Feykir


Feykir - 12.03.2015, Blaðsíða 4

Feykir - 12.03.2015, Blaðsíða 4
4 10/2015 var með jarðsjána yfir svæðið neðan við þekkta bæjarstæðið og yngri kirkjugarðinn. Þá kom í ljós hringlaga mannvirki og niðurgreftir innan þess, sem í framhaldinu var staðfest með uppgreftri að væri kirkjugarður frá því fyrir 1104. Okkur varð því ljóst að spurningar sem við vorum að spyrja áttu sér góðan samhljóm í því sem Guðný var vinna með í Skagfirsku kirkju- rannsókninni.“ Fundið ellefu forna kirkjugarða Guðný segir frá upphafi Skag- firsku kirkjurannsóknarinnar sem hún segir að rekja megi til þess þegar kirkjugarður fannst í Keldudal árið 2002, og kumlateigur ári seinna. Ráðist var í uppgröft á þeim leifum en áður höfðu þrír fornir kirkjugarðar komið í ljós við framkvæmdir af ýmsum toga. Upphaf rannsóknarinnar var því tilraun til að kanna hvort hægt væri að staðsetja þessa fornu kirkjugarða svo forða mætti þeim frá raski. „Sigríður Sigurðardóttir sagnfræðingur og safnstjóri Byggðasafnsins hafði þá þegar tekið saman mikið magn heimilda um kirkjur í Skaga- firði og varð sú vinna grunnur- inn sem rann- sóknin byggði á. Í framhaldinu var fanga leitað víðar og rætt við heimildamenn og allar hugsan- legar vísbend- ingar um kirkjur eða kirkjugarða tíndar til; örnefni, sagnir o.s.frv. Á fyrsta árinu staðfestum við kirkjugarða á öllum stöðunum sem við leituðum á. Rannsóknin var mjög smá í sniðum vegna fjárskorts, yfirleitt tveir starfsmenn safnsins að grafa litla skurði,“ segir Guðný kímin. „En vegna þessarar velgengni tókst okkur að fjármagna áframhaldandi rannsóknir í næstu árin. Það fundust ekki kirkjugarðar á öllum stöðunum sem leitað var á en árangurinn var engu að síður framar vonum og við höfum nú fundið ellefu áður óstaðsetta kirkjugarða í héraðinu og metið aldur og varðveislu beina í þeim öllum,“ útskýrir hún. „Það sem gerðist var að við fórum að sjá ákveðið mynstur í staðsetningu og útliti þessara gömlu kirkjugarða og okkur tókst að finna kirkjugarða á þessum jörðum þrátt fyrir mjög mistraustar heimildir um staðsetningu þeirra. Sumstaðar var ekkert við að styðjast annað en óljósa heimild um kirkju, bænhús eða kirkjugarð á jörðinni. Í einhverjum tilfellum höfðum við örnefni til að styðjast við en á einum stað, svo dæmi sé tekið, höfðum við frásögn eldri konu sem mundi eftir að hafa gengið ákveðna leið í skólann og að henni hafi verið sagt að hún gengi þvert yfir kirkjugarð á þeirri leið, þannig voru óljósar heimildir í bland við vaxandi reynslu af afstöðu kirkjugarða til landslags og annarra bygginga í sameiningu notaðar til að þrengja hringinn og svo stuðst við borkjarna og að lokum smáa könnunarskurði,“ segir Guðný. „Þarna smullu þessi tvö verkefni saman“ John og Guðný segja frá því hvernig þeim varð ljóst að áður ótengdar r a n n s ó k n i r þeirra gætu átt samleið en það var þegar báðir aðilar voru við rannsóknir á Seylu á Lang- holti. „Það sem gerðist á Seylu var að við ætluðum okkur að kanna kirkju- garðinn á þekkta bæjarstæðinu á sama tíma og John og félagar voru að gera sínar rannsóknir. Á þeim tímapunkti voru þessar tvær rannsóknir algjörlega aðskildar,“ útskýrir Guðný. John samsinnir henni og bætir við: „Það eina sem við töldum þær eiga sameiginlegt á þeim tímapunkti var að þær voru báðar unnar á mjög skilvirkan og ódýran hátt -miklar niðurstöður fyrir hlutfallslega lítinn tilkostnað. Stór hluti starfsfólks okkar vann þarna í sjálfboðavinnu