Feykir - 12.06.2014, Síða 5
22/2014 Feykir 5
HILDUR
Albertsdóttir
árgangur 1995
SUNNA BJÖRK
Atladóttir
árgangur 1989
HRAFNHILDUR ÓSK
Halldórsdóttir
árgangur 1997
HUGRÚN
Pálsdóttir
árgangur 1997
STELLA DRÖFN
Bjarnadóttir
árgangur 1997
SVAVA RÚN
Ingimarsdóttir
árgangur 1990
LAUFEY RÚN
Harðardóttir
árgangur 1993
GUÐRÚN JENNÝ
Ágústsdóttir
árgangur 1991
RAKEL SVALA
Gísladóttir
árgangur 1994
VIGDÍS
Sveinsdóttir
árgangur 1996
CAROLYN
Polcari
árgangur 1990
BRYNHILDUR
Ólafsdóttir
árgangur 1993
SIGURVEIG ANNA
Gunnarsdóttir
árgangur 1996
BRYNDÍS RÚN
Baldursdóttir
árgangur 1995
EVA MARGRÉT
Hrólfsdóttir
árgangur 1996
ÓLÍNA SIF
Einarsdóttir
árgangur 1996
SNÆBJÖRT
Pálsdóttir
árgangur 1993
BRYNDÍS RUT
Haraldsdóttir
árgangur 1995
BRÍET
Guðmundsdóttir
árgangur 1996
ASHLEY MARIE
Jaskula
árgangur 1991
GUÐNÝ VAKA
Björnsdóttir
árgangur 1997
HELGA
Þórsdóttir
árgangur 1995
HRAFNHILDUR
Björnsdóttir
árgangur 1997
IÐUNN
Helgadóttir
árgangur 1997
JÓNA MARIA
Eiríksdóttir
árgangur 1998
KOLBRÚN ÓSK
Hjaltadóttir
árgangur 1998
SIGRÍÐUR
Björnsdóttir
árgangur 1996
ÞÓRA RUT
Jónsdóttir
árgangur 1992
ÍÞRÓTTAFRÉTTIR www.feykir.is/ithrottir
„Fótboltinn alltaf verið
mín uppáhalds íþrótt“
Spjallað við Carolyn Polcari – leikmann Tindastóls
Carolyn Polcari er 24 ára
leikmaður hjá Tindastóli sem
kemur frá Richardson í Texas,
sem er úthverfi norður af
Dallas í Bandaríkjunum.
Þetta er annað sumarið sem
Carolyn spilar með liði
Tindastóls og hefur hún verið
góð viðbót í liðið.
Hvenær byrjaðiru að æfa
fótbolta? -Ég byrjaði að spila
fótbolta þegar ég var fjögurra
ára gömul. Fyrsta liðið sem ég
spilaði með hét The Jets þar sem
voru bara strákar í liðinu og ég
var eina stelpan. Ég prófaði fullt
af íþróttum í æsku, svo sem
tennis, sund, körfubolta, fim-
leika og fleira, en fótboltinn
hefur alltaf verið og mun alltaf
vera mín uppáhalds íþrótt.
Hvers vegna varð Ísland fyrir
valinu? -Þegar ég var að spila
með UAB þá kom stór hluti
leikmannanna frá öðrum
löndum allsstaðar að úr heim-
inum. Ég naut þess að heyra um
þeirra menningu og hvernig
þeir ólust upp við að spila
fótbolta. Þegar ég lauk fyrsta
árinu mínu í framhaldsskóla fór
ég til Hollands til að spila með
liði sem heitir SC Cambuur. Það
var frábær reynsla og opnaði
augu mín fyrir því að ferðast og
spila fótbolta í öðrum löndum.
Ég vissi ekki mikið um
Ísland eða Tindastól þegar
Leslie (leikmaður Tindastóls
síðasta sumar) spurði mig hvort
ég hefði áhuga á að koma með
henni til Íslands að spila með
Tindastóli yfir sumarið, en ég
elska að ferðast og að spila
fótbolta svo ég sagði henni að ég
væri til í smá ævintýri og dreif
mig með henni.
Hvernig er að spila með
Tindastól? -Ég hef mjög gaman
af því að spila með Tindastóli og
fá að kynnast öllum stelpunum
í liðinu. Þetta er frábær staður
til að læra nýja hluti um leikinn
og einnig kenna öðrum leik-
mönnum það sem ég hef lært.
Svo er ég með æðislega fóstur-
fjölskyldu hérna sem hefur
tekið mér eins og einni af þeim
og gert dvöl mína á landinu
ennþá einstakari.
Hver er fyrirmynd þín í bolt-
anum? -Mia Hamm var helsta
fyrirmyndin mín þegar ég var
að alast upp, ég átti allar bæk-
urnar um hana, boli og vegg-
irnir í herberginu mínu voru
fullir af plaggötum með
myndum af henni. Eftir að ég
varð eldri þá hef ég ekki átt
neina sérstaka fyrirmynd, í dag
hef ég aðalega gaman af því að
fylgjast með liðum sem spila
fallegan bolta.
Hver er uppáhalds staðurinn
þinn á Íslandi? -Það er erfitt að
velja einn uppáhalds stað, hvert
sem ég lít þá er eitthvað sem
grípur augað. Stelpurnar í liðinu
hlæja alltaf jafn mikið af mér
þegar þær sjá mig taka myndir
af fjöllum, en útsýnið hérna er
bara svo fallegt! Það er ekkert
þessu líkt í Dallas. Ég hlakka þó
mest til að fara aftur út í
Drangey, en nokkrar stelpur úr
liðinu ætla að fara með mér
þangað helgina áður en ég fer
aftur til Bandaríkjanna.
Heldurðu að þú komir aftur
næsta sumar? -Því miður mun
ég ekki geta komið aftur næsta
sumar. Ég fer aftur í skólann í
júlí til að halda áfram í lækna-
náminu, en ég mun án efa koma
aftur til Íslands í heimsókn og
vona að stelpurnar í liðinu eigi
eftir að gera sér ferð til Banda-
ríkjanna til að heimsækja mig.
Tindastóll - meistaraflokkur kvenna
Liðskynning - 1. deild kvenna
VIÐTAL
Guðrún Sif Gíslasdóttir