Feykir


Feykir - 12.06.2014, Blaðsíða 9

Feykir - 12.06.2014, Blaðsíða 9
22/2014 Feykir 9 Garún Icelandic Stout var kosinn besti bjórinn Bjórhátíðin á Hólum 2014 Bjórhátíðin á Hólum var haldin laugardaginn 7. júní síðastliðinn. Rúmlega 110 gestir mættu á hátíðina sem þýðir eiginlega að það hafi verið uppselt að sögn Brodda Reyrs Hansen, einum af skipuleggjendum hátíðarinnar. Boðið var uppá grillaðar heimagerðar bratwurst/curry- wurst pyslur og rifið hægeldað svín (e. pulled pork), auk nýbakaðra saltkringla (þ. bretzel). Keppt var í kútaralli (þ. fassbierrollen) og voru vegleg verðlaun samsett af bjórum frá Founders, Mikkeller, To-Öl og BrewDog, allt gefið af Járn og Gler sem sérhæfir sig í innflutningi á eðalbjór. Þátttakendur gátu kosið um besta bjór hátíðarinnar og í þetta sinn vann bjórinn Garún Icelandic Stout frá Borg brugghúsi, í öðru sæti var Ship-o-hoj frá brúgghúsinu í Ölvisholti, Víking-Einstök fékk þriðju verðlaun fyrir Arctic-Berry- Ale. Einnig fékk Víking- Einstök verðlaun fyrir besta básinn. Að sögn Brodda Tekið við verðlaunum fyrir besta bjórinn. Mynd: Bjórsetur Íslands Frá hátíðinni. Mynd: GSG skemmtu allir þátttkendur sér mjög vel bæði úti og inni enda var veður með eindæmum gott. /GSG Ævintýralegar ferðir í sumar Ferðaþjónustan Bakkaflöt Klara Sólveig Jónsdóttir og Sigurður Friðriksson stofnuðu Ferðaþjónustuna Bakkaflöt árið 1987 og hefur staðurinn verið byggður upp smátt og smátt síðan. Byrjað var með nokkur herbergi, veitingasal og tjaldstæði. Upp úr 1990 var svo bætt við tveimur sumarhúsum og fleiri herbergi innréttuð í aðalbyggingunni. Árið 1993 var farið að kanna jökuls- árnar sem nýjan afþrey- ingarmöguleika, það var þó ekki boðið upp á flúðasiglingar (e. river rafting) niður Austari og Vestari Jökulsárnar fyrr en 1996. Í dag eru flúðasiglingarnar orðnar stór partur af starf- seminni og má líta á Bakkaflöt sem eins konar miðstöð flúðasiglinga á Norðurlandi. Að sögn Finns Sigurðssonar, sonar Klöru og Sigurðar, eru árnar mjög hentugar fyrir flúðasigl- ingar, bæði hvað varðar vegalengdir, erfiðleikastig og síðast en ekki síst stórbrotið umhverfi. Vestari áin er styttri og hentar því vel fyrir skólahópa, fjölskyldur og fyrirtæki. Austari áin hentar aftur á móti betur fyrir þá sem vilja meiri extreme ferð, en 18 ára aldurstakmark er í ána þar sem hún er talin vera í 4+ erfiðleikastigi af fimm mögulegum. „Gil Austari árinnar er mjög djúpt, stórbrotið, gróðri vaxið og litskrúðugt. Stoppað er svo við Græna herbergið þar sem allir fara úr bátunum og skoða flúðina áður en hún er sigld. Næst er stoppað á stað þar sem fólki er boðið að stökkva fram af kletti sem er um 9 m hár. Þegar komið er niður að upptökustað okkar í Villinga- nesi bíður heit kjötsúpa sem er orðin hefð í þessum ferðum. Síðan tekur við 25 mínútna akstur til baka á Bakkaflöt þar sem endað er á því að fara í heitu pottana. Þetta er ferð sem fólk getur farið í á hverju ári og fær aldrei leið á, enda orðið árlegur viðburður hjá mörgum fyrirtækjum og vinahópum. Austari áin er talin ein af flottustu raftingám í Evrópu og SAMANTEKT Guðrún Sif Gíslasdóttir ættu allir þeir sem eru með þessar náttúruperlur í bak- garðinum og hafa ekki farið að skoða þetta,“ segir Finnur. Nýr Paintball-völlur opnaði í vor Á Bakkaflöt eru hátt í þrjátíu gistiherbergi, tvö sumarhús, tjaldstæði, heitir pottar og lítil sundlaug, veitingasalur sem rúmar hátt í 100 manns, veitingasala og bar. Árið 2011 var svo tekinn í notkun Wipeout-garður sem var hannaður og ætlaður aðallega fyrir skóla- og starfsmanna- hópa og hefur hann notið mikilla vinsælda. „Síðastliðin þrjú sumur höfum við komið upp upp- blásnum Paintball-velli til að þjónusta skólahópana sem eru mikið hjá okkur, en núna í vor var smíðaður fastur Paintball- völlur við hliðina á Wipeout- garðinum sem verður opinn og hægt að taka við hópum allt sumarið,“ bætir Finnur við. Flúðasiglingarnar eru hressandi. Mynd: Bakkaflöt Hasar á nýja PaintBall-vellinum. Mynd: Bakkaflöt Frá Wipeout-vellinum á Bakkaflöt. Mynd: GSG

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.