Feykir - 12.06.2014, Síða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða
annað skemmtilegt efni í Feyki?
Hafðu samband. Síminn er 455 7176
og netfangið feykir@feykir.is
22
TBL
12. júní 2014 34. árgangur
Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981
Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki barst gjöf frá
Lionsklúbbnum Höfða, en meðlimir klúbbsins afhentu
stofnunni 24 tíma blóðþrýstingsmæli á dögunum.
Samkvæmt vef stofnunarinnar kemur gjöfin sér afar
vel þar sem eldri mælirinn var orðinn ónothæfur. /GSG
Forvitnast í fataskápa:
Védís Elfa Torfadóttir
Litrík og lúkkar vel við eldhússtörfin!
Ferðanefnd seinasta fataskáp-
sinnlits ákvað að skora á hana
Védísi Elfu Torfadóttur að taka á
móti Fröken Fabjúlöss þessa
vikuna. Védís er fædd og uppalin
Akureyrarmær en er þó í raun
hálfur Eyfirðingur og hálfur
Þingeyingur með sterk sveita-
stelpugen og eyddi hún nokkrum
sumrum hjá afa sínum og ömmu
í sveitinni.
Hún kynntist skagfirskum hesta-
manni, Helga Ingimarssyni sem
tældi hana í fjörðinn fagra og
ætlaði hún að prufa svona tvö til
þrjú ár, en mörgum árum síðar
situr hún sem fastast á Króknum
en fer skottúra til Akureyrar í
fjölskyldu- og vinahittinga.
En hvað er það sem er í algjöru
uppáhaldi hjá Védísi og hún
getur ekki verið án?
- Ef það er eitthvað sem ég get
ekki verið án, þá er það eldhús-
svuntan mín sem er svona líka fín
og falleg. Það er nú alveg nauð-
synlegt að lúkka vel við eld-
húsverkin og ekki skaðar að
flíkurnar mínar eru blettalausar
þar sem ég elda aldrei án hennar.
Þessa svuntu gaf mamma mér og
er hún partur af skemmtilegri
áskorun sem ég skoraði sjálfa mig
á fyrir um þremur árum síðan – að
fara að lifa lífinu í lit! Þetta gekk
aðallega út á það að færa mig úr
gömlu sauðalitunum yfir í sterka
UMSJÓN MEÐ
FRÖKEN FABJÚLÖSS
Hrafnhildur Viðarsdóttir
[ frokenfab@feykir.is ]
liti. Hægt og rólega fór ég af stað,
það var ekkert auðvelt til að byrja
með þar sem ég var haldin þeirri
ranghugmynd að rauðhærðir
gætu alls ekki klæðst litum og svo
var tískan bara svart/hvít. Þannig
að ég fór í Skagfirðingabúð, keypti
efni, þurrkaði rykið af sauma-
vélinni, teiknaði, klippti og saum-
aði kjól. Síðan þá er ég líklega búin
að sauma eða prjóna flíkur á mig í
nánast öllum heimsins litum, með
blómamunstri, skræpótt, einlitt
eða röndótt. Sumir litir reyndust
þó erfiðari en aðrir en margir litir
komu mér skemmtilega á óvart.
Það hefur verið ótrúlega gaman að
fara svona hressilega út fyrir
þægindarammann, fyrir utan
hversu gott það er fyrir sálina að
lifa lífinu í lit.
Þetta finnst Fröken Fabjúlöss
algjörlega brilljant, að skora
svona á sjálfa sig- Enda er
Frökenin nú þekkt fyrir að vera
nokkuð áhugasöm um liti
hverskonar! En hver er það svo
sem tekur við gestgjafahlut-
verkinu af Védísi?
- Ég ætla að skora á frænku mína,
Sigurveigu Dögg Þormóðsdóttur
sem er alveg mögnuð prjóna- og
hannyrða kona að segja okkur frá
einhverju sem er í uppáhaldi hjá
henni eða því sem hún getur ekki
verið án.
HELGARTILBOÐ
Ti
lb
oð
g
ild
a
m
eð
an
b
irg
ði
r e
nd
as
t
Krydduð lambalæri 1298,-kg
Kryddaðar svínakótilettur m/beini
1298,-kg
Léttreyktar hunangs-svínakótilettur
1798,-kg
FILIPPO BERIO ólífuolía 500ml 498,-
Epli gul 259,-kg
Epli rauð 259,-kg
Iceberg 198,-kg
Smjörvi 400gr 359,-
Camembert 150gr 369,-
Gevalia kaffi 500gr 589,-
Túnfiskur 185gr 239,-
Kók 2 ltr 269,-
Kók cero 2 ltr 269,-
Capri – Sonne orange 5pk 198,-
Rits kex 200gr 169,-
Vanillukremkex 500gr 298,-
Súkkulaðikremkex 500gr 298,-
Ribsgel 400gr 229,-
Súrt mix 250gr 239,-
Vingummimix 250gr 239,-
Gjöf frá Lkl. Höfða
Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki
Frá afhendingunni. MYND: HS