunay og Sara Lind Guðnadóttir eru komin áfram í undanúrslit í þættinum Ísland Got Talent sem sýndur er á Stöð 2. Dansparið hefur æft samkvæmisdansa í 8 ár hjá Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar í Kópavogi en þau eru einungis 12 ára gömul. Elvar Kristinn er barnabarn Björns Hannes- sonar og Kristínar Sigfús- dóttur frá Laugarbakka. Dansparið kom fram og sýndi á Unglist á Hvammstanga sl. sumar og vöktu mikla athygli en að sögn Ellenar Drafnar, móðir Elvars eru þau Elvar og Sara Lind metnaðarfull og stunda æfingar af krafti. „Þau ætla sér langt í dansíþróttinni og eru nú þegar fyrirmynd margra ungra danspara. Þau hafa sýnt það undanfarin ár að þau hafa alla burði í að vera á meðal þeirra bestu í heiminum ef þau halda áfram sínu striki og munu halda áfram á fara á keppnir erlendis. Þrátt fyrir ungan aldur hafa þau unnið til 69 gullverðlauna á sínum ferli og unnið allar danskeppnir hér á landi í sínum aldurs- flokki frá árinu 2010,“ segir Ellen Dröfn í samtali við Feyki. Ísland got Talent verður sýndur á Stöð 2 þann 30. mars nk. og eru allir hvattir til að kjósa unga Húnvetninginn í úrslit. /BÞ Unnu myndbandakeppni Ævars vísindamanns Grunnskóli Húnaþings vestra Á föstudagskvöldið var lokaþáttur Ævars vísinda- manns sýndur á RÚV og voru úrslit í myndbandakeppni þáttarins kunngerð. Mynd- bandakeppnin var í samstarfi við Marel og verða verðlaun veitt bæði í bekkjar- og einstaklingskeppni. Nemend- ur í 2. bekk Grunnskóla Húnaþings vestra unnu til verðalauna í keppninni. Kennarar bekkjarins eru þau Sólrún Guðfinna Rafnsdóttir og Aðalsteinn Grétar Guð- mundsson. Tilraun þeirra sner- ist um að gera hraunlampa með því að nota vatn, matarlit, matarolíu og freyðitöflur. Með þessari stórskemmtilegu tilraun gerðu þau sér lítið fyrir og stóðu uppi sem sigurvegarar í bekkja- keppninni. Fyrir það hljóta þau í verðlaun vísindapakka frá Marel ásamt sérgerðu slím- kennslusetti og Forlagið gefur eintök af bókinni Umhverfis Ísland í 30 tilraunum eftir Ævar vísindamann. Verðlaunin verða afhent síðar í vor við hátíðlega athöfn. Frá þessu er sagt á Norðanátt.is og þar er einnig að finna myndband af tilrauninni. Í dómnefnd keppninnar voru Ævar vísindamaður, Eggert Gunnarsson sem leik- stýrir þáttunum, Katrín Lilja Sigurðardóttir efnafræðingur, Kristín Anna Þórarinsdóttir doktor í matvælafræði og Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands. /KSE Fannfergi á Öxnadalsheiði Ætluðu yfir á Yaris Öxnadalsheiði var lokuð í þrjá daga í síðustu viku en mikill snjór var á heiðinni og þurftu björgunar-sveitarmenn ítrekað að koma fólki til aðstoðar þrátt fyrir lokanir. Tveir vegfarendur reyndu að komast yfir Öxnadalsheiði á Yaris, þrátt fyrir að lokunarslá með blikkandi ljósum væri fyrir veginum. Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð kom fólkinu til að- stoðar en samkvæmt Facebook síðu björgunarsveitarinnnar komust ofurhugarnir aðeins 10 m upp fyrir lokunarslána og sátu þar fastir. Samkvæmt frétt á Mbl.is sátu um 250 manns fastir í Varmahlíð vegna lokunarinnar þegar mest var. /BÞ Fermingarmyndin af ritstjóra Feykis.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.