og styrkir voru nýttir í tæki og ferðakostnað. Á sama hátt var rannsókn Byggðasafnsins unnin af tveimur manneskjum með skóflu að skila ótrúlegum niðurstöðum,“ segir John og hlær. „Á þessum tíma var staðan sú „Vísindasjóðurinn er sambæri- legur Rannís á Íslandi,“ útskýrir John, „sá eini sinnar tegundar í Bandaríkjunum og styrkir allar greinar vísinda og verkfræði í öllum ríkjum Bandaríkjanna, sem og rannsóknir bandarískra vísindamanna utan landstein- anna. Samkeppnin er því gríðarlega hörð og kröfur sem gerðar eru til umsóknaraðila þær mestu sem þekkjast.“ John Steinberg og samstarfsfólk hans hafa stundað rannsóknir í Skagafirði frá árinu 2001 og ber rannsóknin yfirskriftina SASS (Skagafjörður Archaeological Settlement Survey). Hún mið- aði að því að greina þróun VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir búsetulandslags, hvernig byggð dreifist og þróast. „Ég sjálfur, Doug Bolender fornleifa- fræðingur og jarðeðlisfræðing- urinn Brian Damiata vildum starfa á Íslandi. Við þurftum svæði þar sem líkur voru á góðri varðveislu og góð skilyrði væru til aldursgreininga. Eftir að hafa ráðfært okkur við sérfræðinga á Íslandi um þessi atriði, einkum um dreifingu og fjölda gjóskulaga, varð okkur ljóst að Skagafjörður væri hið fullkomna svæði fyrir þessa rannsókn,“ segir John um upphaf Íslandsævintýris þeirra félaga. Næstu sex ár voru helguð þessum rannsóknunum á Langholti, með töku borkjarna, prufuskurðum í öskuhauga og yfirborðsskönnun með jarð- sjármælitækjum. „Við fundum á Langholti nokkuð sem okkur þótti stórkostlega áhugavert. Það var greinilegt samband á milli stærðar býla og þess hvenær til þeirra var stofnað. Elstu býlin á rannsóknarsvæðinu voru Reynistaður og Seyla, en þau voru jafnframt stærstu býlin fyrir Heklugosið 1104 samkvæmt rannsókn okkar á öskuhaugunum. Býlin sem verða til á öldunum þar á eftir verða jafnframt smærri og smærri því síðar sem til þeirra er stofnað,“ segir John og heldur áfram: „Okkur fannst þetta býsna nett! Þessi tvö stærstu býli reyndust jafnframt hafa verið kirkjustaðir á sama tíma, þ.e. á 11. öld. Það kom hins vegar ekki í ljós að það væri svo gamall kirkjugarður á Seylu fyrr en farið Á heimasíðu NSF kemur fram að sjóðurinn eigi 65 ára afmæli í ár. Á þessum tíma hefur fé verið veitt til fjölda rannsókna víðsvegar um Bandaríkin og um heim allan. Meðal styrkhafa eru margir þekktustu vísindamanna og verkfræðinga okkar tíma og nokkrir Nóbels- verðlaunahafar. Byggðasafn Skagfirðinga hlýtur, í samstarfi við bandaríska vísindamenn, veglegan styrk úr Vísindasjóði Bandaríkjanna Byggðasafn Skagfirðinga, í samstarfi við hóp bandarískra vísindamanna á vegum þriggja þarlendra háskóla, hlaut nýverið rúmlega 90 milljón króna styrk (688 þús. dollarar), úr Vísindasjóði Bandaríkjanna (þ.e. The National Science Foundation – NSF) til rannsókna á fornum kirkjugörðum og búsetumynstri í Hegranesi í Skagafirði. Fornleifafræðingurinn John Steinberg frá University of Massachusetts í Boston (UMASS) var staddur í Skagafirði á dögunum og náði blaðamaður Feykis tali af þeim Guðnýju Zoëga mannabeina- fræðingi og stjórnanda Skagfirsku kirkjurannsóknarinnar, í Minjahús- inu á Sauðarkróki þar sem þau voru að skipuleggja sumarið og fékk að vita allt það helsta um verkefnið og styrkinn. Rannsaka tengsl kristni og byggðaþróunar Frá fornleifauppgreftri á Seylu sumarið 2013. MYND: BSK

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.