Feykir


Feykir - 16.07.2015, Page 7

Feykir - 16.07.2015, Page 7
27/2015 7 Óli við eldhúsborðið á Ránarbraut. MYND: KSE það datt engum í hug að spyrja kýrnar, þær geta helst svarað því, þær vilja það helst. Ég man eftir því að það bar kvíga ein hjá mér og það var svo mikill stálmi í henni að spenarnir voru eiginlega keilumyndaðir. Ég ætlaði að handmjólka hana fyrst en þá trylltist hún og stökk upp. Mér datt í hug hvort hún vildi virkilega láta mjólka sig með vél. Það var að vísu vont að koma vélina á hana, því ég hefði helst þurft að halda undir öll spenahylkin í einu, en þá stóð hún líka eins og þúfa. Þá þóttist hún vera kýr með kúm, stóð eins og þúfa og fór að jórtra. Kusugreyin vita sínu viti þó það sé talað um nautheimsku,“ segir Óli kíminn. Nennti aldrei að telja hrossin Sjálfur var Óli með átta kýr þegar mest var en í afleysingum hjá öðrum bændum hirti hann allt að fimmtán kýr. Ærnar urðu mest 110 en á öðrum bæjum fóðraði hann stundum á fjórða hundrað. „Ég átti fjórar merar einu sinni. Svo lenti ég í afleysingum frammi í Vatnsdal og þurfti að gefa þar rúllur. Ég nennti aldrei að telja hrossin en þau átu tvær rúllur upp til agna á sólarhring. Ég segi að heyskapinn í fangið aftur eins og var hérna áður fyrr meðan var bundið heima á hestum. Það aleinasta sem var gott við baggana var að það var þægilegt að gefa þá. Stundum þegar ég var að koma heim kl. 12 á kvöldin, eftir löndun, og hafði byrjað klukkan sex og átti eftir að gefa kindunum, þá hefði ég nú orðið rasssíður ef ég hefði þurft að byrja á að leysa heyið,“ segir Óli. Rúllutæknin var að ryðja sér til rúms þegar hann var að hætta búskap og segist hann hafa gefið rúllur þar sem hann var við afleysingar. Aðeins þurfi að ná snúningi og þurrka heyið einn dag til þess að það verði virkileg gott í rúllunum og þá er jafn góð lykt af því eins og upp úr flekknum. Ef það kemur ekki gat á rúllurnar og tekst að verja þær fyrir músum og fuglum, en hrafnarnir hoppa á þeim og stinga á þær göt.“ Hefði þegið að hafa gíra á hjólinu Óla verður tíðrætt um ýmsar framfarir í þjóðfélaginu, svo sem jarðgangnagerð. „Þvílíkur munur að stinga sér ofan í Hvalfjarðargöngin í staðinn fyrir að paufast inn fyrir allan fjörð, nú þarf að fara að tvöfalda þau, það er svo mikil umferð. Það var verst að það var búið að finna upp aðferð til að eyðileggja sveitaböllin, með því að hengja löggæsluna um hálsinn á félagsheimilunum, áður en göngin komu, annars hefði verið stanslaus umferð allar helgar upp í Borgarfjörð.“ Þetta segir Óli eitt dæmi um að landsbyggðin sitji ekki við sama borð og höfuðborgarsvæðið. „Þeir sem búa út á landi hafa aldrei gert það. Eina sem við megum gera og fáum að gera ósvikið, er að borga skatta og skyldur.“ Óli segir þó lítið hafa verið um sveitaböll í sinni sveit en rifjar upp að þinghús og skóli hafi verið úti á Kálfshamarsnesi, en áður en félagsheimili voru fundin upp hafi þau heitið þinghús. Óli gekk þó ekki í skóla þar en hann var einn vetur í skóla á Hofi og einnig á Skagaströnd, í húsi þar sem nú er kaffihúsið Bjarmanes. Hann þurfti þó ekki að ganga í skólann á Hofi: „Ég átti hér um bil nothæft reiðhjól en það er eitthvert hagnýtasta farartæki sem til er, ég hefði þó þegið að hafa gíra á hjólgarminum, eins og er í dag. Reiðhjólið hefur allt til síns ágætis, það getur borið ótrúlega mikið með því afli sem er til að drífa það og maður kemst furðuhratt á hjólinu,“ segir Óli og talið berst að yfirstandandi hringferð WOW cyclhothon um landið. Þaðan berst talið að samgöngum almennt og segist Óli vilja sjá þær breytingar á samgöngum að þungaflutningar færist aftur á könnu strandflutninga en mannsskapurinn og pósturinn verði flutt á bílum. Þegar tími er kominn til að kveðja segir Óli tímann líða mun hraðar en í sínu ungdæmi. „Það er voðalegur hvellur á tímanum. Árið er liðið áður en maður er búinn að læra nafnið á ártalinu. Þegar ég var krakki þá fannst mér tíminn helst ekkert komast áfram. Maður þurfti að bíða langa lengi eftir að eitthvað gerðist, að það kæmi sumar eða jól, eða heyskapur eða slíkt en nú rýkur tíminn áfram.“ rúllutæknin sé það besta sem hefur verið verið dregið út í sveit síðan Torfi í Ólafsdal kom með bakkaljáina.“ Óli segir að rúllurnar hafi allt til síns ágætis. „Í fyrsta lagi eru rúllurnar svo þungar að það er útilokað fyrir bændur að reiða þær á konunni sinni eins og baggana. Þeir voru heljarstökk aftur á bak og komið niður á rassgatið, allt í einu var maður kominn með allan Óli starfaði í tuttugu ár við löndun. MYND: ÁRNI GEIR Óli slær kirkjugarðinn á Skagaströnd. MYND: ÁRNI GEIR Hafnar áframhaldandi undanþágu vegna bensín- geyma N1 í Varmahlíð Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra hafnaði á fundi sínum í byrjun þessa mánaðar málaleitan N1 um undanþágu frá ákvæðum reglugerðar 35/1994 fyrir bensínstöð fyrirtækisins í Varmahlíð. Hafði fyrirtækið frest til 11. júní til að gera úrbætur í samræmi við reglugerðina en virtist ekki hafa nýtt hann, að því er fram kemur í fundar- gerð. Með bréfi dags. 15. júní var síðan sótt um áframhaldandi frest til 31. desember en því hafnaði Heilbrigðisnefndin. Boðar nefndin að beita 26. gr laga nr. 7/1998 til þess að knýja á um úrbætur. Verður forráðamönnum N1 boðið að tjá sig um málið í samræmi við 13. gr laga nr. 37/1993. /KSE

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.