Feykir


Feykir - 22.05.2014, Side 7

Feykir - 22.05.2014, Side 7
19/2014 Feykir 7 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2014x 14 Gerum gott samfélag enn betra Það er krefjandi en fyrst og fremst áhugavert viðfangsefni að vera sveitarstjórnarfulltrúi í Húnaþingi vestra. Í sveitarfélagi sem er fámennt en landmikið er búsetan eðli málsins samkvæmt dreifð og verkefni margbreytileg. Mikilvægt er að stjórnsýsla sveitarfélagsins og þjónusta við íbúa taki mið af þessum aðstæðum svo sem kostur er. Atvinnumálin eru sú lífæð sem samfélagið byggir á. Forsenda núverandi búsetu og lykillinn að því að ungt fólk flytji aftur heim er fjölþætt atvinna. Við viljum hrinda af stað átaks- verkefni til að auka fjárfestingar í atvinnulífinu, jafnframt því að leita leiða til eflingar þeim atvinnurekstri sem fyrir er. Til þess að svo megi verða þarf að ráða starfsmann til a.m.k. þriggja til fjögurra ára sem hafi það hlutverk að kynna sveitarfélagið útávið í samráði við hagsmunaaðila og leita nýrra tækifæra í atvinnumálum. Í sveitarfélagi þar sem foreldrar eiga ekki kost á þjónustu dagmæðra er áríðandi að leikskólinn taki mið af því. Við viljum að leikskólinn þjónusti foreldra að afloknu fæðingarorlofi, þ.e. sé opinn börnum frá 9 mánaða aldri. Jafnframt leggjum við áherslu á öflugan stuðning við foreldra/forráðamenn með frístundakortum og aksturs- B-LISTI FRAMSÓKNAR OG ANNARRA FRAMFARASINNA Í HÚNAÞINGI VESTRA Elín R. Líndal oddviti listans skrifar styrkjum á lengri leiðum til að börn og ungmenni geti sem best nýtt sér framboð íþrótta- tómstunda og dreifnám. Við viljum hrinda í framkvæmd viðbyggingu við íþróttamið- stöðina sem bæta mun aðgengi og notkunarmöguleika allra sem vilja nýta sér þá þjónustu. Við viljum stofna Öldunga- ráð, í samvinnu við félag eldri borgara í Húnaþingi vestra. Ráðið hafi það hlutverk að vera umræðu og samstarfsvett- vangur eldri borgara auk þess að vera ráðgefandi um sín málefni gagnvart sveitarstjórn. Við viljum leita allra leiða til að bæta búsetuskilyrðin í Húnaþingi vestra þ.e. að auka lífsgæði íbúanna. Við viljum að á kjörtímabilinu sem í hönd fer verði lögð hitaveita út um sveitir eins og talið er gerlegt að mati sérfróðra á því sviði. Samhliða lagningu hitaveitunnar verði lagður ljósleiðari. Aðgangur að háhraða nettengingu er eitt af þeim atriðum sem mikilvægt er að sé til staðar bæði hvað varðar lífsgæði og samkeppnishæfni atvinnulífsins. Áríðandi er að knýja á um aukið fjármagn til ríkisins vegna viðhalds héraðs- og tengivega og sækja á varðandi lagningu bundins slitlags á tengivegi. Fjárhagsleg staða sveitar- sjóðs er góð. Fyrir því liggja nokkrar ástæður. Núverandi meirihluti tók við góðu búi og sameining Húnaþings vestra og Bæjarhrepps styrkti söðu sveitarsjóðs. Skatttekjur hafa aukist og framkvæmdir hafa verið í sögulegu lágmarki allt kjörtímabilið. B-listinn hefur ítrekað bent á að á samdráttar- og fólksfækkunartímum ber hinu opinbera að auka fram- kvæmdir þar sem fjárhagslegt svigrúm er til staðar og gera sveitarfélagið enn eftirsóknar- verðara til búsetu. Við viljum ábyrga fjármálastjórn, hag- kvæman og skilvirkan rekstur. Húnaþing vestra hefur gott starfsfólk og ábyrga forstöðu- menn sem halda vel utanum þá fjármuni sem þeir hafa til ráðstöfunar. Samráð við íbúana ætti að vera sjálfsagt í nútíma sam- félagi. Núverandi meirihluti ákvað að hætta þeirri hefð sem hafði skapast að halda íbúafundi þegar ársreikningur lá fyrir þar sem jafnframt var gerð grein fyrir fjárhagsáætlun og fram- kvæmdum ársins. Við