Feykir


Feykir - 12.11.2015, Blaðsíða 9

Feykir - 12.11.2015, Blaðsíða 9
43/2015 9 Ég byrjaði í HÍ í haust. Enn sem komið er er það ótrúlega gaman en krefjandi fyrir lítið skagfirskt landsbyggðarbarn að fóta sig í borg óttans. Ég er svo heppin að það er fullt af skemmtilegu fólki með mér í náminu sem ég hef fengið að kynnast á þessum stutta tíma. Fyrsta skóladaginn mætti ég í smekkfulla kennslustofu og settist bara þar sem var laust. Innan skamms kemur eitthvað kvendi og hlammar sér við hliðina á mér og með henni vinkona hennar sem ég reyndar þekki því hún er frá Sauðárkróki, nema hvað! Maður getur HVERGI stungið niður fæti án þess að rekast Dagbjört Aðalsteinsdóttir frá Sauðárkróki skrifar Dæmum fólk ekki fyrirfram ÁSKORENDAPENNINN UMSJÓN kristin@feykir.is á annan Skagfirðing, það er bara þannig. Fyrst um sinn leist mér ekkert allt of vel á þennan kvenmann. Eftir korter með þessum sessunauti var ég búin að ákveða að hún væri örugglega voða góð með sig. Á þessum tímapunkti var ég ekki búin að segja orð við hana svo að þessi dómur minn var alfarið byggður á því litla sem þær vinkonurnar höfðu sagt sín á milli og ... svipnum á henni? Fyrsta skólavikan liðaðist áfram. Í lok hennar lenti ég fyrir tilviljun á smá spjalli við Skagfirðinginn og kvendið. Í ljós kemur að við eigum nú ýmislegt sameiginlegt, bæði vini og framtíðarplön. Við spjöllum meira. Innan skamms kemur í ljós að hún er bara ekkert góð með sig og er meira að segja frekar fyndin og skemmtileg! Tíminn líður. Nokkrum heimadæmum, snapchöttum og djömmum síðar er hún bara orðin ágætis vinkona mín. Fyrir skömmu minntist ég á þetta við hana, að mér hefði nú ekkert litist allt of vel á hana þegar ég hitti hana fyrst. „Í alvöru!! Þú ert ekki sú fyrsta sem segir þetta! Þetta er bara eitthvað resting bitchface sem ég er með!“ (ísl.: áhvílandi tæfufés). Hafandi farið í alveg nýtt umhverfi fyrir fjórum árum þegar ég fór í Menntaskólann á Akureyri þá hef ég á þeim tíma einnig kynnst fullt af nýju fólki og alltaf koma þessi varnarviðbrögð upp annað slagið – „þessi er örugglega svo ........ (setjið inn neikvætt lýsingarorð að eigin vali) – best að vera ekkert að tala of mikið við hann/hana.“ Síðan kynnist maður viðkomandi með tímanum og fyrri hugmyndir um persónuleika viðkomandi reynast kolrangar. Engu að síður virðist maður gleyma þessu jafnóðum og komin í háskóla er ég ennþá að standa mig að þessu. Blessunarlega var ég svo heppin að fyrir sakir litla Íslands átti ég fullt sameiginlegt með þessari stelpu og bara hálf neyddist til að tala við hana. Og eins gott, annars væri ég örugglega núna að gefa henni illt auga yfir fyrirlestrarsalinn og hugsa: „Djöfull er þessi góð með sig maður...“ Jæja, maður getur víst ekki gert neitt annað en að vera meðvitaður um þetta í framtíðinni og já, gefa fólki smá séns. Batnandi mönnum er víst best að lifa. - - - - - Dagbjört skorar á Rakel Rós Ágústsdóttur að taka við pennanum eitt til tvö ár, en sú vinna felst m.a. í ljósmynda- og efnisöflun auk yfirlesturs, svo fátt eitt sé nefnt. „Ég veit ekki nákvæmlega hve mikinn tíma það tekur en það er margra mánaða vinna sem liggur á bak við útgáfuna. Ég hygg að það liggi um hálfs árs vinna hjá okkur fjórum í ritstjórninni að búa þessa bók undir prentun,“ segir hann en öll vinna ritstjórnarmanna er sjálfboðastarf. „Þess vegna gengur þetta. Þetta er dýr útgáfa og dýr prentun, ef við tækjum laun fyrir okkar vinnu þá mundi þetta ekki koma út, það stæði ekki undir sér.“ Vilja víkka út viðfangsefni bókarinnar Hjalti segir að reynt sé að hafa efnistök Skagfirðingabókar sem breiðust. Löngum hefur mest borið á gömlum þjóðlegum fróðleik en það sé vilji ritstjóranna að víkka út við- fangsefni hennar. „Við viljum gjarnan fá greinar frá fólki sem er að skrifa um það sem er ekki svo langt frá okkur í tíma. Okkur vantar fleiri stuttar greinar og skemmtilegar en fræði eiga ekki að þurfa að vera leiðinleg. Ef við erum með fræðilegar greinar þá reynum við að sigla þann meðalveg að hafa þær ekki of þungar,“ segir Hjalti. Efni Skagfirðingabókar kemur úr ýmsum áttum en stundum hafa menn verið fengnir til að taka að sér skrif þar sem efnistök eru fyrirfram ákveðin af ritstjórn bókarinnar. „Það sem einkennir Skag- firðingabók er að við höfum alltaf ákveðna höfuðgrein í upphafi sem er um einhvern þekktan Skagfirðing sem var uppi á síðustu öld. Í þessari bók fjallar höfuðgreinin um apótekarahjónin, Minnu og Ole Bang,“ útskýrir Hjalti en það var Sölvi Sveinsson sem tók að sér ritun hennar. „Við þurfum að hafa fyrir því að fá svoleiðis greinar og oft fengið menn til þess að