Feykir


Feykir - 22.05.2014, Blaðsíða 11

Feykir - 22.05.2014, Blaðsíða 11
19/2014 Feykir 11 SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2014x 14 Skagafjörður virkur og vel tengdur! K-listinn er raunverulegur kostur til breytinga, trúnaður frambjóðenda er eingöngu við íbúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar og hagsmuni þeirra, því við erum ekki bundin klafa sérhagsmuna eða fyrirtækjum. Við viljum eiga frjóa og skapandi umræðu með ykkur íbúum um málefni sveitarfélagsins, markaðssetningu þess og framþróun. Við viljum að Skagafjörður sé öflugt sveitarfélag sem er þekkt fyrir frjóa hugsun, nýsköpun og lífsgæði. Fjölga þarf íbúum, síðastliðin fjögur ár hefur íbúum sveitar- félagsins fækkað verulega eða um 153, og eru íbúar sveitar- félagsins komnir niður fyrir 4000 og hafa aldrei verið færri eftir stofnun sveitarfélagsins. Fækkað hefur veruleg íbúum yngri en 45 ára. Við viljum opna umræðu um þessa þróun og svara því hvers vegna hún hefur orðið. Einn þáttur sem vert er að skoða er launaþróun, hvar stöndum við í samanburði við önnur sveitarfélög. Því miður hefur ekki verið vilji til þess að vinna slíka könnun hjá núverandi meirihluta. Breyta þarf afstöðu ríkis- stjórnarinnar til opinberrar þjónustu í Skagafirði, en veru- legur niðurskurður hefur verið hjá stofnunum ríkisins. Frá K-LISTI SKAGAFJARÐAR Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir oddviti listans skrifar árinu 2008 hefur störfum fækkað verulega og einna mest hjá Heilbrigðisstofnuninni, Hólaskóla og Fjölbrautaskól- anum, eða samtals um 52 stöðugildi. Ekki er raunverulegur vilji til þess hjá núverandi ríkisstjórn að koma með jákvæðum hætti til samninga við sveitarfélagið um yfirtöku þess á rekstri Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki. Það kom skýrt fram á fyrsta fundi sveitar- félagsins og velferðarráðu- neytisins. Stjórnvöld léku þann leik að draga málið á langinn og setja á svið málamyndaviðræður rétt fyrir kosningar. Næsta sveitarstjórn sem kosin verður 31. maí þarf að hafa kjark og dug til þess að standa vörð um heilbrigðisþjónustu í héraði og virkja Skagfirðinga alla á bak við sig í þeirri baráttu sem framundan er. Við viljum setja skýr markmið um heilbrigðis- þjónustu í Skagafirði, því öflug heilbrigðisþjónusta er grund- völlur búsetu og búsetuvals fólks. Sýna þarf framsýni í sam- göngumálum í víðasta skilningi þess orðs, efla samgöngur innan héraðs og tengja allt sveitar- félagið betur við umheiminn með öflugum fjarskiptum. Vinna að bættum almennings- samgöngum og tengja Skaga- fjörð og Eyjafjörð með jarð- göngum undir Tröllaskaga og efla með því byggðaþróun og atvinnulíf. K- listinn sér mikil tækifæri í breytingum á stjórn fiskveiða með auknu frelsi til fiskveiða. Ljóst má vera að aukið frelsi og markaðsvæðing greinarinnar myndi hækka laun þeirra sem starfa í greininni og efla atvinnulíf á Hofsósi og Sauðárkróki. Við viljum jákvæða umræðu sem leysir úr læðingi kraft og vilja íbúa. Við ætlum að standa vörð um og efla opinbera þjónustu, stofnanir og atvinnu, með nýsköpun að leiðarljósi. Við viljum öflugt lýðræði, opna og virka stjórnsýslu. Við viljum að íbúar séu upplýstir um og boðin þátttaka í afgreiðslu mála í sínu nærumhverfi m.a. með opnunartíma sundlauga. Við höfum skýra framtíðar- sýn sem við viljum vinna að í virku samtali við og með íbúum, fyrirtækjum, stofnun- um og landeigendum. K-listinn er skipaður reynslu- og kraftmiklu fólki sem hefur kjark og þor til að taka og framkvæma ábyrgar ákvarðanir með hagsmuni íbúa að leiðarljósi. Góðan og gleðilegan dag. