Feykir


Feykir - 08.05.2014, Blaðsíða 5

Feykir - 08.05.2014, Blaðsíða 5
17/2014 Feykir 5 Alsýn Rúnar Kristjánsson Aflafréttir vikuna 27. apríl – 04. maí 2014 Tæpum 220 tonnum landað á Sauðárkróki Í viku 18 var landað tæpum 220 tonnum á Sauðárkróki, rúmu hálfu tonni á Hofsósi, rúmum 140 tonnum á Skagaströnd. Engu var landað á Hvammstanga en að sögn Péturs hafnarstjóra hlýtur það að fara að lagast með tilkomu strandveiðanna. /GSG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Fannar SK-11 Grásleppunet 1.181 Gammur II SK-120 Grásleppunet 1.860 Hrappur SK-121 Grásleppunet 520 Klakkur SK-5 Botnvarpa 218.319 Leiftur SK-136 Grásleppunet 2.115 Maró SK-33 Handfæri 200 Már SK-90 Rauðmaganet 7.410 Nona SK-141 Rauðmaganet 3.836 Nökkvi ÞH-27 Rækjuvarpa 13.296 Oddur SK-100 Grásleppunet 6.281 Steini SK-14 Grásleppunet 6.271 Séra Árni SK-101 Grásleppunet 2.080 Vinur SK-22 Grásleppunet 2.519 Þinganes SF-25 Rækjuvarpa 6.131 Alls á Sauðárkróki 218.319 Geisli SK-66 Handfæri 599 Alls á Hofsósi 599 Arnar HU-1 Botnvarpa 375.574 Bjarmi HU-33 Handfæri 790 Blær HU-77 Landb.lína 1.080 Dagrún HU-121 Grásleppunet 15.083 Guðm. Á Hópi GK-203 Landb.lína 1.007 Ólafur M. HU-54 Grásleppunet 2.721 Óli Gísla HU-212 Lína 22.731 Sæfari HU-200 Landb. lína 2.213 Alls á Skagaströnd: 421.299 Knattspyrna Samtök sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra ,,Allur kostnaður skellur á okkur” Uppgjör vegna Norðurslóðaverkefnis til skoðunar Meistaraflokkur kvenna hjá Tindastóli mætir liði KR í úrslitaleik föstudaginn 9. maí nk. Leikurinn hefst kl.19 og verður spilaður á KR vellinum. Mikil óánægja er með valið á vellinum á meðal leikmanna og stuðningsmanna Tindastóls, en KR-ingar hafa spilað alla sína leiki í Reykjavík það sem af er tímabilinu. Feykir hafði samband við Gísla Sigurðsson í meistaraflokksráði kvenna hjá Tindastóli. -Það virðist alltaf vera lengra að keyra á Sauðárkrók heldur en frá Sauðárkróki til Reykjavíkur. KR stúlkurnar eru búnar að spila alla sína leiki í Reykjavík. Stelpurnar okkar eru búnar að fara tvisvar í Bogann, suður, Úlfarsdalinn og eru núna settar á heimavöll KR í úrslitaleik, þetta er bara ósanngjarnt. Landsbyggða- liðin eru alltaf send suður til þeirra. Þetta kostar okkur heilmikið, stelpurnar fórna gríðarlega miklum tíma í þetta, fá sér frí úr vinnu og skóla og allur kostnaðurinn við ferðina skellur á okkur. Þetta væri annað ef kostn- aðinum yrði skipt til helminga líkt og er gert í Bikarnum sem dæmi, segir Gísli. ,,Gæti allt eins verið leikur í undankeppninni” Leikmönnum Tindastóls þyk- ir ansi hart að þurfa að borga allan ferðakostnað auk þess að mæta liði KR á þeirra heimavelli í úrslitaleik. Feykir heyrði í Sunnu Björk Atla- dóttur leikmanni Tindastóls. -Mér finnst þetta auðvitað fáránlegt því þarna er um að ræða úrslitaleik. Ég hélt að spila ætti alla úrslitaleiki á hlutlausum velli, þannig að liðin myndu mætast á miðri leið. Ég veit svo sem að það er ekki hlaupið að því að mæta liði frá höfuðborgarsvæðinu á miðri leið en eitt er víst að heimavöllur KR er ekki á milli Vesturbæjarins og Sauðárkróks! Ég hélt að leikurinn yrði spilaður annað hvort á Skaganum eða í Mosfellsbæ, en fyrst svona er væri alveg eins hægt að hafa hann á Akureyri! Eins skiptir þetta máli varðandi ferðakostnað, en lið eiga sjálf að standa kostnað af ferðum í leiki, sbr. grein 9.1. reglugerðar KSÍ um deildarbikarkeppni kvenna. Því finnst mér ansi hart að þurfa að borga allan ferðakostnað auk þess að mæta liðinu á þeirra heimavelli. Þetta gæti því eins verið leikur í undankeppninni. En hvernig sem þetta vallarmál fer, er engin spurning að við stelpurnar komum til með að láta þetta ekki á okkur fá og mætum ákveðnar til leiks og höfum gaman. Þetta er jú í fyrsta skiptið sem við leikum til úrslita, segir Sunna./GSG Á vegum stjórnar SSNV er verið er að kanna hvort góðir stjórnsýsluhættir hafi verið viðhafðir þegar ráðstafað var fjármunum af reikningi Samtaka sveitarfélaga á NV tengdu verkefni, sem lauk fyrir nokkrum árum, í þágu samtakanna. KPMG og Lögmenn Höfðabakka vinna nú að greinargerð um málið fyrir stjórn samtakanna sem bíða niðurstöðu þeirrar vinnu. Að