Feykir


Feykir - 17.07.2014, Síða 2

Feykir - 17.07.2014, Síða 2
2 Feykir 27/2014 Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Guðrún Sif Gísladóttir – gudrun@feykir.is Hrafnhildur Viðarsdóttir – hrafnhv@nyprent.is Áskriftarverð: 450 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 490 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur Þessi fleyga speki kemur upp í hugann þegar rætt er um sameiningu heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni. Eitt af því sem mér hefur fundist vera kostur við búsetu hér á Sauðárkróki er heilbrigðisþjónustan. Kom- andi úr 500 manna sveitarfélagi þar sem enginn aðgangur var að sjúkraþjálfun og takmarkaður aðgangur sálfræði- og félagsþjón- ustu, svo dæmi sé tekið, fannst mér ákveðin forréttindi og einn af kostunum við stærra samfélag að eiga kost á betri heilbrigðis- þjónustu. Nú hefur þessi góða þjónusta verið sett í uppnám, og skyndil- ega er búið að auglýsa eftir for- stjórum þriggja heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni, áður en nokkur svo mikið sem getur snúið sér við til að andmæla. Síðustu fréttir hermdu að Sveitarfélagið Skagafjörður hefði mikinn áhuga á að taka yfir þessa þjónustu og lengi hefur það nú verið boðað að færa fleiri verkefni til sveitarfélaganna. Nú standa sveitarstjórnarmenn og hollvinir stofnunarinnar hins vegar upp með það að vita ekki hvaðan á þá stendur veðrið. Fögur fyrirheit um samráð og upplýsingaflæði virðast hafa verið virt að vettugi. Heimamönnum var einfaldlega ekki boðið í „partíið.“ Stundum hefur maður velt fyrir sér hvort mannslífin séu minna virði úti á landi og hvort endalaust sé hægt að skera niður. Er það t.d. boðlegt að þurfa að bíða í nokkra daga eftir læknatíma og mánuðum saman eftir sérhæfðri þjónustu? Þurfa skagfirskar og húnvetnskar mæður að fæða fleiri börn á fjallvegum landsins? Þurfa eldri borgarar og öryrkjar að fara langar leiðir til að sækja grunnþjónustu? Er búið að reikna dæmið til enda? Hvað kostar flækjustigið sem felst í stærri og þunglamalegri stofnunum? Kristín S. Einarsdóttir notandi heilbrigðisþjónustu 15 ungmenni frá jafnmörgum löndum Ungmennabúðir Lions á Hólum í Hjaltadal Í dag lýkur ungmennabúðum á vegum Lions, sem að þessu sinni voru starfræktar á vegum Lionsklúbbanna á svæði 5 í umdæmi 109b. Dvaldi hópurinn nokkra daga á Hólum í Hjaltadal og lauk dvöl sinni í Húnavatnssýslum. Með góðri aðstoð fyrirtækja og félagasamtaka á svæðinu hefur ungmennunum verið gert kleift að sjá og upplifa margt af því besta sem svæðið hefur upp á að bjóða. Feykir ræddi við Þorstein Frímann Guðmundsson sl. föstudag, en hann kemur að skipulagningu búðanna ásamt fleiri Lionsmönnum og konum í Skagafirði. Fyrstu vikuna dvöldu krakkarnir í heimahúsum, til að kynnast sem best menningu og staðháttum. Fór hópurinn í framhaldi af því víða um Skagafjörð og heimsótti m.a. Glaumbæ, Hofsós, Drangey og skoðaði söfnin á svæðinu. Þegar rætt var við Þorstein voru þau á leið gangandi að Merkigili. Á mánudaginn fór hópurinn svo úr Skagafirði og eyddi síðustu dögunum í Húnavatnssýslum. Markmiðið með búðunum er að ungmennin læri um menningu og náttúru landsins, byggi upp vináttu og tengsl. Að sögn Þorsteins gefst ungmen- num hvaðan æva úr heiminum kostur á að sækja