Feykir


Feykir - 27.03.2014, Page 22

Feykir - 27.03.2014, Page 22
22 Feykir 12/2014 Fröken Fabjúlöss í fermingarstússi [ frokenfab@feykir.is ] Blúndur og prjónaðar slaufur Eins og svo oft áður ákvað Frökenin að smala saman mannskap til að skapa smá fermingarstemningu þar sem páskarnir með tilheyrandi fermingarbörnum og veislum eru á næsta leyti. Eins og áður var tískudrottningin Anna Sigga fengin til að skaffa flíkur úr fata- deild Skagfirðingabúðar og Gunn- hildur Gísla ljósmyndapæja fengin til að fanga augnablikið á sinn stórkostlega hátt, og voru það þær Guðrún Vigdís og Þórdís á Capello sem sáu um hárið á meðan Fröken Fabjúlöss sjálf sá um förðunina. Yfirleitt hefur Frökenin einbeitt sér að kvenkyninu, enda yfirleitt meira „stúss“ í kringum stelpurnar, en í þetta skipti ákvað Frk. Fab að færa út kvíarnar og bæta fermingardreng í UMSJÓN Hrafnhildur Viðarsdóttir jöfnuna. Módelin og verðandi ferm- ingarbörn voru ekki af verri endanum: Hera Sigrún Ásbjörnsdóttir og Andri Snær Ásmundsson. Förðun Ekki hefur það tíðkast að farða fermingardrengi, og ákvað Frökenin að vera ekkert að hætta sér inn á þær brautir, enda engin ástæða til þar sem Andri er með einstaklega hreina og flotta húð. Við litaval förðunarinnar á ferm- ingarstúlkunni ákvað Frökenin að halla sér svolítið í fjólubláa átt án þess að sá litur yrði yfirgnæfandi í förðun- inni, enda er fjólublár einstaklega inn í dag og í miklu uppáhaldi hjá Fabjúlöss. Lykilatriði í fermingarförðun er hið svokallaða „less is more“ – draga fram náttúrulega fegurð og undirstrika það sem fyrir er! Löng hefð er fyrir ljósmyndun á fermingardaginn og þurfa þær myndir að standast tímans tönn, og gott er að hafa það á bak við eyrað. Fötin Anna Sigga valdi á Heru mjög fallegan hvítan kjól, með svartri blúndu um mittið en hvíti liturinn er alltaf mjög vinsæll hjá stelpunum. Kjólarnir þetta „sísonið“ eru flestir með í hinu svokallaða „skater sniði“ þar sem toppurinn er þröngur að ofan og pilsið hringskorið. Síðan eru líka blúndur alltaf vinsælar fyrir fermingar og er Anna Sigga með kjóla til dæmis í kóralbleiku, sem er mjög vinsæll litur núna. Hera er í skóm með fylltum hæl sem eru mjög þægilegir, en ballerínu- skór eru líka vinsæll kostur. Svo eru Hera Sigrún og Andri Snær eru fyrirsætur Feykis að þessu sinni.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.