Feykir


Feykir - 12.11.2015, Blaðsíða 12

Feykir - 12.11.2015, Blaðsíða 12
Ertu með fréttaskot, mynd eða annað skemmtilegt efni í Feyki? Hafðu samband. Síminn er 455 7176 og netfangið feykir@feykir.is 43 TBL 12. nóvember 2015 35. árgangur Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra : Stofnað 1981 Nýr framkvæmda- stjóri tekinn við Selasetur Íslands Sigurður Líndal Þórisson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Selaseturs Íslands á Hvamms-tanga. Sl. fjögur ár vann Sigurður við gæða- og verkefnastjórnun hjá Expedia Inc, einu stærsta ferðaþjónustu- og tæknifyrirtæki heims. Þar á undan starfaði Sigurður m.a. við leikhússtjórnun, sem sjálfstætt starfandi leikstjóri með á sjötta tug leikverka að baki, og sem kennari við marga virtustu leiklistarskóla Lundúna. Sigurður er með MA gráðu í listastefnu og -stjórnun frá Birkbeck College, leikarapróf frá Arts Educational London School of Drama, og kennarapróf frá Strode's College. Sigurður er nú að flytja á heimaslóðirnar í Húnaþingi vestra eftir 20 ára veru í Lundúnum. /BÞ Menningarhúsinu Miðgarði sunnudaginn 22. nóvember kl. 16:00 Forsala miða verður í Vélaval í Varmahlíð og Blóma– og gjafabúðinni á Sauðárkróki. Fram koma: Bergrún Sóla Áskelsdóttir, Dagný Erla Gunnarsdóttir, Einar Þorvaldsson, Gunnar Rögnvaldsson, Íris Olga Lúðvíksdóttir, Jón Hallur Ingólfsson, Kristján R. Kristjánsson, Malen Áskelsdóttir, Margeir Friðriksson, Rannveig S. Stefánsdóttir, Sigvaldi H. Gunnarsson, Stefán R. Gíslason og Þórgunnur Þórarinsdóttir ásamt barnakór Tónleikar Mikið högg fyrir smábátasjómenn Niðurfelling og lækkun byggðakvóta Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar eindregið eftir því að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið endurskoði ákvörðun sína um niðurfellingu byggðakvóta til Sauðárkróks og lækkun hans til Hofsóss úr 40 tonnum í 34 tonn. Þetta kemur fram í fundargerð frá fundi nefndarinnar sl. föstudag. Í fundargerð kemur fram að það var Drangey, smábátafélag Skaga- fjarðar, sem sendi nefndinni erindi og lýsti áhyggjum félagsmanna á fyrirhugaðri niðurfellingu byggða- kvóta til Sauðárkróks og lækkunar til Hofsóss. Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkaði fyrir erindið og tók undir áhyggjur félagsmanna. Í fundargerð segir að nefndin fari fram á að byggðakvóta verði úthlutað til Sauðárkróks, líkt og undanfarin ár, þar sem niður- felling kvótans yrði mikið högg fyrir smábátasjómenn á staðnum en 17 smábátar frá Sauðárkróki nýttu síðustu úthlutun byggðakvótans. Þá fer nefndin jafnframt fram á að tekið verði tillit til sérstakra aðstæðna á Hofsósi. „Hofsós hefur átt undir högg að sækja frá því fiskvinnsla lagðist þar af og því mikilvægt að úthlutað sé auknum byggðarkvóta til byggðarlagsins líkt og gert hefur verið gagnvart byggðarlögum sem fengið hafa að taka þátt í verkefninu Brothættar byggðir á vegum Byggðastofnunar. Hofsós er á biðlista eftir að fá að taka þátt í því verkefni.“ Nefndin hefur falið starfsmönn- um að senda atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu bréf þessa efnis með ítarlegri rökstuðningi fyrir endurskoðun ákvörðunar þess, auk þess sem nefndin setti fram tillögur sem sjá má á Feykir.is. /BÞ Verslunin Eyri auglýsir! Mora Mmix tilboðsdagar Fimmtudag föstudag og laugardag verður 25% afsláttur af Mora Mmix hreinlætistækjalínunni hjá okkur.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.