Feykir


Feykir - 17.12.2015, Page 2

Feykir - 17.12.2015, Page 2
2 Feykir 48/2015 Hitaveita í Húnaþingi Síðastliðinn þriðjudag var vatni hleypt á stofnlögn Hitaveitu Húnaþings vestra, frá dælustöð í landi Syðri- Reykja að Brekkulæk í Miðfirði. Það var oddviti sveitar- félagsins, Unnur Valborg Hilmarsdóttir og fyrrverandi oddviti, Brynjólfur Sveinbergs- son, sem í sameiningu ræstu dæluna en þann 2. desember sl. voru 43 ár síðan Brynjólfur ræsti dælu sem hleypti vatni á fyrsta hús á Hvammstanga. Nú þegar geta tólf bæir tengst og næstu daga bætast sjö í hópinn. Síðustu bæir í Miðfirði, þar sem hitaveita hefur verið lögð á árinu 2015, ættu að hafa aðgang að heitu vatni í lok janúar nk. Stefnt er að því að hleypa á stofnlögn í Hrútafirði fyrir árslok. Samhliða lagningu dreifi- kerfis hitaveitu var lagður ljósleiðari í öll hús sem tengjast hitaveitunni. Tengivinna fyrir fyrsta hluta stendur yfir en hann er frá Syðri-Reykjum að Torfustöðum og yfir að Skarfshóli að öllum bæjum meðtöldum á lagnaleið hita- veitunnar. /hunathing.is Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176, 694 9199 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Forsíðumynd: Berglind Þorsteinsdóttir – nemendur í Árskóla á Lúsiuhátíð. Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum JÓLAHUGLEIÐING Það sem raunverulega skiptir máli Hátíð ljóss og friðar er á næsta leiti. Á aðventunni verða flestir frekar meyrir. Ég er ekki frá því að það megi sjá jafnvel hörðustu jaxla og júffertur fella tár á þessum árstíma. Sjálf stend ég mig að því að finnast allt aðeins krúttlegra en vanalega, mér líkar við fleiri stöðu- uppfærslur á samskiptamiðlum og geri enn meira af því að hugsa til þeirra sem minna mega sín. Kannski er það ákveðin hræsni að vera ekki alltaf meðvitaður um það sem er verið að minna mann á í jólaboðskapnum. Það er nú einu sinni svo að búið er að velja hina ýmsu daga ársins sem tileinkaðir eru ákveðnum málum. Flest þeirra dekkar boðskapur jólanna einn og sér. Nægir að nefna sem dæmi Alþjóðlega mannréttindadaginn. Það þarf varla að rekja það fyrir neinum að 27 manns var vísað úr landi á þeim degi. Ævinlega eru tvær hliðar, og oft fleiri, á öllum málum. En eigum við virkilega engin úrræði þegar vísa þarf langveiku eins árs barni til síns heimalands, þar sem öryggi þess og allrar fjölskyldunnar er ógnað? Þarf kerfið að vera svona rúðustrikað og ferkantað þegar kemur að velferðarmálum? Ég gæti skrifað heilan Feyki um óréttlæti heimsins, enda mikill réttlætissinni. En ég læt mér nægja að taka nærtækt dæmi úr síðasta blaði, viðtal við unga stúlku sem fær ekki læknismeðferð erlendis af því að það samræmist ekki reglum Siglinganefndar! Að sjálfsögðu þurfa að vera reglur í samfélaginu, eins og ég útskýrði oft á sínum tíma fyrir barnungum syni mínum. Sá hefði reyndar kostað mig stórfé ef hann hefði fengið að ráða sér lögfræð- ing í hvert sinn sem brotið var á honum, ýmist af okkur foreldrunum eða samfélaginu, hvort sem það var með leiðinlegum námsgreinum í grunnskóla eða takmörkuðu sjónvarpsáhorfi og tölvunotkun á heimilinu. En reglur þurfa að vera þannig að hægt sé að skoða einstök mál og bregðast við þeim. Það er ekki í mínu valdi að gagnrýna einstaka starfsmenn Útlendingastofnunar, lögreglunnar, ráðherra eða aðra sem að málum innflytjenda koma. En eigum við virkilega engin ráð? Þegar svona mál koma upp verður ýmislegt sem snýr að jóla- undirbúningi hjóm eitt. Hverjum er ekki sama hvort servétturnar eru íslensk hönnun eða ódýrasta gerðin úr „Rúmfó“? Eða hvað jólagjafirnar kostuðu, hvort tókst að þurrka úr horninu innst hægra megin í kústaskápnum eða klára sautján sortir af smákökum? Ég man þá tíð þegar sparistellið var tekið út úr skápum og þvegið – fyrir notkun. Sem betur fer erfði ég ekki þessa áráttu og mín jól hafa æ minna með þrif að gera eftir því sem árin líða. Hugur minn er hjá þeim sem eiga um