Feykir


Feykir - 22.05.2014, Síða 16

Feykir - 22.05.2014, Síða 16
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 19 TBL 22. maí 2014 34. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Kerla í Kína Heimshornaflakk Ingu Heiðu heimshornaflakkarans og brottflutta Skagfirðingsins Ingu Heiðu. Við ljúkum nú glefsum úr ferðasögu hennar þar sem hún er komin til Kína og við það að týnast í mannfjöldanum þar. En áreiðanlegar heimildir herma að Inga Heiða sé komin heim heilu og höldnu og þökkum við henni fyrir að leyfa okkur að birta brot úr sinni skemmtilegu og kómísku ferðasögu. -Síðasti áfangastaðurinn minn í Kína er höfuðborgin sjálf en þar búa um 25 milljónir! Ég hefði sennilega ekki getað valið verri tíma til að ferðast þangað því um þessar mundir eru frídagar og þá eru margir (sko, margir sinnum sjö!) Kínverjar á faraldsfæti. Það útskýrir líka hvers vegna mér gekk hálf illa að bóka gistingu, ég gisti 5 nætur á 3 hótelum. Ég hafði nánast ekkert undirbúið mig fyrir Beijing og áttaði mig ekki á hvað það færi mikill tími í að átta sig á borginni, ferðast á milli staða, skipta um hótel, bíða og labba á eftir milljónum kínverja sem ganga mjöööög hægt. En ég hafði rúman tíma og náði að gera flest sem ég hafði ætlað mér... The Orchid bauð líka upp á dumplings námskeið sem ég skellti mér á. Þetta var mjög kósý og skemmtilegt kvöld, það voru 4 nemendur og frábær kennari. Góður matur og nóg af víni. Nú er ég útlærð í gerð dumplinga, mmmm þeir eru svo góðir. Mér finnst þó soðnir betri en þeir sem eru steiktir á pönnu. Ég veit ekki hvort það sé til nafn fyrir þá á íslensku en ef þið skiljið ekki hvað ég á við þá er mynd hér að neðan... Fyrsta daginn fór ég að skoða Forboðnu borgina ásamt hundruð þúsunda annarra. Ég stóð hjá miðasölunni og var að reyna að ná áttum þegar það kemur stelpa til mín og við förum að spjalla saman, þetta var hin norska Amalía. Stuttu seinna kemur kínversk stelpa til okkar og býður upp á leiðsögn, öllum svona tilboðum á maður víst að taka með vara en við SAMANTEKT Kristín Sigurrós Einarsdóttir slógum til og það var bara mjög fínt. Forboðna borgin er mjög stór og við náðum ekki að skoða öll 9.999 herberg- in! Forboðna borgin var byggð á árunum 1406 til 1420 og var höll keisarans í tæp 500 ár. Hún hefur verið á heimsminjalista UNESCO frá árinu 1987... Toppurinn á tilverunni var þó að stíga fæti á sjálfan Kínamúrinn. Ég bókaði ferð til Jin Shan Ling og gekk yfir til Si Ma Tai. Þetta var rúmlega 7 km ganga og við gengum í gengum 22 turna. Fyrstu 9 turnarnir, minnir mig, voru á svæði sem hafði verið endurgert en restin var gengin á upprunalega múrnum. Þetta var mögnuð lífsreynsla og erfitt að ímynda sér vinnuna við að gera múrinn og hvað hefur gerst á honum í aldanna rás. Algjörlega ógleymanlegur dagur! - - - - - Við segjum nú skilið við Ingu Heiðu eftir skemmtilega samfylgd. Í næstu viku hefst nýr og spennandi ferðaþáttur þar sem við fáum að fylgjast með ferðum Fríðar Finnu Sigurðardóttur, sem m.a. hefur klifið Kilmanjaro. Í undanförnum tveimur tölublöðum höfum við fylgst með ferðum Þessir munkar voru allir með iPhone 5s og ég sem hætti við að ganga í Karmel klaustrið í Hafnarfirði því ég hélt að ég mætti ekki taka Æfón Inguson með mér! Inga Heiða við Kínamúrinn. Ingað Heiða á námskeiði í gerð dumplinga.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.