Feykir


Feykir - 12.11.2015, Blaðsíða 11

Feykir - 12.11.2015, Blaðsíða 11
43/2015 11 KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautirnar gæti farið að skrifa á jólakortin. Spakmæli vikunnar Ljóð er sannleikur í sparifötum. - Joseph Raux Sudoku FEYKIFÍN AFÞREYING oli@feykir.is Vissirðu að... ÓTRÚLEGT – EN KANNSKI SATT ... þegar Lord Byron fór í Cambridge háskóla þá var honum bannað að hafa með sér hund þar sem reglur skólans leyfðu það ekki. Þá mætti hann með skógarbjörn enda ekkert í reglum skólans sem bannaði það. ... leikarinn Gary Busey neitaði að leika í senu sem átti að gerast í himnaríki fyrr en þeir sem gerðu leikmyndina gerðu hana rétt. Þannig var mál með vexti að Busey hafði verið við það að deyja árið 1988 og var þess fullviss að hafa heimsótt himnaríki. Hann vildi því að sjálfsögðu að sýn hans yrði fylgt eftir og samkvæmt honum þá var sófasettið alls ekki eins og það átti að vera og það varð að fjarlægja all spegla – enda engir speglar í himnaríki. Hahahahaha ... hehe ... Hvað sagði ljóskan þegar hún sá Cheerios hringina? - Nei, sko, kleinuhringsfræ. Krossgáta „Ekki í ár, því miður“ Sigríður Elfa Eyjólfsdóttir Feykir spyr... Á að skella sér á jólahlaðborð? Spurt á Facebook UMSJÓN siggag@nyprent.is EFTIRRÉTTUR Ostakaka með Nóa kroppi og hindberjasósu 250 g Nóa kropp 6 dl þeyttur rjómi 300 g rjómaostur 180 gr flórsykur 1 og ½ tsk vanilludropar 400 gr frosin hindber 2-3 msk hrásykur Aðferð: Þessi er í uppáhaldi hjá okkur. Setjið Nóa kropp í eldfast mót eða annað fat og kremjið kúlurnar gróflega með flötum botni á glerglasi. Hrærið rjómaost, flórsykur og vanilludropa saman í skál og blandið þeyttum rjóma vel og vandlega saman við. Smyrjið ostablöndunni jafnt yfir Nóa kroppið og kælið. Afþýðið hindberin í örbylgjuofni til þess að flýta fyrir og sjóðið í potti ásamt hrásykri. Látið krauma við vægan hita í 5-10 mínútur. Sigtið sósuna á meðan hún er heit og kælið. Hellið hindberjasósunni yfir ostakökuna og smyrjið henni jafnt á með skeið. Kakan er best þegar hún hefur fengið að dvelja í frysti í 3-4 klukkustundir eða yfir nótt í ísskáp. Verði ykkur að góðu! Við ætlum að skora á vini okkar Árna og Giggu (Þorgerður Þóra Hlynsdóttir og Árni Halldór Eðvarðsson) að töfra fram eitt- hvað rosa gott. Lambaskankar og ostakaka með Nóa kroppi og hindberjasósu AÐALRÉTTUR Lambaskankar með rótargrænmeti 2 lambaskankar salt 2 msk ólífuolía 1 laukur, saxaður 3 gulrætur, saxaðar 2 sellerístilkar, saxaðir 4 kartöflur, skornar í fernt 1 hvítlauksrif, pressað 300 ml vatn + 1 lambateningur 1 tsk timíankrydd ½ tsk rósmarínkrydd 1 tsk oreganókrydd 1 lárviðarlauf Aðferð: Kryddið lambaskankana með salti, setjið ólívuolíu á pönnu og brúnið kjötið á öllum hliðum. Takið af pönnunni og geymið. Steikið lauk, gulrót og sellerí á pönnu í um fjórar mínútur og hrærið reglulega í. Bætið kartöflum saman við og eldið í aðrar tvær mínútur. Bætið því næst hvítlauk, lambaskönkum og kryddið saman við og látið malla í 2 mínútur. Bætið kjötkraftinum saman við og látið malla. Setjið í ofnfast mót með loki og látið í 150°C heitan ofn í um 1- 1½ klst, eða þar til kjötið er fulleldað en mjúkt (notið kjöt-hitamæli til að ofelda það ekki. Skerið kjötið niður og blandið saman við grænmetið. Berið fram með kartöflumús og góðu salati. MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN berglind@feykir.is „Við þökkum Georg og Sigurlaugu kærlega fyrir áskorunina. Þar sem við erum ekkert mikið fyrir að flækja hlutina þegar kemur að eldamennsku þá eru þessir réttir í uppáhaldi hjá okkur. Við mælum klárlega með því að þið prófið þessa rétti,“ segja matgæðingarnir Ástrós Villa Vilhelmsdóttir og Guðni Már Lýðsson á Skagaströnd. Þau ætla að bjóða upp á Lambaskanka með rótargrænmeti og ostaköku með Nóa kroppi og hindberjasósu í eftirrétt. Ástrós Villa og Guðni Már matreiða „Nei, ekki þetta árið.“ Sigríður Valgarðsdóttir „Já, ég fer á jólahlaðborð í Varmahlíð, hlakka mikið til.“ Helgi Freyr Margeirsson „Er í fæðingarorlofi þannig að ætli ég sleppi ekki þessu ári og taki næsta með trompi.“ Gyða Mjöll Níelsdóttir Ástrós Villa og Guðni Már. MYND: ÚR EINKASAFNI „Nei, fer ekki í ár.“ Viktor Guðmundsson

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.