leggjum áherslu á að íbúafundir eru góð leið til að virkja íbúa Húnaþings vestra samfélaginu til góðs. Elín R. Líndal oddviti B-lista Framsóknar og annarra framfarasinna Sumarkveðja úr Húnavatnshreppi A-lista, Lista framtíðar í Húnavatnshreppi, skipar samhentur hópur fólks sem með bjartsýni og jákvæðni að leiðarljósi vill leggja sitt að mörkum til eflingar samfélagsins. Húnavatnshreppur hefur eins og stærstur hluti landsbyggðar- innar búið við viðvarandi fólksfækkun sem veikir allar grunnstoðir samfélagsins, skekkir aldurssamsetningu og myndi með óbreyttri þróun valda hruni á byggð. Við sem að A-lista, Lista framtíðar, stöndum höfum fulla trú á að snúa megi vörn í sókn. Við búum að víðfeðmustu gróðursvæðum landsins og landrými er óvíða meira. Sú auðlind gerir ekkert annað en að vaxa. Ferðamenn bruna flestir gegnum Húnavatnssýslur án þess að vita hvað svæðið hefur uppá að bjóða. Því þarf að breyta og markaðssetja svæðið og þá mun ferðamannaþjón- usta verða vaxandi atvinnugrein hér sem annarsstaðar. Þá er atvinnusköpun sem byggir á orku Blönduvirkjunar vonandi ekki langt undan. Ótalin er sú auðlind sem felst í samfélaginu og fólkinu sem í því býr. Góðir skólar, traust félagsleg þjónusta og öflug menningar- og æskulýðs- starfsemi verða aldrei metin til fjár. Listi framtíðar leggur megin áherslu á eflingu atvinnulífs í A-LISTI LISTI FRAMTÍÐAR Í HÚNAVATNSHREPPI Þorleifur Ingvarsson oddviti listans skrifar sveitarfélaginu. Öflugt atvinnu- líf er undirstaðan sem aðrir þættir samfélagsins hvíla á. Grunnatvinnuvegur sveitar- félagsins er hefðbundinn land- búnaður og ræður afkoma hans miklu um framtíð héraðsins. Ferðaþjónusta er vaxtarbrodd- urinn hér sem annarsstaðar og þar finnast veruleg sóknarfæri fyrir héraðið. Ekki síst bindur Listi framtíðar vonir við upp- byggingu ferðaþjónustu á Hveravöllum. Nýta þarf þau tækifæri sem í boði eru varðandi nýsköpun í atvinnulífi og má í því sambandi nefna mögulega atvinnustarfsemi á Húnavallasvæðinu, í Dals- mynni og Húnaveri. Traust fjárhagsstjórn og skilvirkni í rekstri sveitar- félagsins eru nauðsynlegir þættir til að árangur náist. Ef fjárhagsleg afkoma sveitarfél- agsins leyfir þá verður leitast við að létta álögum á íbúanna. Má í því sambandi nefna sérstaklega fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði. Vel rekinn skóli og öflugt skólastarf er ein af grunn- stoðum hvers sveitarfélags. Húnavallaskóli og leikskólinn Vallaból eru og verða þungamiðjan í sveitarfélaginu og þar mun unga kynslóðin stíga sín fyrstu spor á náms- brautinni. Ástand tengi-og héraðsvega í Húnavatnshreppi eru víðast algjörlega ófullnægjandi. Tengi- vegirnir flestir slæmir malar- vegir og héraðsvegirnir margir að breytast í moldarslóða. Viðhald og endurbætur á vegakerfinu hefur verið í algjöru lágmarki og verður ekki við svo unað mikið lengur. Fjarskipti þ.e. sími, útvarp, sjónvarp og netsamband eru nauðsynlegur þáttur í tilveru hvers manns. Enn er töluvert í land að þessi mál séu í við- unandi horfi í Húnavatns- hreppi. Ástand vega, og ekki síður fjarskiptamálin, eru orðin hamlandi fyrir eðlilegri byggða- þróun í sveitarfélaginu því verður það forgangsmál á næsta kjörtímabili að ná fram úr- bótum. Við sem að A-lista, Lista framtíðar í Húnavatnshreppi, stöndum höfum reynslu, metnað og kraft til að fylgja fram baráttumálum listans og vonumst eftir góðum stuðningi í kosningunum 31. maí næst- komandi. Fyrir hönd A-lista, Lista framtíðar. Þorleifur Ingvarsson

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.