Feykir


Feykir - 08.05.2014, Blaðsíða 10

Feykir - 08.05.2014, Blaðsíða 10
10 Feykir 17/2014 Gudrun Kloes Gagnrýni á Rjúkandi ráði Leikritið er í tveimur hlutum. Atriðin fyrir hlé gerast aðallega á Stebba kaffi, en eftir hlé á löggustöð, sem um tíma verður að dúndr- andi dómssal. En svo er það hléið sjálft. Áhorfendur frumsýningarinnar streymdu sönglandi fram til að kaupa hressingar. Stemmingin var létt og mörg bros sáust á andlitum. Eitthvað hefur þessi sýning náð til salarins, hugsaði ég og brosti. Á leiðinni heim yfir Þverárfjallið sönglaði ég og brosti, eitthvað hefur þetta leikrit og þessi sýning náð til mín. Leikritið eða öllu heldur s m á k r i m m a ó p e r e t t a n „Rjúkandi ráð“ eftir Pír Ó Man (en „pyroman“ er sá sem leggur eld), eða öllu heldur eftir Jónas Árnason og Stefán Jónsson, leiðir saman heiðarlegar og minna heiðarlegar persónur, feg- urðardísir í blóma lífsins og gamalmenni, og svo er það hin drykkfellda Lotta Lýsól, sem kemur nánast allsstaðar við og er nánast ódrepandi á sviðinu. Lög Jóns Múla Árnasonar eru undirstaða leikritsins, og til að segja það strax, þá var söngurinn hreint frábær. Varla er hægt að gera upp á milli söngvara, en það var dúettið þeirra Stefáns veitingamanns (leik- inn af Guðbrandi J. Guð- brandssyni) og Skarphéðins strokufanga (leikinn af Jóhönnu Sigurlaugu Eiríks- dóttur) sem heillaði mig fyrst. Salurinn var greinilega mest hrifinn af söng fegurðardísa um Fröken Reykjavík, sem mér fannst flottur og vel fluttur, en lagið sjálft og þá sérstaklega textinn fannst mér ekki endilega passa inn í heildina (á Króknum). En hvað um það. Hlutverk Lottu (í höndum Agnesar Skúla- dóttur) er bæði krefjandi en þó ekki alveg. Hún er sjálfri sér trú sem fyllibytta og hlutverkið krefst ekki þeirra blæbrigða sem til dæmis Ungfrú Sauðárkrókur (Ásdís Sif Þórarinsdóttir) verður að sýna við hin ýmsu tækifæri, hvort sem hún hafnar ástleitni Skarphéðins í upp- hafi, reynir að finna handjárn í vasa lögreglumanns, eða hagar sér eins og sönn fegurðardróttning og brestir í grát og öskur. Túlkun Agnesar á Lottu er geysi- skemmtileg og nær eins og söngur hennar í mark. Bravó. Ég hafði afskaplega gaman af öllum fegurðardísunum og ekki síst fegurðarstjóra (Önnu Rún Austmar). Hún var svo virðuleg í orði en svo venjuleg í framkomu, að það var unun af. Auk þess: Frábært hár! Peter Rackets (Ragnar Heiðar Ólafsson) tilheyrir þessum fegurðar- pakka, er afskaplega vand- virkur og nákvæmur í meðferð göngugrindar en á hinn boginn afskaplega hlutlaus í starfi sínu sem ráðgjafi fegurðarsamkeppn- inar. Það er skemmtileg útfærsla, enda liggja flestir ráðgjafar slíkrar raunveru- leikjakeppna undir grun um að vera einskonar kjöt- skoðunarmenn ... ekki þessi. Lögreglumennirnir Ólafur og Guðmundur (Már Nikulás Ágústsson og Páll Friðriksson) eru frekar ólíkir en samt afar líkir í sakleysi sínu og innilegri einfeldni. Þeir eru greinilega starfi sínu ekki of vel vaxnir. Báðir leikarar sýna frábæran leik. Dans-atriðið þeirra er hreint stórkostlegt. Eins þau atriði þar sem gamaldags sími með gamalsdags símasnúru koma til sögunnar. Hefði leikritið verið fært yfir á nútímann og snúrusíminn orðið að víkja fyrir t.d. iPhone, þá veit ég hreint ekki hvernig útkoman hefði geta orðið. Það er erfitt að gera upp á milli leikaranna. Sigríður Margrét Ingimarsdóttir sem Kristín þvottakona er örugg í smáatriðum og mjög góð söngkona. Jóhanna Sigurlaug sem Skarphéðinn heillar og hvílir í sínu hlutverki frá upp- hafi til enda. Stefán veitinga- maður í