Feykir


Feykir - 12.03.2015, Blaðsíða 5

Feykir - 12.03.2015, Blaðsíða 5
10/2015 5 rannsóknir allt í einu í samhengi að við áttuðum okkur á hve nátengdar þær í raun eru og voru allan tímann.“ „Við vorum að nálgast þetta úr gjörólíkum áttum,“ bætir John við, „en þarna varð okkur ljóst hvað þetta var í raun samofið. Guðný hefur þróað aðferð við greiningu á staðfræði kirkjugarða, þ.e. hvernig þeir líta út og hvar þá er að finna. Það hefur verið reynt að gera svipaða hluti annarsstaðar í heiminum, en vandamálið hefur alltaf verið að fá nógu marga grafreiti eða kirkjugarða frá sama tíma tilheyrandi sömu trúarbrögðum. Þetta hefur hvergi tekist an narss t a ð ar mér vitandi,“ segir John. „Þetta þýðir að ef Guðný og samstarfsfélagar finna kirkjugarð, þá vitum við að býli frá sama tíma er í grenndinni og ef við á hinn bóginn finnum 11. aldar bæjar-stæði, þá er til vitneskja um hvar helst væri að finna kirkjugarðinn ef hann er þá til staðar. Hagurinn af náinni sam-vinnu er því augljós en ofan á það þá gerir þessi samvinna okkur kleift að spyrja nýrra spurninga um samhengið milli byggðaþróunar og tilkomu kirkjunnar. Hvaða áhrif kristnin hafði á byggðaþróun.“ Frábært dæmi um aukna þekkingu og meðvitund John segir ætlunina að gera það sama í Hegranesi á næstu þremur árum og gert var á Langholti, þ.e. að fara yfir allar jarðir, að Kárastöðum og Eyhildarholti undanskildum, og gera prufuskurði í öskuhauga, taka borkjarna og fara með jarðsjármælingartæki yfir tún og engi. Það er það sem styrkurinn frá NSF gengur út á, þ.e. kortlagning byggðar og kirkjugarða í Hegranesi. Ástæðuna fyrir því að Hegranes varð fyrir valinu segir Guðný vera þá að það er landfræðilega afmarkað og mjög ólíkt Langholti sem nýtist til samanburðar. „Það er viðráðanlegt að stærð og þar hafa heilmiklar rannsóknir þegar farið fram sem styðja við þessa rannsókn,“ segir hún. En við hverju mega íbúar Hegraness búast næsta sumar? „Við verðum um 20 manns. Meðal þess sem gert verður í sumar er opnun á kirkjugarðinum í Keflavík sem fannst í fyrra þegar Rarik menn plægðu kapal þar í gegn og Þór- ey [Jónsdóttir] bóndi í Keflavík var svo árvökul að koma auga á að þar væri verið að fara í gegnum minjar og lét vita. Auk þess verður gengið á minjar í nesinu og þær mældar upp. Það verður því fjöldi fólks á ferðinni á okkar vegum í um það bil tvo mánuði í sumar,“ útskýrir Guðný. „Eitt af því sem horft er til við úthlutun styrkja af þessu tagi eru áhrif rannsókna á nærsamfélagið, og bændur eins og Þórey í Keflavík og Tóti [Þórarinn Leifsson] í Keldudal eru frábært dæmi um það hvernig þekking og meðvitund um jarðlægar minjar aukast við svona rannsóknir og hjálpa til við varðveislu þeirra til framtíðar - þegar bændur eru farnir að hringja inn og tilkynna um torfhleðslur undir Heklu 1104 þá veit maður að minjarnar eru í góðum höndum,“ segir John. „Þá verður auk þess til heilmikið af upplýsingum til við uppgröft mannabeina en beinin geta sagt mikla sögu, s.s. hvaðan fólkið kom, hvernig heilsa þess var og mataræði, sem er á sama tíma ákveðinn vinkill á umhverfisögu svæðisins. Þetta verður mjög víðfeðm rannsókn á sögu Hegraness en við ráðgerum aðeins einn meiriháttar uppgröft í þessari lotu, kirkjugarðinn í Keflavík“ segir Guðný. „Ég hef verið hér í allmörg sumur,“ segir John að lokum, „og fólk hefur verið ótrúlega hjálplegt og tekið okkur einstaklega vel. Fólkið hér í Skagafirði er virkilega indælt og sveitarfélagið hefur stutt rannsóknir okkar dyggilega. Allir hafa verið boðnir og búnir að hjálpa okkur og stundum höfum við farið aftur á bæi með rannsóknaniðurstöður og það er ótrúlega gefandi að fá viðbrögð frá fólki sem hefur virkilega áhuga á sögu bæjanna sinna og því sem við erum að gera. Það er alveg frábært að hafa fengið þennan styrk, sér í lagi í ljósi þess að hann rennur bæði til Háskólans í Boston og Byggðasafns Skagfirðinga.