Feykir


Feykir - 17.07.2014, Blaðsíða 1

Feykir - 17.07.2014, Blaðsíða 1
 á BLS. 6-7 BLS. 8 Húnavaka um helgina Fjölbreytt og fjölskylduvæn dagskrá BLS. 8 Páll Sigurðsson prófessor og höfundur árbóka F.Í. um Skagafjörð í opnuviðtali Getur alltaf kallað fram útsýnið yfir Fjörðinn frá Nöfum Eyþór Árnason frá Uppsölum lætur sig dreyma um leið og hann stýrir áskorendapennanum Flogið norður 27 TBL 17. júlí 2014 34. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BÍLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla, vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N www.riverrafting.is - s: 453 8245 Paintball River rafting Wipeout Tjaldstæði Heitir pottar LISTAFLÓÐ Á VÍGASLÓÐ Viðburðarík helgi á Syðstu-Grund Megn óánægja Hollvinasamtaka HS Sameining heilbrigðisstofnana Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnun- arinnar á Sauðárkróki lýsa yfir megnri óánægju með ákvörðun heilbrigðis- ráðherra um sameiningu stofnunar- innar í Heilbrigðisstofnun Norður- lands frá og með 1. okt. nk. Samtökin sendu frá sér yfirlýsingu vegna málsins sl. þriðjudag. Vitna samtökin í frétt á heimasíðu Velferðarráðuneytisins um setningu reglugerðar þar að lútandi, þar sem segir orðrétt: „Markmiðið með sameiningu heilbrigðisstofnana er að styrkja rekstrar- og stjórnunareiningar, auka öryggi íbúa með góðri heilbrigðisþjónustu og nýta fjármuni betur. Með sameiningum færist ákvarðanataka í auknum mæli frá ráðu- neyti til heimamanna. Í aðdraganda sameininganna munu verðandi forstjórar ásamt starfsmönnum ráðuneytisins hafa samráð við sveitarstjórnarmenn á við- komandi svæðum.“ Telja samtökin þessi markmið ekki trúverðug: „Rekstrar- og stjórnunarum- hverfi stofnunarinnar mun veikjast þar sem ákvörðunarvaldið færist fjær henni. Öryggi íbúanna verður frekar ógnað þar sem fara þarf um langan veg til að nálgast ýmsa þjónustu sem nú er til staðar í heimabyggð. Kostnaður vegna heilbrigð- isþjónustu almennt mun aukast eftir því sem íbúar þurfa að fara um lengri veg til að sækja sér þjónustuna, með tilheyrandi vinnutapi og óhagræði fyrir íbúana. Stjórnunarvald stofnunarinnar mun færast fjær og ákvarðanavald heima- manna mun því veikjast til muna,“ segir í yfirlýsingunni frá samtökunum. Benda samtökin á að nú þegar sé erfitt að fá lækna og hjúkrunarfólk til starfa á landsbyggðinni og telja að sameiningin muni auka enn frekar á þá erfiðleika og leiða til enn frekari brottflutnings mennt- aðs starfsfólks þeirra og þannig veikja enn frekar byggðirnar umhverfis þær. „Það er með öllu ólíðandi að ráðherra og ráðuneyti hans skuli fara fram með þeim hætti sem raun ber vitni. Holl- vinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki skora á ríkisstjórn Íslands að grípa inn í þann óheillafarveg sem málið er komið í og ljúka nú þegar þeim viðræðum sem hafnar eru við Sveitar- félagið Skagafjörð um yfirtöku á rekstri HS og hlusta á vilja heimamanna,“ segir að lokum í yfirlýsingunni. /KSE Þessi ungi herramaður tók þátt í kraftakeppninni Sterkasti Brandurinn, þar sem gömlum hestasteini var lyft. Ljósm./GSG Það var mikið um gleði og gaman á Syðstu-Grund þegar hátíðin Listaflóð á vígaslóð var haldin um síðustu helgi. Hátíðin hófst með kvöldvöku í Kakalaskála á föstudagskvöldinu þar sem hinir ýmsu skemmtikraftar stigu á stokk. Á laugardeginum voru hádegistónleikar í Miklabæjarkirkju með BAK tríóinu og Pétri. Eftir tónleikana bauð Sigurður Hansen gestum hátíðarinnar í göngutúr á Haugnesgrundir og síðan hófst fjölskylduhátíðin Sunnan við garðinn hennar mömmu á Syðstu-Grund. Þar var fjölbreytt dagskrá með leikjum, lifandi tónlist, handverki og hugverkum. Það er Grundar-hópurinn sem stendur að hátíðinni og nýtur m.a. styrks frá Menningarráði Norðurlands vestra. /GSG

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.