Feykir


Feykir - 27.03.2014, Síða 6

Feykir - 27.03.2014, Síða 6
6 Feykir 12/2014 ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS > www.feykir.is/ithrottir 1. deild karla í körfubolta : Tindastóll - Höttur 97-77 Meistarapartý í Síkinu Tindastóll tók á móti liði Hattar frá Egilsstöðum í Síkinu á föstudaginn fyrir rúmri viku, í síðustu umferðinni í 1. deild karla í körfubolta. Fyrir leikinn var ljóst að Tindastóll var deildarmeistari og sýndu Stólarnir á köflum flottan körfubolta og unnu að lokum öruggan sigur á ágætu liði Hattar. Lokatölur 97-77. Það var gaman að sjá til Stólanna þetta kvöld en liðið spilaði flotta vörn á löngum köflum og stálu til að mynda 17 boltum. Þá var sannkölluð skotveisla í gangi og mikið dritað fyrir utan 3ja stiga línu, meira að segja Helgi Rafn komst á blað á þeim slóðum. Helgi var stiga- hæstur Tindastólsmanna með 23 stig og 16 fráköst en Ingvi Rafn var með 19 stig og þá áttu Flake Helgi Rafn Viggósson lyftir bikarnum á loft í Síkinu en Tindastóll sigraði 1. deildina af öryggi. Íþróttagreinar -Karfa, fótbolti og golf. Íþróttafélög: -Tindastóll og GSS. Helstu íþróttaafrek: -Vera valinn í U16 í körfunni. Skemmtilegasta augnablikið: -Þegar ég var nýbúin að missa framan af puttanum mínum fyrir tveimur árum þá kom fyrirliði Tindastóls, hann Helgi Rafn, með gamla Tindastólstreyju sem allir í meistaraflokk karla leikmenn og þjálfarar voru búnir að skrifa nöfnin sín á og svo stóð með stórum stöfum „með batakveðju“. Þarna fann ég hlýju og umhyggju frá körfuknattleiksdeildinni. Ég þarf reyndar að nefna það líka að þegar ég var úti í Bandaríkjunum í körfu- boltabúðum þá var ég valinn á lokahófinu „Most Outstanding Camper“ en tilfinningin var góð þegar mér voru veitt verðlaunin. Neyðarlegasta atvikið: -Þegar ég var að keppa á mínu fyrsta fjölliðamóti hérna heima. Þegar ég var búin að klæða mig í búning þá labbaði ég inn í sal og byrjaði að drippla bolta. Stuttu seinna kom liðsfélagi minn til mín og spurði af hverju ég væri ekki í stuttbuxum. Ég hélt öðru fram þangað til hann lyfti treyjunni minni upp og þá sást ekkert nema brókin mín. Þá skaust ég inn í klefa og er þakklátur fyrir það að engin sá þetta nema liðsfélagar mínir, en þeir tala um þetta öðru hverju. Einhver sérviska eða hjátrú? -Alltaf að borða pasta á leikdag og signa mig rétt fyrir leik. Uppáhalds leikmaður? -John Wall, Goran Dragic og Ronaldinho. Ef þú mættir velja þér andstæð- ing, hver myndi það vera og í hvaða grein mynduð þið spreyta ykkur? -Frigga Pálma móðurbróður í körfubolta, því hann kann „lay-up“. Hvernig myndir þú lýsa þeirri Signi mig alltaf fyrir leik Pálmi Þórsson er 16 ára strákur frá Sauðárkróki. Hann er sonur Ástu Pálmadóttur sveitarstjóra Svf. Skagafjarðar og Þórs Jónssonar. Pálmi er efnilegur körfuboltamaður sem var á dögunum valinn í U-16 landslið drengja sem mun taka þátt í Norðurlandamóti yngri landsliða í Solna í Svíþjóð 28. maí – 1. júní. Pálmi Þórsson / körfubolti ( ÍÞRÓTTAGARPUR ) berglind@feykir.is rimmu? -Við mundum örugg- lega sættast á jafntefli eftir nokkur „lay-up“. Helsta afrek fyrir utan íþrótt- irnar? -Sigraðist á ótta mínum og byrjaði að klappa hundum