“ að rannsóknum okkar var í raun að ljúka,“ segir John, „við vorum búnir að safna þeim gögnum sem við töldum okkur þurfa og áttum ekki von á að framhald yrði á vettvangsrannsóknum okkar hér næstu árin.“ „Svo birtust niðurstöðurnar úr jarðsjármælingartækinu af svæðinu neðan við gamla bæjar- stæðið á Seylu, hálfhringlaga mannvirki með litla byggingu af einhverju tagi í miðjunni, John sýndi mér teikningarnar og það var bara eitt sem kom til greina í mínum huga,“ segir Guðný með bros á vör, „svo þegar farið var að grafa kom kirkjugarður og leifar kirkju í ljós“. „Það voru nákvæmlega engar vísbendingar um þetta á yfirborði jarðar,“ bætir John við. „Jafnvel eftir að búið var að aftyrfa svæðið og hreinsa var ekkert að sjá, það voru bara jarðsjártækin sem gerðu okkur kleift að finna þetta, þessi staðsetning var algjörlega gleymd og ekkert að sjá.“ „Þarna smullu þessi tvö verkefni því saman,“ segir Guðný. „Þarna var komin aðferð til að finna staðina sem við myndum annars ekki geta fundið, aðferð til að finna kirkjugarð þegar ekkert er við að styðjast. Engum hafði dottið í hug að það væru tveir miðaldakirkjugarðar á Stóru- Seylu.“ Kirkjugarður nær því á hverjum bæ „Við höfðum bara verið að einblína á kirkjur og kirkjugarða úr frumkristni og það sem við vorum búin að sjá var að á þessu hundrað ára tímabili, frá því um aldamótin 1000 þegar kristni var lögtekin og fram að 1104, virtist nær því hver einasti sjálfstæði bóndi hafa haft sinn eigin kirkjugarð. Hins vegar er hætt að grafa í flesta þeirra fyrir 1104, jafnvel þótt guðshúsunum og sjálfum kirkjugarðsveggnum sé viðhaldið eftir það. Þetta segir okkur að eitthvað hafi verið að breytast í því hvernig menn ræktu trú sína á þessu tímabili, hvort sem það er vegna breytinga á skipulagi kirkjunnar sem stofnunar, fyrir pólitískar sakir, eða jafnvel hvort tveggja. Tíundin kemur inn um þetta leyti og það að vera með kirkju og kirkjugarð á jörðinni fer allt í einu að snúast um peninga líka. Þá þarf orðið að borga fyrir leg í kirkjugarði og það er um þetta leyti sem við sjáum marga þessara kirkjugarða detta úr notkun,“ útskýrir Guðný. „Það sem rann upp fyrir okkur á Seylu var hve náið sambandið kann að vera milli þess að bærinn sé færður og að kirkjugarðurinn sé færður líka, jafnvel þótt það sé bara um nokkra tugi metra eins og á Seylu. Það sem John og félagar voru búnir að gera var að kortleggja og greina dreifingu og þróun byggðarinnar og þeir höfðu tækni til finna og túlka minjar í jörðu þar sem engar vísbendingar voru á yfirborði. Það sem við höfðum verið að gera og komist að var að það væri tiltölulega auðvelt að finna gömlu kirkjugarðana ef maður vissi hvar helst skyldi leita,“ segir Guðný og heldur áfram: „Það var ekki fyrr en þarna á Seylu þegar við sáum þessar tvær „Þetta verður mjög víðfeðm rannsókn á sögu Hegraness en við ráðgerum aðeins einn meiriháttar uppgröft í þessari lotu, kirkjugarðinn í Keflavík“ Þórey Jónsdóttir bóndi í Keflavík kom auga á minjar við framkvæmdir á jörðinni. MYND: BSK „Það var ekki fyrirséð að við færum í samstarf en eftir að við bárum saman bækur okkar varð ljóst að það var ekki nokkurt vit í að vera ekki að vinna saman. Við vorum að nálgast þetta úr sitthvorri áttinni en efniviðurinn dró okkur saman þannig að varla er hægt að hugsa sér þetta í sitthvoru lagi,“ segir John, „úr varð samstarfsverkefni sem hlaut upp á amerískan máta skammstöfunina SCaSS (Skagafjordur Church and Settlement Survey,“ bætir Guðný við, „sem hefur á stundum þótt mjög viðeigandi.“ „Já, við erum svolítið skrítið par, það má segja að þetta sé samstarf skynsamrar manneskju og amerísks kúreka,“ segir John að lokum og skelli hlær. MYND: BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.