Feykir


Feykir - 27.03.2014, Page 24

Feykir - 27.03.2014, Page 24
24 Feykir 12/2014 Íslensk hönnun í skartgripagerð Sérstaklega miðuð að því að ná til fermingarbarnsins Það hefur löngum verið siður á Íslandi að gefa skartgripi í fermingargjöf, eitthvað fallegt sem fermingarbarnið á þegar það vex úr grasi. Ingibjörg Snorradóttir hjá skartgripaversluninni Jens segir ríka hefð vera fyrir krossum á Íslandi og því hefur verið lögð mikil áhersla á að hafa gott úrval af krossum, bæði fyrir dömuna og fyrir herrann. Fermingarlínan hjá Jens er kölluð Uppsteyt og er hönnuð af feðginunum Berglindi Snorra og Jóni Snorri Sigurðssyni en þau eru aðalhönnuðir gullsmiðaverkstæðis Jens. Að sögn Ingibjargar hefur Snorri verið hjá Jens frá upphafi en Berglind Snorra, dóttir hans, er bæði gullsmið- ur og vöruhönnuður og hefur hún komið með ferska vinda inn í fyrir- tækið. „Berglind er ættuð úr Svarf- aðardalnum og á einnig fjölskyldu á Blönduósi. Hefur fjölskylduferðum þangað oft verið blandað við steinatínslu fyrir skartgripi þar sem mjög fallegt grjót er að finna í fjörum Þjóðbúninganælan Norðurljós. Hvað ertu með á prjónunum? Helga Haraldsdóttir frá Sjávarborg Er núna mest í bútunum HVAÐ ERTU MEÐ Á PRJÓNUNUM? UMSJÓN berglind@feykir.is Helga Haraldsdóttir sýnir lesendum Feykis það sem hún hefur verið með að gera undanfarin misseri en hún skorar á samstarfskonu sína, Madöru Sudare frá Ármúla, að taka við keflinu en Helga segir að Madura eigi örugglega margt fallegt til að sýna lesendum Feykis. - Ég hef alltaf haft mjög gaman af öllu handverki, þó byrjunin hafi verið heldur brösuleg, en fyrsta veturinn minn í handavinnu, tókst mér ekki að klára öll skyldustykkin, en áhuginn kom strax næsta vetur og hefur haldist síðan. Ég fór í húsmæðraskóla á Laugalandi, þar sem ég lærði mikið og kom heim með stóran pappakassa fullan af alls konar handavinnu, s.s. útsaumi, barnafötum, fötum á mig og vefnaði, auk þess sem ég saumaði brúðarkjól á skóla- systur mína, sem gifti sig um veturinn. Ég fór á bútasaumsnámskeið fyrir ca. 30 árum hjá Önnu Kristínu Gunnarsdóttur, en fór ekki að sauma bútasaum að ráði fyrr en fyrir 10 árum og gekk þá fljótlega í bútasaumsklúbbinn Búskurnar, en við hittumst hálfsmánaðarlega yfir veturinn og saumum saman og miðlum hugmyndum og þekkingu. Þar fékk ég hugmyndina af rúm- teppi, sem ég er nýbyrjuð á, með japönsku munstri, sem býður upp á að nýta afganga, sem alltaf vilja safnast upp. Raggy teppi, mjúkt og hlýtt í sjónvarpssófann. Mér finnst gott að breyta til annað slagið og gríp þá í útsaum s.s. harðangur, krosssaum eða Bucilla jóladót. Þetta hefur þó minnkað og núna er ég mest í bútunum. Ég hef ekki gert mikið af stórum teppum, en held mikið upp á svokölluð Raggy teppi, sem eru úr burstaðri bómul og flóneli með svolítið tættri áferð. Eitt þannig gerði ég í vetur úr afgöngum af teppum, sem ég gerði handa dætrum mínum og tengda- dóttur. Norðvesturlands,“ segir hún. „Það er því gaman að því að mikið af íslenskum steinum sem eru notaðir í skartgripina eru að norðan. Kalsedon er hvítur og getur haft mismunandi litbrigði, hann er dularfullur og fallegur í skartgripum. Mugearít er svartur steinn sem talinn er hafa orku og róandi áhrif. Steinarnir fá að halda sínu formi úr fjörunni en eru þó póleraðir til að ná fram fallegum glans. Því er hver steinn einstakur,“ segir Ingibjörg og ræðir um nýju skartgripalínuna Uppsteyt. „Það má sjá gamla góða Jens lúkkið koma í gegnum nýstárlega hönnun Uppsteyt. Línan var upphaflega hönnuð með þroskaðan markhóp í huga og á að ná til fólks sem sækist eftir því að beygja reglurnar og skera sig úr,“ útskýrir hún. Ingibjörg segir við að línan hafi fengið svo góðar viðtökur að ákveðið hefði verið að ráðast í að hanna línu fyrir fermingaraldurinn sem hentar yngri viðskiptavinum skartgripaversluna- rinnar. Hönnun fermingarlínunnar segir hún byggða á gildum Uppsteyt og að hún sé sérstaklega miðuð að því að ná til fermingarbarnsins. Ungar konur og unga menn sem eru að móta sinn stíl og vilja skera sig úr. „Línan fyrir fermingar- stelpuna er skreytt litríkum steinum og kvenlegum formum með hrjúfri og skarpri áferð. Herralínan er hönnuð fyrir karlmannlega karlmenn og er því gróf, efnismikil og herraleg. Það er mikið úrval fyrir herrann og má þar nefna bindisnælur, ermahnappa, hringa og hálsmen/krossa,“ segir hún. Það nýjasta hjá Jens er þjóðbúninganæla fyrir herrann úr eðalstáli. Hægt er að skoða úrvalið hjá Jens á heimasíðu verslunarinnar á www.jens.is en þess má geta að Jens býður upp á fría heimsendingu. Einnig er hægt að nálgast Uppsteyt skartgripi í verslunum um land allt. /BÞ Harðangursdúkur. Helga við saumavélina. Nýjasta teppið í vinnslu. Veggteppi, saumað á síðasta ári.Sumarlegur borðdúkur í eldhúsið.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.