Feykir


Feykir - 15.05.2014, Side 6

Feykir - 15.05.2014, Side 6
6 Feykir 18/2014 Lárus með Gamla pósthúsið í baksýn. sagt annað en já við mig. Nú síðast sögðust þeir hafa trú á því sem ég er að gera og þess vegna vildu þeir lána mér. Ég var mjög ánægður með það,“ segir Lárus. Á hótelinu er boðið upp á morgunverð með gistingunni og mun dóttir Lárusar, Kristín Ingibjörg, alfarið sjá um veitingahluta rekstursins. „Hún mun sjá alveg um eldhúsið og verður það rekið sér, aðskilið frá rekstri hótelsins. Öll gisting sem seld er inn á hótelið er seld með morgunmat. Síðan get ég hugsanlega selt morgunverð á hina staðina líka en það hefur ekki verið gert hingað til,“ segir Lárus. Auk þess að sjá um morgunverðinn tekur Kristín við hópum, en nú þegar hefur hún tekið á móti 30 konum frá Lionsklúbbi Skagafjarðar í kvöldverð og um 100 konum sem voru á leið frá Reykjavík til Akureyrar og vildu fá sér hádegishressingu á leiðinni. „Þetta gekk allt mjög vel. En við eigum eftir að útfæra þetta aðeins nánar, ég er ekki vanur hótelhaldari,“ segir hann í gamansömum tón. Eftirspurn aukist talsvert í gegnum árin Lárus segist ekki ætla að fara í miklar framkvæmdir á hótelinu að svo stöddu. Hann segist aðallega þurfa að fara yfir húsbúnað, umbúnað á rúm- unum og þess háttar. Utandyra þurfi aðeins að laga til, mála og fara yfir ýmsar skellur. „Framtíðarmarkmiðið er að gera sólpall hér fyrir utan og hugsanlega gera þannig svæði sem fólk getur horft á sólina setjast hér við hafflötin. Ef maður horfir lengra fram í tímann myndi ég vilja skoða hvort hugsanlega sé hægt að gera hér þrjú til fjögur herbergi fyrir hreyfihamlað fólk sem, eins og staðan er í dag, kemst ekki hér inn á efri „Ég er að kaupa þetta til að bæta þessu við sumarhúsa- leiguna, en ég tel það vera heppilega samsetningu. Þá er ég komin með gistinguna í sumarhúsunum, Gamla póst- húsinu sem er ódýrari gisting, sérstaklega í kjallaranum og hentar þeim sem eru með svefnpoka, en svo er aðeins dýrari gisting og uppábúið á efri hæðunum. Hótelið hafði ég svo hugsað sem dýrari gistingu. Svo er ég með þessar fjórar íbúðir sem ég er að vinna í núna en þar get ég tekið við fjórum til fimm í hverja íbúð, alls um 20 manns,“ útskýrir Lárus. Í íbúðunum sem eru við Húnabraut, við hliðina á Samkaupum, verður eldunar- aðstaða og hafa þær einnig þann kost að þær eru skammt frá sundlauginni. „Það er mikill kostur að geta skautað svolítið Býður upp á um 200 gistirými á Blönduósi hæðina. Svo ef maður horfir enn lengra fram í tímann þá er lóð hér í átt að sjónum, sem við köllum hér vestan við, þar væri hægt að byggja hús fyrir gistingu. Þá gætum við hugsanlega tekið á móti rútum.“ Eins og fram hefur komið er í mörg horn að líta hjá Lárusi. Meðfram því að dytta að hótelinu hefur hann verið að koma Gamla pósthúsinu í gott stand. „Þar þurfti að mála að innan og snyrta ýmislegt. Skipta um rúm og hugsanlega að setja upp eldunaraðstöðu. Ég er líka að vinna í því að auka við gistirýmið í Glaðheimum, þ.e.a.s. að setja stiga upp á loftin í nokkrum bústöðum. Þá get ég bætt við gistingu fyrir 12-14 manns. Svo er ég náttúrulega að gera þessar þrjár íbúðir en ég var kominn með eina fyrir. Tíminn verður svo bara að leiða í ljós hvað verður, en nú er ferðatíminn að byrja og verður kominn á fullt eftir svona mánuð. Svo verður maður að horfa í budduna líka og reyna að taka þetta sem mest útúr rekstrinum sem slíkum en ekki að taka mikið af lánum.“ Lárus hefur átt gott samstarf við verkalýðsfélög sem hafa verið með fasta tólf vikna sumarhúsaleigu. Hann hefur fleiri fasta viðskiptavini, en hann segir marga heimsækja Glaðheima ár eftir ár. „Ég fæ líka mikið af Íslendingum. Við erum mitt á milli Akureyrar og Reykjavíkur og fólk sér gistinguna af veginum. Það er kannski að fara langar leiðir, jafnvel frá Austurlandi á Vestfirði eða öfugt. Einnig biður fólk um gistingu ef það er ófært og var nokkuð um það í vetur. Þá hefur eftirspurn erlendra ferðamanna jafnframt aukist og segir hann eftirspurn eftir gistiplássi almennt hafa aukist í gegnum árin. „Eins og staðan er í dag þá er fullbókað í Glaðheimum frá miðjum júní alveg fram í lok september. Það er eitthvað smá til laust í miðri viku. Þegar ég byrjaði í þessum bransa árið 2008 var vertíðin í raun búin upp úr verslunar- mannahelgi, eftir það var bara ekkert að gerast. En á síðasta ári var nóg að gera framundir jól. Það er heilmikið að breytast,“ segir Lárus að endingu en það telur hann góðri markaðs- setningu og auknum fjölda erlendra ferðamanna að þakka. VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir til ef það er upppantað hjá mér á einum stað að geta hliðrað fólki til. Þetta er mjög þægileg heild,“ segir hann en í heildina eru þetta um 200 gistirými sem hann býður nú uppá á Blönduósi. Lárus tók við rekstri Hótel Blönduóss og Gamla póst- hússins sem hann keypti af Ólafi Ívani Wernerssyni, þann 1. apríl sl., en hann hafði einnig keypt Glaðheima af Ólafi á sínum tíma. „Þetta gerðist mjög snöggt, hann í rauninni henti hótelinu í mig,“ segir hann og hlær. „Hann sagði mér að taka við þessu áður en ég var búinn að fjármagna þetta alveg. En ég var svo heppinn, ég setti inn umsókn um fjármögnun og allt gekk upp.“ Það var Byggðastofnun sem fjármagnaði kaupin og talar Lárus um hve ánægður hann sé með stofnunina sem hefur reynst honum einstak- lega vel. „Þeir hafa komið að fleiri málum hjá mér og aldrei Lárus B. Jónsson hefur rekið sumarhúsaleiguna Glaðheima á bökkum Blöndu á Blönduósi frá árinu 2008. Nú hefur hann tekið við rekstri Hótel Blönduóss og gistiheimilisins í Gamla pósthúsinu í miðbæ Blönduóss. Auk þess vinnur Lárus að því að innrétta fjórar stúdíó íbúðir við Húnabraut og er því á góðri leið með að vera kominn með alla flóruna í gerð gistiplássa, eins og hann orðaði það við blaðamann Feykis sem heimsótti hann á dögunum. Tekur við rekstri Hótel Blönduóss og gistiheimilisins í Gamla pósthúsinu

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.