um þátttöku í ungmennabúðum hjá Lions í hverju landi fyrir sig og reynt er að velja úr umsækjendur sem ekki ættu ella kost á að upplifa ferðir af þessu tagi. Þorsteinn sagði að búðirnar hefðu gengið vel fyrir sig, þrátt fyrir að veðrið hefði sett nokkurt strik í reikninginn. Hann vildi jafnframt taka fram að ógern- ingur væri að skipuleggja dag- skrá af þessu tagi nema með dyggum stuðningi fyrirtækja, einstaklinga og félagasamstaka á svæðinu og vildi koma á fram- færi þökkum til allra þeirra sem að verkefninu hafa komið. /KSE Hópurinn á Hólum í Hjaltadal. Magnaður staður til að hugleiða og stunda jóga Jógaferð í Drangey Síðastliðinn sunnudag fór hópur sjö kvenna, undir leiðsögn Arnbjargar Kristínar Konráðsdóttur jógakennara, út í Drangey til að njóta náttúrunnar, hugleiða og stunda jóga. Að sögn Arnbjargar heppnaðist ferðin vel í alla staði, enda Drangey fullkominn staður fyrir jóga. „Það örlaði aðeins á loft- hræðslu hjá sumum á leiðinni „Erfitt að mynda sér skoðanir á málinu“ Sameining heilbrigðisstofnana Feykir leitaði eftir viðbrögðum sveitarstjóra og oddvita í Austur-Húnavatnssýslu vegna sameiningar heilbrigðisstofnana, sem m.a. er fjallað um á forsíðu Feykis í dag. Þegar blaðið fór í prentun höfðu einungis borist svör frá oddvita Blönduósbæjar. Að sögn Valgarðs Hilmarssonar, oddvita L listans sem er í meirihluta á Blönduósi, hefur mönnum þar fundist skorta á kynningu á breytingunum og að lagðar hafi verið fram áætlanir um þær, þannig að erfitt sé að mynda sér skoðanir á málinu. „Sveitarstjórn Blöndu- ósbæjar mun leggja áherslu á að þjónustan í heilbrigðismálum muni ekki versna og telur raunar vera verulega þörf fyrir að bæta hana. Krafan er að grunnheilbrigðisþjónusta sé veitt í heimabyggð, annars flyst verulegur kostnaður og óþægindi yfir á íbúana,“ sagði Valgarður í samtali við Feyki í vikunni. /KSE upp, en það er líka góð upphitun að hneigja sig aðeins fyrir hugrekkinu og skora á sjálfan sig. Það er líka gaman að komast á svona fáfarinn stað að hugleiða og gera eitthvað sem krefst kyrrðar,“ sagði Arnbjörg í sam- tali við Feyki og bætti því við að það hefði verið dásamlegt að enda ferðina í Grettislaug, þar sem hún spilaði gong við laugina. Arnbjörg, sem er frá Ytri- Brekkum í Blönduhlíð en nú búsett á Akureyri, fór nýlega í hvalaskoðunarferð frá Húsavík, þá fyrstu sinnar tegundar, þar sem jóga, gong og hvalaskoðun er fléttað saman. Einnig stendur fyrir dyrum helgarferð í Flatey á Skjálfanda og þar sem svo vel tókst til verður Drangeyjarferðin líklega að árlegum viðburði. Auk jógakennslunnar lauk hún nýlega leiðsögunámi frá EHÍ og hefur starfað við leiðsögn á vegum SBA í sumar. /KSE Jógaæfingar í stórbrotnu umhverfi í Drangey. Mynd: AKK Árekstur á Króksbrautinni Skagafjörður Árekstur á milli tveggja bifreiða átti sér stað á Króksbrautinni um helgina, leiðinni á milli Varmahlíðar og Sauðárkróks. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki urðu talsverðar skemmdir á bílunum og smávægileg meiðsl urðu á far- þegum. Fimm farþegar voru í öðrum bílnum og einn í hinum og voru þeir allir fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Að öðru leiti var helgin róleg hjá lögreglunni á Sauðárkróki. /GSG

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.