sárt að binda af einhverjum ástæðum. Þeim sem glíma við veikindi, liggja jafnvel á sjúkrahúsum yfir hátíðarnar eða bíða úrræða vegna sjúkdóma, andlegra sem líkamlegra. Þeim sem eiga vart í sig eða á en langar samt að halda jól eins og okkur hin. Þeirra sem misst hafa einhvern nákominn eða lent í áföllum af einhverju tagi. Ég óska lesendum Feykis gleðilegra jóla og gæfu á nýju ári og þakka gefandi samskipti á árinu sem er að líða. Kristín Sigurrós Einarsdóttir, blaðamaður Á fimmtudaginn fyrir viku síðan féll snjóflóð á lítið skýli í Skarðsdal, á milli bæjanna Skarðs og Veðramóts í Gönguskörðum. Í skýlinu var staðsettur töflu- og stýribúnaður fyrir dælur á vegum Skagafjarðarveita. Af þeim sökum hafa veiturnar ekki fengið kalt vatn úr þeim tveimur borholum sem nýttar hafa verið í Skarðsdalnum, fyrr en í gær, þegar þær voru ræstar á ný. „Dælurnar í borholunum í Skarðsdal eru aðeins gangsettar yfir daginn, þegar notkunin er sem mest. Holurnar gefa um 10 l/s sem er um 15 til 20% af vatnsrennsli sem við höfum til umráða. Almennir notendur ættu ekki að verða varir við þetta en stórnotendur hafa verið beðnir um að spara vatnið á meðan viðgerð stendur yfir,“ sagði Indriði Þór Einarsson, sviðsstjóri veitu- og fram- kvæmda-sviðs hjá Skagafjarðar- veitum, í samtali við Feyki á mánudaginn. /KSE Snjóflóð féll á skýli Skagafjarðarveitna í Skarðsdal Dæling hafin að nýju úr borholunum Stór áfangi undirskriftir íbúa í framsveita Skagafjarðar. „Ég vildi sýna fram á hvað við erum óánægð og hve við sjáum eftir bankanum. Ég á ekki tölvu og fer alltaf með öll mín viðskipti í bankann. Ég veit að margir fleiri hafa það þannig,“ útskýrir Inda. Magnús Barðdal Reynisson útibússtjóri á Sauðárkróki tók við undirskriftalistanum og sagðist ætla koma honum áleiðis til höfuðstöðva. „Það er ánægjulegt að sjá hversu margir bera hlýjan hug til útibúsins. Þetta er útibú sem er búið að vera þarna lengi,“ sagði hann. Skýringuna á lokun útibúsins sagði hann vera þá að verið sé að bregðast við breyt- ingum á bankastarfsemi undan- farinna ára. Fólk sé farið að sækja meira í netbankana og appið og smátt og smátt hefur fjarað undan hefðbundnum afgreiðsl- um. Verið er að nýta stöðugildin með öðrum hætti. „Við höfum reynt að vanda okkur við þetta, haft samband við aðila sem sækja þjónustuna í útibúið, bæði gegnum símtöl og bréfleiðis, og vorum með nám- skeið til að kenna á sjálfs- afgreiðsluvélina,“ segir Magnús. Hann bætti við að Erna Geirs- dóttir, starfsmaður Arion banka í Varmahlíð, verði fyrstu vikurnar í janúar til aðstoðar og að kenna á sjálfsafgreiðsluvélina áður en hún tekur til starfa á Sauðárkróki. /BÞ Undirskriftasöfnun vegna lokunar Arion banka í Varmahlíð 233 mótmæla lokun útibúsins Gleðileg jól! Feykir óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Næsti Feykir kemur út 7. janúar 2016 en hægt verður að fylgjast með Feyki.is, sem er alltaf ferskur á netinu. 22. jólamót Molduxa í körfubolta verður haldið annan í jólum, laugard. 26. des. í Íþróttahúsinu Skr. Mótið verður sett með óvæntri uppákomu kl. 11:55 og fyrstu leikir flautaðir á stundvíslega kl. 12:00. Keppt verður í opnum flokki, +35- og kvennaflokki. Gjald á hvert lið er kr. 15.000,- og skal greitt fyrir fyrsta leik. Skráning á netfangið pilli@simnet.is og stendur fram að hádegi jóladags. Upplýsingar á Fésbókarsíðu Molduxa og Molduxar.is. Allur ágóði rennur óskiptur til körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Molduxar Jólamót Molduxa Inda Indriðadóttir, í Lauftúni í Skagafirði, afhenti sl. þriðjudag undirskriftalista í mótmælaskyni við lokun á útibúi Arion banka í Varmahlíð. Listinn hafði legið frammi í Kaupfélagi KS í Varmahlíð og á Löngumýri í mánuð. Alls söfnuðust 233 Inda Indriðadóttir afhendir Magnúsi Barðdal Reynis- syni undirskriftalistann. MYND: BÞ Sett í gang! MYND: ALDÍS OLGA

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.