Feykir


Feykir - 12.03.2015, Blaðsíða 8

Feykir - 12.03.2015, Blaðsíða 8
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 10 TBL 12. mars 2015 35. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 www.skagafjordur.is Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 Gönguskarðsárvirkjun – Aðrennslislögn og nýtt stöðvarhús Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og umhverfisskýrslu, skv. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Breytingin felst í skilgreiningu á nýju iðnaðarsvæði (I-3.3) undir fyrirhugað stöðvarhús nýrrar Gönguskarðsárvirkjunar, ofan við Sauðárkrók, sunnan Gönguskarðsár. Einnig er ný lega aðveitupípu og rafstrengs merkt inn á þéttbýlis- uppdrátt, auk þess sem gömul lega aðveitustokks verður felld út. Virkjunin verður merkt inn á sveitarfélagsuppdrátt. Breytingartillagan og umhverfisskýrsla verða til sýnis í Ráðhúsi Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá og með 10. mars 2015 til 29. apríl 2015. Tillagan er einnig til sýnis á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar, www. skagafjordur.is. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast í síðasta lagi miðvikudaginn 29. apríl 2015 annaðhvort til skipulags- og byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar eða á netfangið: jobygg@skagafjordur.is Sauðárkróki 9. mars 2015 Jón Örn Berndsen, skipulags- og byggingarfulltrúi Afurðahæsta sauðfjárbúið í Vallanesi Uppgjör fjárræktarfélaganna 2014 Vallanes í Skagafirði er afurðahæsta sauðfjárbú landsins árið 2014 samkvæmt uppgjöri fjárræktarfélaganna í landinu. Ærnar á búinu skiluðu að jafnaði 40 kílóum af kjöti en meðal fallþungi dilkanna var 22 kíló. Það eru Selma Guðjónsdóttir og Valdimar Eiríks- son sem reka Vallanesbúið. Þau eru með tiltölulega ungt fé. Byrjuðu fjárbúskap haustið 2011 að afloknu fjárleysi vegna riðuniðurskurðar. „Þetta er einstaklega glæsilegur árangur og sýnir að fjárkaupin hafa tekist vel, sömuleiðis blöndun fjár- stofna úr þremur fjarlægum hér- uðum. Að sjálfsögðu var fituhlutfall nokkuð hátt 8,87 sem óhjákvæmi- lega fylgir svona miklum vænleika en gerðin var líka 10,68,“ sagði Eyþór Einarsson ráðunautur þegar hann gerði grein fyrir glæsilegum árangri Vallanesbúsins á aðalfundi félags Sauðfjárbænda fyrir skömmu. Í samtali við Valdimar kom fram að nokkrir samverkandi þættir hefðu skapað þennan góða árangur. Í fyrsta lagi hefði vorið verið ein- staklega gott sem og haustið þannig að lömbin voru í samfelldum bata fram að slátrun. Miklar úrkomur síðasta sumar hefðu orðið þess valdandi að Eyvindarstaðaheiði, þar sem féð gekk, hafi verið með allra fallegasta móti og raunar hefði hann ekki séð hana jafn vel gróna og grösuga um göngur fyrr. Þá hefði aðeins vantað tvö lömb af fjalli sl. haust. Valdimar sagði að fjárstofninn væri að uppruna úr Öræfum, Þistil- firði og Snæfellsnesi og ekki væri merkjanlegur munur á afurðum ánna eftir hvaðan þær væru. /ÖÞ Merete Rabölle afhenti Valdimar viðurkenninguna. MYND: ÖÞ www.skagafjordur.is Tillaga að deiliskipulagi Deplar í Austur-Fljótum Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti þann 25.02.2015 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Depla í Austur-Fljótum skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Deiliskipulagstillagan felur í sér gerð deiliskipulags þar sem fyrirhuguð er uppbygging jarðarinnar Depla með áherslu á ferðaþjónustu, veiði og gistiskála. Skipulagssvæðið tekur til hluta jarðarinnar og er um 9,3 hektarar að stærð. Heildar byggingarmagn verður um 3000 m2. Tillagan liggur frami í Ráðhúsi Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá 10. mars 2015 til 29. apríl 2015 og á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar, www. skagafjordur.is. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 29. apríl 2015 annaðhvort til skipulags- og byggingarfulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar eða á netfangið: jobygg@skagafjordur.is Sauðárkróki 9. mars 2015 Jón Örn Berndsen, skipulags- og byggingarfulltrúi Sylvía Magnúsdóttir nýr formaður UMSS 95. ársþing UMSS 95. ársþing UMSS var haldið laugardaginn 7. mars í Tjarnarbæ, félagsheimili hesta- mannafélagsins Léttfeta á Sauðárkróki sem einnig var gestgjafi að þessu sinni. Formannsskipti urðu í sambandinu þar sem Sylvía Magnúsdóttir frá Hlíðarenda í Óslandshlíð tók við af Jóni Daníel Jónssyni sem gegnt hefur embættinu síðustu ár. Viðsnúningur varð á rekstri sambandsins þar sem niðurstaða rekstrar- reiknings sýndi rúmlega eina milljón króna í afgang í stað rúmra sextán hundruð þúsunda í mínus árið áður. Munaði þar mestu um aukna styrki milli ára en þess má geta að UMSS sá um Unglinga- landsmótið sl. sumar. Þá var samþykkt á þinginu að sækja um að halda Unglingalandsmót UMFÍ 2018. Tveir gestir heiðruðu þingið með nærveru sinni, þeir Viðar Sigurjónsson frá ÍSÍ og Baldur Daníelsson frá UMFÍ, og ávörpuðu fundargesti. Ný stjórn er skipuð eftirfarandi: Sylvía Magnúsdóttir formaður, Gunnar Þór Gestsson, Þorvaldur Gröndal, Guð- mundur Þór Elíasson og Steinunn Rósa Guð- mundsdóttir. Úr stjórn gekk Guðríður Magnús- dóttir. /PF Sylvía ásamt fráfarandi formanni, Jóni Daníel Jónssyni. MYND: PF

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.