skrifa. Hins vegar er margt sem berst okkur í hendur, sem betur fer, og þá reynum við að birta þær greinar ef okkur finnst þær eiga heima í ritinu,“ segir hann og bætir við að í rauninni hafi þeim borist meira efni en komist hefur verið yfir að birta og dæmi um að greinar bíði jafnvel í mörg ár, en bókin er jafnan með innan við 200 síður og setur það efninu ákveðnar skorður. Meðal þess sem lesa má í nýútkominni Skagfirðingabók er grein byggð á skrifum Sverris Björnssonar (1911-2000) frá Viðvík sem nefnist Dulrænar sagnir. Sverrir hafði skilið eftir sig handrit um dulræn efni og fékkst leyfi ættingja hans til að birta brot úr þeim í bókinni. Í formála að greininni segir um Sverri að hann hafi verið athugull og búið yfir nokkurri dulskynjun, hann hafði mikinn áhuga á þjóðlegum fræðum, bókamaður og frásagnagóður. Feykir fékk leyfi til að birta eina af frásögnum Sverris og varð sagan um Sigga stromp fyrir valinu. /BÞ VETURINN 1931–32 var ég ráðinn fjármaður á Hólum til að hirða á Hagakoti sem eru beitarhús fram í Hólahaga. Fyrstu dagana sem ég hirti voru miklar frosthörkur og fannfergi og veiktist ég mikið, fékk háan hita þannig að ég gat ekki sinnt hirðingum. Þetta var mjög erfitt því enginn maður var til staðar sem gat leyst mig af. Þegar mér fór að skána bauðst ég til að fá Erling bróður minn til að gegna hirðingum meðan ég var að ná mér. Hann var síðan þarna þangað til rúmri viku fyrir jól en þá tók ég aftur til starfa. Ég var ekki nema fjóra daga á kotinu fyrir jól því féð var þá tekið heim og baðað og haft heima þar til á miðgóu en þá var það haft á kotinu til vors. Féð var ekki látið inn fyrr en í myrkri þegar það kom af beitinni, og þá var því gefið. Þarna var ekkert ljósfæri svo maður varð að þreifa sig áfram. Á Hagakoti voru tvenn fjárhús, önnur húsin voru byggð á rústum bæjar sem þarna var og fór í eyði árið 1887. Þar dó maður að nafni Sigurður, í fylliríi, með þeim hætti að hann var með illindi við gömul hjón sem þarna bjuggu. Bóndinn gat haft hann út með sér og fór síðan út í Hof til að sækja hjálp en konan lokaði bænum svo að hann kæmist ekki inn. En þegar bóndinn kom til baka hafði maðurinn stungið sér á hausinn niður í eldhússtrompinn og var þar dauður. Upp frá þessu þótti hann fylgja staðnum og gera Hagakotsmönnum ýmsar skráveifur og eingöngu í húsunum sem byggð voru á rústum gamla bæjarins. Þar var hlaða við húsin og sunnan við stafninn á henni var gamall kofaræfill sem varla hékk uppi og voru tóftardyr frá honum og inn í hlöðuna. (Það var sagt að þessi kofi væri gamla eldhúsið.) Annan daginn sem ég var þarna lét ég inn í myrkri eins og vant var og gaf á syðri garðann fyrst. Síðan fór ég með fang norður geilina (hún náði út jafnt ytri brún á tóftardyrunum svo ég gat gengið geilina á enda og þá voru dyrnar fram í garðann beint framundan) en þegar ég ætlaði inn í garðann voru þar engar dyr. Ég fór að þreifa fyrir mér en ég rak mig á vegg. Ég þreifaði allan vegginn suður að hinum dyrunum og fann þær og heyrði þegar hornin á ánum glömruðu við garðabandið. Ég fór aftur norður geilina til að vita hvort ég mundi ekki heyra í ánum þar en heyrði ekkert og fann engar dyr. Í þrígang fór ég um geilina fram og til baka en engar dyr að finna. Mér þótti ekki gott að geta ekki gefið ánum en það var ekki gengt á milli húsanna og enginn poki til að setja í hey en öðruvísi gat ég ekki komið heyi til þeirra. Ég beið þarna nokkra stund og ákvað að fara eina ferð enn og ef það gengi ekki þá yrði ég að fara heim án þess að gefa í húsinu. Ég fór norður geilina og þegar ég kom nærri dyrunum heyrði ég í ánum frammi í húsinu og dyrnar voru á sínum stað. Þetta held ég að sé það furðulegasta sem fyrir mig hefur borið, og ég hef ekki sagt mörgum frá þessu því það er varla hægt að ætlast til að menn trúi slíku. En Siggi strompur átti eftir að minna á sig oftar þennan vetur og verst fannst mér hvað hrossin sem ég var með urðu oft hrædd. Erlingur bróðir minn sagði mér að hestur sem hann hafði með sér hefði nötrað allur þegar hann var búinn að setja hann inn í hús. Ég hafði þennan sama hest líka en hætti með hann seinni part vetrarins og fannst ekki hægt að leggja það á hann. Í hans stað notaði ég rauða hryssu sem ég átti en það var eins, hún sleit sig oft upp og þaut fram að dyrum og hafðist aldrei inn króna aftur þann daginn, en svo gekk hún þæg inn morguninn eftir. Sigurður Jónsson (1839–1862) dauður á hlóðarstein- unum á Hagakoti, eftir að hafa troðið sér niður um eldhús- strompinn. TEIKNING: JÓHANNES ATLI HINRIKSSON Siggi strompur

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.