Feykir


Feykir - 12.03.2015, Blaðsíða 1

Feykir - 12.03.2015, Blaðsíða 1
FERSKUR Á NETINU Feykir.is Hvað er að frétta? Hafðu samband í síma 455 7176 eða sendu Feyki póst á feykir@feykir.is á BLS. 6-7 BLS. 7 Erla Elín Hjálmarsdóttir er áskorandapenninn Bóndi inn við beinið - frá Íslandi til Afríku BLS. 6 Rannsókn Byggðasafns Skagfirðinga fær veglegan styrk frá Bandaríkjunum Rannsaka tengsl kristni og byggðaþróunar Arnrún og Kristján kokka Parmaskinkusalat og grillaðir þorskhnakkar 10 TBL 12. mars 2015 35. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BÍLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla, vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N „Langaði að leyfa öðrum að njóta þess“ Haraldur Óli gefur hár sitt til góðgerðarsamtaka Hinn 11 ára gamli Haraldur Óli Guðbergsson á Sauðárkróki ákvað á dögunum að gefa hár sitt til bandarísku góðgerðarsamtakanna Locks of Love. Samtökin sérhæfa sig í að útbúa hárkollur fyrir efnaminni börn og ungmenni undir 21 árs aldri sem glíma við langvinn veikindi. „Mig langaði allt í einu til að láta klippa mig. Þetta hár hefur verið mér til ánægju og mig langaði að leyfa öðrum að njóta þess, einhvern sem þarf á því að halda,“ sagði Haraldur Óli í samtali við Feyki. Haraldur hafði safnað hári í þrjú ár og fékk það að fjúka þann 5. mars, og eru lokkarnir 25 sm langir. Foreldrar Haralds, Guðberg Ellert Haraldsson og Auðbjörg Ósk Guðjóns- dóttir, hringdu í Krabbameinsfélag Íslands og var þá bent á heimasíðu Locksoflove. org. Auðbjörg segir Haraldi alltaf hafa verið umhugað um aðra og að gjöfin gleðji hann ekki síður en þann sem kemur til með njóta góðs af. /BÞ Riðuveiki greindist í síðustu viku á bænum Víðiholti í Skagafirði. Stutt er síðan riða greindist á nálægum bæ, Valagerði, og rúmur mánuður frá því riða greindist á Vatnsnesi í Húnaþingi vestra. Í fréttatilkynningu frá Matvælastofnun segir að nýtt tilfelli komi ekki á óvart en sé engu að síður vonbrigði. Ekki eru talin tengsl milli riðutilfellanna á Vatnsnesi og þeirra sem upp hafa komið í Skagafirði. Bæirnir Víðiholt og Valagerði í Skaga- firði eru í hinum forna Seyluhreppi sem er þekkt riðusvæði, ásamt Sæmundarhlíð, og hefur riða greinst nokkrum sinnum á þessu landsvæði undanfarin ár, síðast 2009. Búið er í Skagahólfi en þar hefur riðuveiki komið upp á átta búum á undanförnum 15 árum en á þessu búi greindist veikin síðast 1977. Á bænum eru nú tæplega 300 fjár. „Fyrir skömmu fékk bóndinn á Víðiholti í Skagafirði grun um riðuveiki í tveimur hrútum og hafði samband við dýralækni. Hrútunum var lógað og sýni send til Tilraunastöðvar Háskóla Íslands á Keldum, sem staðfesti nokkrum dögum síðar að um hefð- bundna riðuveiki væri að ræða,“ segir í fréttatilkynningunni. Að sögn Sigurjóns Þórðarsonar heilbrigðisfulltrúa á Norðurlandi vestra er stefnt á slátrun heima í héraði og flutning skrokkanna í vökvaheldum Grunur vaknaði vegna tveggja hrúta í Víðiholti í Skagafirði Þriðja riðutilfellið á Norðurlandi vestra gámum til brennslu í Kölku í Helguvík. Sigurjón segir ekki ljóst hvenær slátrun geti hafist þar sem gera þurfi samning við bændur um förgunina. Hann segir ákveðna verkferla fara í gang þegar upp koma riðusmit. Rætt hafi verið um urðum á því fé sem nú liggur fyrir að slátra en það sé ekki í samræmi við reglugerðir og hafi þeir tveir staðir á Norðurlandi vestra sem hafa gilt starfsleyfi til urðunar hafnað því að taka við sóttmengaða úrganginum. Héraðsdýralæknir Matvælastofnun- ar vinnur nú að öflun faraldsfræðilegra upplýsinga og úttektar á búunum í Skagafirði til að meta umfang aðgerða við förgun fjár, þrif og sótthreinsun. Allt frá því ákveðið var að hefja átak gegn riðuveiki, fyrir rúmlega 30 árum síðan, með það að markmiði að útrýma veikinni hefur ráðherra ávallt fyrirskipað niðurskurð þegar riða hefur greinst og aðrar aðgerðir ekki komið til álita. /KSE Fermingargjafir Græjubúð Tengils er stútfull af frábærum fermingartilboðum Hár Haralds Óla á leið í póst. MYND: BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.