sögn Þórðar Bogasonar lögmanns SSNV er hægt að gera grein fyrir öllum greiðslum og millifærslum, enginn grunur leiki á að neitt óeðlilegt eða saknæmt hafi farið fram. Bjarni Jónsson, stjórnarformaður SSNV, sagði í samtali við Feyki að um leið og stjórn SSNV og starfandi framkvæmdarstjóra varð kunnugt um málið hafi stjórnin falið KPMG og Lögmönnum Höfðabakka að skoða málið og afla ítarlegri skýringa á uppgjörinu og ferli þess og vinna um það greinargerð. Stjórn SSNV sendi aðildarsveitarfélögum sínum bréf vegna málsins dagsett 10. apríl 2014, þar sem gerð er grein fyrir þróunarverkefninu NORCE sem leitt var af Atvinnuþróunarfélagi Norður- lands vestra (ANVEST) á árunum 2004-2009 og hvernig gerð verður grein fyrir því uppgjöri og tekjufærslum við gerð ársreiknings SSNV fyrir árið 2013. Í bréfinu segir m.a. að sem kunnugt er rann ANVEST inn í SSNV árið 2005 en verkefninu var haldið áfram á kennitölu ANVEST. „Lokauppgjör vegna verkefnis- ins fór hins vegar fram síðar og var ekki gerð sérstaklega grein fyrir því í fjárhagsuppgjöri SSNV. Um þetta var stjórn SSNV ekki kunnugt og telur hún að í samræmi við góða stjórnunarhætti hefði átt að gera grein fyrir því.“ Að lokum segir í bréfinu til sveitar- félaganna að stjórn SSNV vilji af þessu tilefni vekja athygli á því að við ársuppgjör og samþykkt ársreiknings fyrir árið 2013 muni stjórnin greina sérstaklega frá tekjufærslum vegna þátttöku SSNV í verkefninu í gegnum ANVEST og lokauppgjöri þess. „Af hálfu stjórnarinnar er nú unnið að greinargerðinni. Markmið stjórnarinnar er að tryggja að fjárhagslegt uppgjör SSNV taki ávallt til allra þátta í starfsemi samtakanna og sé í samræmi við góða stjórnunarhætti innan stjórnsýslu sveitarfélaga.“ /BÞ ÍÞRÓTTAFRÉTTIR FEYKIS > www.feykir.is/sport Bjarni leiðir lista VG og óháðra í Skagafirði Gréta Sjöfn leiðir K-lista Skagafjarðar Bjarni Jónsson skipar fyrsta sætið á lista VG og óháðra í Skagafirði til sveitarstjórnarkosninganna 31. maí 2014. Annað sætið vermir Hildur Magnúsdóttir og það þriðja Björg Baldursdóttir. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir leiðir K-lista Skagafjarðar fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar sem fara fram þann 31. maí nk. Annað sætið skipar Sigurjón Þórðarson og það þriðja Hanna Þrúður Þórðardóttir. SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2014 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2014 1. Bjarni Jónsson, fiskifræðingur 2. Hildur Magnúsdóttir, atvinnuráðgjafi og viðskiptafræðingur 3. Björg Baldursdóttir, kennari 4. Valdimar Óskar Sigmarsson, bóndi 5. Íris Baldvinsdóttir, grunnskólakennari og þroskaþjálfi 6. Einar Þorvaldsson, tónlistarkennari 7. Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, lista- og sölumaður 8. Úlfar Sveinsson, bóndi 9. Helga Rós Indriðadóttir, óperusöngkona og leiðsögumaður 10. Gísli Árnason, framhaldsskólakennari 11. Helgi Svanur Einarsson, garðyrkjunemi 12. Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, þroskaþjálfi 13. Jónas Þór Einarsson, sjómaður 14. Sigurlaug Kristín Konráðsdóttir, grunnskólakennari 15. Ólafur Þór Hallgrímsson, prestur 16. Lilja Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri og frumkvöðull 17. Harpa Kristinsdóttir, veitingamaður 18. Guðrún Hanna Halldórsdóttir, kennari og deildarstjóri 1. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri 2. Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri 3. Hanna Þrúður Þórðardóttir, frumkvöðull og starfsmaður í liðveislu 4. Ingvar Björn Ingimundarson, nemi 5. Guðni Kristjánsson, ráðgjafi 6. Guðný H Kjartansdóttir, verkakona 7. Gísli Felix Ragnarsson, frístundaleiðbeinandi 8. Þorgerður Eva Þórhallsdóttir, þjónustufulltrúi 9. Jón G. Jóhannesson, sjómaður 10. Steinar Skarphéðinsson, vélstjóri 11. Helgi Thorarensen, prófessor 2. Benjamín Baldursson, nemi 13. Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir, deildarstjóri 14. Þorsteinn T. Broddason, verkefnastjóri 15. Guðrún Helgadóttir , deildarstjóri 16. Leifur Eiríksson, gæðastjóri 17. Pálmi Sighvatsson, bólstrari 18. Ingibjörg Hafstað, bóndi

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.