Feykir


Feykir - 08.05.2014, Blaðsíða 3

Feykir - 08.05.2014, Blaðsíða 3
17/2014 Feykir 3 Krabbameinsleit í Skagafirði FRÁ HEILBRIGÐISSTOFNUNINNI SAUÐÁRKRÓKI Dagana 12. maí til 15. maí verður krabbameinsleit á Heilbrigðisstofnuninni Sauðárkróki. Konum er bent á að panta tíma í síma 455 4022 á milli 10 og 16, um leið og þær fá bréf frá Krabbameinsfélaginu www.hskrokur.is Sauðárkróksvöllur lítur ekki vel út eftir veturinn og stendur Tindastóll uppi vallarlaus í upphafi tímabils annað árið í röð. Í fyrra var völlurinn ekki leikhæfur fyrr en um mánaðarmótin júní/ júlí og þurfti Tindastóll því að spila fyrstu heimaleiki sína á Akureyri og á Blönduósi. Staðan virðist vera svipuð að þessu sinni og segir Ómar Bragi miklar áhyggjur vera í herbúðum Tindastóls. Hann segir þetta ástand algerlega óviðunandi og ljóst að svona verði ekki haldið áfram. Meistaraflokkur kvenna mætir KR í úrslitaleik í lengjubikarnum á föstudags- kvöldið og meistaraflokkur karla mætir BÍ/Bolungarvík á útivelli í 1. umferðinni í 1. deild á laugardaginn. /GSG Námskeið í vefnaði á Kljásteinavefstað var haldið um sl. helgi í Auðunarstofu á Hólum í Hjaltadal. Á heimasíðu Fornverkaskólans kemur fram að þetta námskeið hafi verið fyrsta sinnar tegundar sem haldið hefur verið hér á landi svo vitað sé til. „Svona verkefni sprettur ekki af sjálfu sér og vill Fornverkaskólinn þakka þeim fjölmörgu sem gerðu okkur kleift að halda þetta nám- skeið,“ segir á heimasíðunni. Guðbrandsstofnun lánaði húsnæði fyrir námskeiðið sem haldið var í Auðunarstofu, Bragi Skúlason húsasmiður smíðaði allt sem þurfti til að koma vefstöðunum í gagnið og Hildur Hákonardóttir og Minjasafn Akureyrar lánuðu vefstaði. Menningarráð Norður- lands vestra og Sparisjóður Skagafjarðar styrktu verkefnið. Kennarar námskeiðsins voru Guðrún Hallfríður Bjarna- dóttir og Ragnheiður Þórs- dóttir og sátu sex nemendur námskeiðið. /BÞ Sauðárkróksvöllur óleikhæfur annað árið í röð Námskeið í vefnaði á Kljásteinavefstað „Óviðunandi ástand“ Fyrsta námskeið sinnar tegundar hérlendis Sauðárkróksvöllur. Mynd: Ómar Bragi. Við undirritunina. Mynd: skagafjordur.is Nýi brettagarðurinn á skólalóð Blönduskóla. Mynd: húni.is Ragnheiður Þórsdóttir kennir Sigríði Káradóttur að setja upp í vefstað sem smíðaður var að íslenskri fyrirmynd. Vefstaðurinn var fenginn að láni hjá Hildi Hákonardóttur. Mynd: BSK Undirrituðu viljayfirlýsingu Mikil ánægja með nýjan brettagarð Landsmót hestamanna 2016 Samkvæmt vef Skagafjarðar rituðu fulltrúar frá Lands- sambandi hestamanna- félaga, Gullhyl, Sveitarfélag- inu Skagafirði og Akrahreppi undir viljayfirlýsingu um að halda glæsilegt og skemmti- legt landsmót hestamanna daga 27. júní til 3. júlí 2016 á Vindheimamelum í Skagafirði. Í sumar verður Landsmót hestamanna haldið á Hellu dagana 30. júní til 6. júlí. Hestamenn geta svo í kjölfarið farið að farið að hlakka til glæsilegs móts á Vindheima- melum eftir tvö ár. /GSG Flottur brettagarður reis á skólalóð Blönduskóla í síðustu viku . Nemendur skólans hafa sótt mikið í svæðið síðan uppsetningu lauk og segir á vef Húna að gleðin hafi skinið af öllum andlitum. Eldri nemendur skólans hafa fengið það verkefni að aðstoða við að setja reglur sem allir þurfa að fylgja á brettapallinum og er fyrsta reglan sú að allir eru skyldugir til að nota hjálm. Stefnt er að því að koma svo fljótlega upp tveimur körfuboltakörfum á skólalóðinni. /GSG

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.