Feykir


Feykir - 17.07.2014, Page 6

Feykir - 17.07.2014, Page 6
6 Feykir 27/2014 „Get alltaf kallað fram útsýnið yfir Fjörðinn frá Nöfunum“ Skagfirðingurinn Páll Sigurðsson, fyrrum lagaprófessor og höfundur Árbóka FÍ um Skagafjörð Páll er fæddur í Reykjavík en fluttist á ungbarnsaldri á Sauðár- krók og ólst þar að mestu leyti upp hjá móðurforeldrum sínum Stefáni Vagnssyni og Helgu Jónsdóttur sem bjuggu lengst af á Hjaltastöðum í Blönduhlíð en síðar á Sauðárkróki. Bjó hann á heimili afa síns og ömmu ásamt móður sinni Ingibjörgu Stefáns- dóttur, uns hún hóf sambúð með manni sínum Erlendi Hansen. Hann var einnig í sveit í Blönduhlíð nokkur sumur og má glöggt heyra að minning- VIÐTAL Kristín Sigurrós Einarsdóttir arnar þaðan eru honum afar kærar. Eftir að gagnfræðaskóla lauk á Sauðárkróki fór Páll til náms við Menntaskólann á Akureyri. Hann segir að nokkuð hafi verið um það að piltar af Króknum færu þangað og voru þeir þrír bekkjarfélagarnir sem luku stúdentsprófi frá MA vorið 1964, nítján ára að aldri. Hinir tveir lærðu læknisfræði en leið Páls lá í lögfræðina. „Það var nú hálfgerð úti- lokunaraðferð, fannst mér. Ef ég hefði valið íslensk fræði, sem ég hafði nú kannski upplag til, og hefði haft gaman af, þá sá ég sjálfan mig fyrir mér sem gagn- fræðaskólakennara, útslitinn og tannlausan, gjörsamlega úttaug- aðan mann sem teldi bara dag- ana þar til hann kæmist á eftir- laun. Ég ætlaði ekki að enda þannig. Svo átti það eftir að liggja fyrir mér að verða kennari, þó á öðrum vettvangi væri.“ Páll neitar því ekki að draum- ur margra lögfræðinema hafi snúist um sýslumanns- eða dómaraembætti, þó sjálfur hafi hann ekki eignast einkennis- búning. „Í lagadeildinni var á þessum tíma ekki nema brot af þeim fjölda sem er í dag. Sumir ímynduðu sér að þeir myndu verða sýslumenn og eignast uniform, það þótti voða fínt í þá daga að vera sýslumaður, en ég eignaðist aldrei uniform.“ Hnapparnir á búningi Sigurðar sýslumanns Páll gantast þó með að hann hafi verið með sýslumanninn í koll- inum eins og hinir. „Það voru reyndar engir lögfræðingar í minni fjölskyldu en Sigurður Sigurðsson, sýslumaður Skag- firðinga, var mikill heimilisvinur á mínu heimili þegar ég var að alast upp og kom þar oft. Hann var einstaklega barngóður maður og alltaf afar góður og hlýr við mig. Ein elsta bernsku- minning mín er einmitt tengd honum. Ég var þá smáhnokki, kannski á þriðja ári, og stóð upp við stólinn sem hann sat í heima hjá mér og horfði stíft á hann. Hann varð var við það og spurði: „Hvað ertu að skoða vinurinn?“ Ég benti þá á gylltu hnappana á sýslumannsbúningnum hans, hann gekk oftast í einkennis- búningi og var mjög fyrirmann- legur og glæsilegur maður. Hann tók mig þá upp, setti mig á hné sér, lofaði mér að skoða hnappana nákvæmlega og myndina sem var á þeim. Þá útskýrði hann fyrir mér að þetta væri íslenska skjaldarmerkið og hvað væri að sjá á því. Þetta hefur líklega setið svona í mér að það hafi beinlínis hjálpað mér til að velja lögfræðina í háskólanum, þegar þar að kom, líklega í von um að fá einhvern tíma að bera svona fínan einkennisbúning – en sú von hefur þá að vísu brugðist stórlega. Eftir embættis- prófið mitt vann ég að vísu sem fulltrúi sýslumanns úti á landi í nokkra mánuði, áður en ég fór í framhaldsnám, en þeir tímdu ekki að spandera á mig ein- kennisbúningi fyrir svo stuttan tíma. Páll minnist heimilisins hjá afa sínum og ömmu, sem mikils menningarheimilis: „Þau voru ákaflega merkilegt fólk, afar gest- risin og þetta var mikið menn- ingarheimili þó að húsakynni væru ekki mikil. Það var mikið um gáfaða og merka menn sem komu framan úr sveitum og það voru eiginlega gestir í öllum máltíðum. Margir merkir og góðir menn sem komu þar og ég man eftir þeim öllum ljóslifandi. Þetta hafði mikil áhrif á mann. Ég var líka alinn upp við að það væru lesin upp kvæði og sagðar þjóðsögur og ýmis þjóðleg fræði. Þetta hefur fylgt manni alltaf síðan.“ Þegar Páll lauk námi við HÍ var hann þegar giftur konu sinni, Sigríði Ólafsdóttur, sem einnig er lögfræðingur og var við nám í lagadeildinni á sama tíma og hann, ein fárra kvenna á þeim tíma. Páll og Sigríður eiga tvö börn, þau Önnu Sigríði og Ólaf og tvö barnabörn en það þriðja er væntanlegt með haustinu. Páll segist líklega hafa verið frekar afbrigðilegur ungur laganemi, því hann fór fljótt að hafa áhuga á fræðimennsku og skrifum og skrifaði fræðilegar ritgerðir í Úlfljót, blað laganema. Segir hann þetta síðan hafa loðað við sig og ágerst með árunum. Fyrsta bókin hans kom Skagfirðingurinn Páll Sigurðsson hleypti snemma heimdraganum og fór í laganám. Hann gantast með að hnapparnir á sýslumannsbúningi Sigurðar Sigurðssonar hafi orðið áhrifavaldur í lífi hans. Lögfræðin varð alltént ævistarf Páls og að loknu framhaldsnámi erlendis kenndi hann við lagadeild HÍ í 41 ár, en lét af störfum síðast liðið vor. Auk lögfræðinnar hefur Páll alla tíð haft áhuga á bókaskrifum og fengist við að mála. Útivist er einnig meðal hugðarefna hans og hefur hann starfað töluvert fyrir Ferðafélag Íslands, meðal annars verið forseti félagsins, ritað nýlegar árbækur um Skagafjörð og tekið að sér leiðsögn í ferðum á þeirra vegum. Blaðamaður Feykis slóst í för í einni slíkri ferð um Skagafjörð á dögunum og tók Pál tali, þar sem hópurinn dvaldi að Löngumýri. Páll Sigurðsson heldur tryggð við Skagafjörð, m.a. með því að safna bókum eftir skagfirska höfunda og um skagfirsk málefni.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.