fyrir nokkrum árum. Lífsmottó: -„If an opportunity doesn't knock, build a door“. Helsta fyrirmynd í lífinu: -Fjöl- skylda mín vegna þess að þetta eru eintómir snillingar, allir sem einn, og hægt er að líta upp til þeirra allra. Svo þyrfti ég að segja Michael Jordan því hann hefur afrekað allt sem hægt er að afreka í körfunni og Eyjólfur Sverrisson vegna þess að hann er bara góð fyrirmynd. Hvað er verið að gera þessa dagana? [svarað 15. mars] -Við í tíunda bekk erum nú að sýna leikritið Dýrin í Hálsaskógi. Svo erum við fótboltanum að safna fyrir Spánarferð, síðan er bullandi undirbúningur fyrir NM í vor. Hvað er framundan? -Ferðir til Danmerkur, Spánar og Svíþjóðar núna í vor og lands- liðsæfingar. Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? -Ég mundi segja gjafirnar og að vera miðpuntur dagsins. Pálmi lætur vaða. Mynd: Davíð Már Knattspyrnudeild Tindastóls Fjórir leikmenn skrifa undir Fjórir leikmenn meistara- flokks karla í knattspyrnu skrifuðu á föstudaginn undir samning við Tindastól. Þetta eru þeir félagarnir Fannar Örn Kolbeinsson, Hólmar Skúlason, Guðni Einarsson og Konráð Freyr Sigurðsson, en eins og fjallað var um í Feyki í ársbyrjun ákvað félagið, eftir talsverðar vanga- veltur vegna mikils kostnaðar, að halda áfram keppni í fyrstu deild í knattspyrnu. Sagt er frá þessu á vef Tindastóls. /BÞ Landsmót UMFÍ 50+ Æfingar hafnar á vegum Smára Ungmenna – og íþróttafélagið Smári gengst fyrir frjálsíþróttaæfingum fyrir 50 ára og eldri í íþrótta- húsinu í Varmahlíð á mánudögum kl. 18:00-19:30. Félagið hefur hvatt alla sem hafa gaman af hlaupum, stökkum og köstum til að mæta, hvort heldur þeir hyggjast keppa á landsmóti UMFÍ eða ekki. Umsjón með æfingunum hefur Karl Lúðvíksson íþrótta- kennari. Landsmótið verður haldið á Húsavík dagana 20.-22. júní í sumar. /KSE Skagfirska mótaröðin Jesse hreppti fyrsta sætið Þriðja mót Skagfirsku mótaraðarinnar fór fram á miðvikudagskvöldið í síðustu viku í Reiðhöllinni Svaðastöðum. Jesse Huijbers og Arndís Brynjólfsdóttir voru með sömu einkunn í 1. flokki fullorðinna en eftir sætaröðun dómara hafði Jesse betur og hlaut 1. sætið. Ingimar Jónsson sigraði í 2. flokki fullorðinna og Laufey Rún Sveinsdóttir í ungmenna- flokki. Ásdís Ósk Elvarsdóttir hreppti 1. sætið í unglingaflokki og Anna Sif Mainka Sveins- dóttir sigraði í barnaflokki. Úrslitin má finna á Feykir.is/ hestar /BÞ og Proctor fínan leik. Þá má geta þess að hjá gestunum var Hreinsi Birgis atkvæðamestur með 18 stig og 12 fráköst. Frábær stemning var á leiknum, stórfín mæting í Síkið, og umgjörð leiksins glæsileg, „ljósasjó“ og klappstýrur og að sjálfsögðu var rykið dustað af Króksa. Að leik loknum afhenti Guðbjörg Norðfjörð, fulltrúi KKÍ, Tindastólsmönnum sigur- launin fyrir sigur í 1. deild með aðstoð Varmhlíðingsins Rúnars Gíslasonar. Dóri dómari taldi í 32 Stóla við góðar undirtektir leikmanna og áhorfenda og alla er farið að hlakka til að taka slaginn í Dominos-deildinni í haust. /ÓAB Stig Tindastóls: Helgi Rafn 23, Ingvi Rafn 19, Proctor 16, Flake 15, Helgi Margeirs 10, Pétur Birgis 9, Finnbogi 3 og Friðrik Stefáns 2.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.