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, skipar 1. sæti K- lista Skagafjarðar Fjölskylduvænt samfélag þar sem öllum eru búin tækifæri við sitt hæfi í leik og starfi Nýr dagur – ný tækifæri eru kjörorð VG og óháðra. Við viljum búa vel að börnunum okkar, fjölskyldunni, eldri borgurum og skapa samfélag þar sem allir fái notið tækifæra sinna. Nýta þann mannauð og möguleika sem Skagafjörður hefur upp á að bjóða og byggja hér upp fjölbreytt mannlíf og öflugt atvinnulíf. Á framboðslista okkar er blanda af nýju kraftmiklu fólki og einstaklingum með góða reynslu af sveitarstjórnar- störfum, sem bjóða fram krafta sína til að vinna fyrir Skag- firðinga. Við erum stolt af þeim árangri að leikskólagjöld og skólamáltíðir séu nú hér orðin þau ódýrustu á landinu. Þennan árangur ber að varðveita og stefna að gjaldfrjálsum skóla. Til að koma til móts við fjölbreyttar þarfir barna og ungmenna í sveitarfélaginu þarf að einfalda styrkveitingar til frístundastarfs og gæta þess að stúlkur njóti möguleika og stuðnings til jafns við drengi. Ljúka á útivistar-svæði með leiktækjum og útikennslustofu í Litla Skógi ásamt tengingu við útivistar-hring sem inniheldur Nafirnar, smábátahöfnina og ströndina. Þá verði unnið með hugmyndir um ylströnd og leiksvæði við smábátahöfnina með tengingu við norðurbæ- inn. Ennfremur teljum við að skoða ætti sambærilega úti- V-LISTI VG OG ÓHÁÐIR Í SKAGAFIRÐI Bjarni Jónsson og Hildur Þóra Magnúsdóttir skrifa vistarhringi á fleiri þéttbýlis- stöðum. Efla þarf miðbæ S au ð á r k r ó k s sem þjónustu og íbúakjarna og auka við og bæta göngu- og hjólreiðastíga um bæinn. Sömuleiðis verði hugað að slíku í öðrum þéttbýliskjörnum ásamt fleiri opnum svæðum og leikvöllum. VG og óháðir vilja bæta aðgengi að byggingum sveitarfélagsins og að sveitar- félagið hafi forgöngu um samstarf við fyrirtæki og stofnanir um átak í aðgengis- málum. Gangbrautir og göngu- stígar á þéttbýlisstöðum í sveitarfélaginu verði gerðir að- gengilegri þannig að hægt sé að komast um án hindrana Grundvöllur góðs skólastarfs er að börnum og starfsfólki líði vel á sameiginlegum vinnustað. Ráðast verður í umfangsmiklar umbætur á skólahúsnæði og lóð í Varmahlíð, Hofsósi og Sólgörðum og finna lausn á húsnæðisvanda leikskólans Birkilundar sem best sátt er um. Þá fari tónlistarskólinn og Árskóli undir sama þak og haldið verði áfram umbótum og uppbyggingu á þeirri aðstöðu sem fyrir er. Stefna á að því að tónlistarnám og grunn- skólastarf verði undir sama þaki í öllu héraðinu. Almennt þarf að gæta að því að jafnréttis- áætlun sveitarfélagsins verði lifandi stefna og henni fylgt eftir í verki. Liður í að skapa hér enn fjölskylduvænna umhverfi er að hefja enduruppbyggingu sund- laugar Sauðárkróks með góðu aðgengi, ásamt leik- og útisvæði, heitum pottum, vaðlaugum, rennibrautum og öðrum leik- tækjum. Öflug heilbrigðisþjón- usta er einnig hornsteinn hvers samfélags. Því viljum við snúa vörn í sókn fyrir Heilbrigðis- stofnunina og samþykkjum ekki að hún verði lögð niður. Við viljum gera gott samfélag betra. Vinna að fjölþættri atvinnuuppbyggingu, varðveita og nýta auðlindir héraðsins og náttúru, mannauðinn, okkar öfluga rannsókna- og skólastarf hjá Hólaskóla og FNV, þróunar- starf og sprota sem dafna í héraðinu. Þá miklu möguleikar sem felast í matvælaframleiðslu og vinnslu. Sérstök átaksverk- efni eins og í Hofsós geta skilað miklu, tækifærin í héraðinu í vaxandi ferðaþjónustu, og stærri verkefni sem henta vel í Skagafirði eins og koltrefja- verksmiðja, sem atvinnumála- nefnd sveitarfélagsins vinnur nú að því að rísi í héraðinu. Bjarni Jónsson og Hildur Þóra Magnúsdóttir skipa 1. og 2. sæti VG og óháðra

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.