höndum Guðbrands er „sindrandi“ karlmaður sem fær áhorfendur til að hlæja og fer með flókið hlutverk. Lýsingin og sviðsmyndin eru frekar hlédrægar, þ.e.a.s. þær gera vel sitt gagn án þess að vera í forgrunni. Undirspil söngva er flott og hljóðblönd- un einnig. Til hamingju leikarar, leikstjóri og aðstandendur. Gudrun Kloes Að koma út einhleypum börnum Inga Heiða á ferð og flugi Í síðasta blaði birtum við upphafið af ferðabloggi Ingu Heiðu Halldórsdóttur frá Miklabæ í Óslandshlíð í Skagafirði og skildum við hana þar sem hún var nýlega lent á flugvellinum í Shanghai. Við fáum nú að líta þrjár glefsur úr því sem á daga hennar hefur drifið í Kína. ...Við vorum búnar að mæla okkur mót við Bjarka skólabróður minn frá Hofsósi og konuna hans á kínverskum veitingastað. Bjarki hefur búið nokkuð lengi í USA og undanfarin ár í Kína. Hann vinnur í flugbransanum og þess vegna átti ég ekki von á að ná að hitta á hann en það gekk sem betur fer upp. Það var ótrúlega gaman að hitta hann eftir langan tíma og spjalla um heima og geima og hitta konuna hans. Þau SAMANTEKT Kristín Sigurrós Einarsdóttir Inga Heiða ásamt Camillu og Caroline. buðu okkur upp á veislu fyrir augu og bragðlauka. Við bjuggum til okkar eigin sósu úr ýmiskonar kryddum og olíum og ég hef ekki töluna á öllum réttunum sem við borðuðum. Ég borðaði t.d. svínaháls og innyfli úr svíni, allskonar bambus og lotusávöxt, pínulítil egg, kjöt og grænmeti. Á miðju borðinu var pottur sem við notuðum til að sjóða matinn. Sem betur fer var pottinum skipt til helminga og soðið misjafnlega kryddað. Ég ákvað að prufa spicy hlutann og ég logaði öll að innan, hélt mig eftir það við hitt soðið. ...Við fórum líka í People´s Park og þar var hellingur af eldra fólki með ýmiskonar blöð og myndir. Það er með þessum hætti að leita að maka fyrir ógift börn sín, skipuleggja stefnumót fyrir þau og bera saman bækur sínar við aðra foreldra í sömu stöðu. Á blöðunum eru mikilvægar upplýsingar t.d. um hæð og þyngd, menntun, laun og fleira. Þetta vakti mig til umhugsunar. Af hverju er ég að standa í þessu veseni sjálf og sérstaklega þar sem ég er ekkert sérlega góð í því? Þegar ég kem heim ætla ég að eiga alvarlegt spjall við foreldra mína. Þau ættu kannski að eyða aðeins minni tíma í að leggja kapal og leggja frekar á ráðin hvernig þau geti komið út sínum einhleypu börnum. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að þau komi sér fyrir í anddyrinu á Skaffó á laugardögum og einbeiti sér algjörlega að þessu verkefni. Ég er sannfærð um að fleiri ellilífeyrisþegar í Skagafirði myndu taka þátt Klikkun ! Það er snjallt að gerast áskrifandi að Feyki núna! Feykir er félagi sem þú vilt ekki vera án! Blaðið kemur út 48 sinnum á ári og jafnan stútfullt af fréttum og dægurefni frá Norðurlandi vestra! Verð til áskrifenda er kr. 450.- * Tilboðið gildir til 31. maí 2014 Ótal fleiri afsláttarkjör fylgja Olís-lyklinum 10.000 króna inneign Feykir býður á ný upp á snilldar áskriftartilboð í samstarfi við verslanir Olís um allt land. Nýir áskrifendur að Feyki í apríl og maí 2014 fá Olís-lykilinn með 10.000 króna inneign. Nýir áskrifendur skuldbinda sig til áskriftar á Feyki í a.m.k. eitt ár. Þú hringir í áskriftarsíma Feykis - 455 7171 - eða sendir póst á feykir@feykir.is og færð sendan Olís-lykil og viðskiptakort. Það eina sem þú þarft að gera er að virkja lykilinn og njóta afsláttanna sem lykillinn býður upp á og 10.000 krónu inneignarinnar... – já og að sjálfsögðu Feykis!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.