Feykir


Feykir - 17.12.2015, Side 7

Feykir - 17.12.2015, Side 7
48/2015 Feykir 7 ( LIÐIÐ MITT ) kristin@feykir.is Ísak Óli Traustason > Liverpool FC Sigur Smára á Tindastóli stærsta stundin á ferlinum Skagfirðingurinn Ísak Óli Traustason þekkir ekkert annað en að vera „Poolari.“ Hann telur að liðið geti átt erfitt uppdráttar á þessu leiktímabili en sé þó á uppleið, undir stjórn Klopps. Ísak Óli hefur ekki farið á leik með liðinu en það er klárlega á döfinni hjá honum. Hvert er uppáhaldsliðið þitt í enska boltanum? Liðið mitt í enska boltanum er Liverpool. Ég hef stutt þá frá því að ég man eftir mér og þekki því ekkert annað en að vera Poolari. Hvernig spáir þú gengi liðsins á tímabilinu? Þetta verður erfitt, en með góðum úrslitum í jólatörninni á liðið ágætis möguleika að enda í topp fjórum í vor. Ertu sáttur við stöðu liðsins í dag? Nei, ég get ekki sagt það, en þetta er allt í rétta átt. Klopp er nýtekin við liðinu og hann á eftir að ná góðum árangri með það í framtíðinni. Hefur þú einhvern tímann lent í deilum vegna aðdáunar þinnar á umræddu liði? Já, það hefur gerst oft í gegn um tíðina, en maður stendur alltaf með sínum mönnum. Hver er uppáhaldsleikmaðurinn fyrr og síðar? Steven Gerrard er minn uppáhalds leikmaður hjá klúbbnum fyrr og síðar. Hefur þú farið á leik með liðinu þínu? Nei hef ekki gert það en það er klárlega á döfinni. Áttu einhvern hlut sem tengist liðinu? Já, treyjur, handklæði, bolla, trefla, sængurver og margt fleira. Hvernig gengur að ala aðra fjöl- skyldumeðlimi upp í stuðningi við liðið? Ég er nú sá eini í fjölskyldunni sem að hef einhvern áhuga á þessu þannig að maður hefur fengið að vera nokkuð í friði. Maður verður samt að leyfa fólki að ráða þessu sjálfu. Hefur þú einhvern tímann skipt um uppáhalds félag? Nei, og mun aldrei gera það. Uppáhalds málsháttur? Hver er sinnar gæfu smiður. Einhver góð saga úr boltanum? Það sem stendur upp úr hjá mér er þegar að ég og liðfélagar mínir í stórveldinu Smára unnum sigur á grönnum okkar í Tindastól á Smábæjarleiknum á Blönduósi. Það var líklega stærsta stund á mínum knattspyrnuferli. Einhver góður hrekkur sem þú hefur framkvæmt eða orðið fyrir? Ég er svo heppin að hafa verið vakinn tvisvar sinnum af æfingafélögum mínum í frjálsunum með hávaða, látum og tilheyrandi og í eitt skipti af Ingva og Friðrik, félögum mínum. Allir þessir gjörningar voru teknir upp á myndband. Ég hef síðan einnig tekið þátt í því að vekja í hefndarskyni. Annars er lítið um hrekkjalómagen hjá mér. Spurning frá Bryndísi Rut: Hver er draumaleikurinn? Liverpool – Manchester United á Anfield. Hvern myndir þú vilja sjá svara þessum spurningum? Ingva Rafn Ingvarsson. Hvaða spurningu viltu lauma að viðkomandi? Hver er kóngurinn á St James’ park? ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.isF Öruggur sigur á kanalausum Grindvíkingum Dominos-deildin: Grindavík - Tindastóll 77-100 Tindastólsmenn hafa sjaldnast riðið feitum hesti úr Grindavík en á því varð breyting sl. fimmtudagskvöld. Stólarnir unnu sannfærandi sigur á kanalausum Suður- nesjaköppum, voru 15 stigum yfir í hálfleik og kláruðu leikinn af öryggi, 77-100. Lið Tindastóls var ekkert að tvínóna við hlutina, strákarnir spruttu af stað og komust í 0-8 og nýttu sér styrk sinn í teignum afar vel í fyrsta leikhluta. Lewis, Hill og Helgi Viggós voru þar afgerandi en heimamenn minnkuðu þó muninn í 19-21. Að loknum fyrsta leikhluta var staðan 20-26 eftir að Helgi Margeirs hafði aðeins velgt skotvopnið með einum þristi. Hann bætti við tveimur þristum snemma í öðrum leik- hluta og kom Stólunum ellefu stigum yfir, 25-36. Raunar skelltu gestirnir í lás í vörninni á löngum kafla því heimamenn gerðu ekki stig í sex mínútur en á meðan gerðu Stólarnir 16 stig. Staðan breyttist semsagt úr 25- 30 í 25-46 og Tindastólsmenn komnir með alla stjórn á leiknum. Grindvíkingar voru þó drjúgir síðustu mínútu leikhlut- ans og staðan í hálfleik 33-48. Addú datt loks í gang í upphafi þriðja leikhluta en hann skaut tómum múrsteinum allan fyrri hálfleikinn. Tveir dýsætir þristar á fyrstu mínútu leik- hlutans gáfu Grindvíkingum til kynna að Stólarnir voru ekkert að fara slaka neitt á og staðan 56- 74 þegar fjórði leikhluti hófst. Mesti móðurinn var nú úr heimamönnum og Stólarnir komust mest 29 stigum yfir, 68- 97, þegar Ingvi gerði einu körfu sína í leiknum. „Það er aðstöðumunur á liðunum, þá vantar útlending. En það er alltaf hættulegt að koma inn í svoleiðis aðstæður,“ sagði Helgi Margeirs í viðtali við Vísi.is að leik loknum og bætti við: „Við spiluðum einfalt í sókninni og vorum ákveðnir í vörninni og þetta gekk vel upp.“ Hann segir að hlutirnir hafi gengið ótrúlega vel eftir að Jou Costa tók við af Pieti Poikola, hann sé búinn að kveikja neista í mönnum á ný. „Við erum á fjórðu viku með honum og liðið er orðið eins og það var í fyrra. Nú verður ekki aftur snúið og við erum á uppleið,“ sagði Helgi. Darrel Lewis var með 24 stig og átta fráköst en Jerome Hill setti 19 stig og hirti 15 fráköst. Þá voru bekkjarbræð-urnir Flake og Helgi Margeirs öflugir, Flake með 18 stig og átta fráköst en Helgi gerði 15 stig, allt þriggja stiga skot en hann var með fimm af átta í nýtingu. Þá setti Hannes niður tvö 3ja stiga skot á lokamínútunum. Stólarnir hirtu 55 fráköst en Grindvíkingar 37 og þar lá hundurinn grafinn. Stólarnir eru með 50% árangur það sem af er móti, fimm sigra og fimm töp. Í kvöld mæta skólapiltarnir í FSu í heimsókn en þeir hafa verið sprækir upp á síðkastið. /ÓAB Stig Tindastóls: Lewis 24, Hill 19, Flake 18, Helgi Margeirs 15, Helgi Viggós 8, Arnþór 8, Hannes 6 og Ingvi 2. Stuðningsmenn Stólanna hafa oft verið kátir í Síkinu í ár. MYND: ÓAB Vikuna 6.–12. desember var tæpum 73 tonnum landað á Skagaströnd. Þá var landað rúmum 25 tonnum á Hofsósi, tæpum 150 tonnum á Sauðárkróki og rúmum 9 tonnum á Hvammstanga. Alls gera þetta um 258 tonn á Norðurlandi vestra. /KSE Aflatölur 6.–12. desember á Norðurlandi vestra Málmey landaði 110 tonnum SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG Sæfari HU 200 Landb. lína 1.670 Ölli krókur GK 211 Landb. lína 282 Alls á Skagaströnd 73.689 HOFSÓS Bíldsey SH 65 Lína 25.206 Alls á Hofsósi 25.206 SAUÐÁRKRÓKUR Klakkur SK 5 Botnvarpa 39.776 Málmey SK 1 Botnvarpa 109.976 Alls á Sauðárkróki 149.752 HVAMMSTANGI Bergur Vigfús GK 43 Lína 4.501 Harpa HU 4 Dragnót 4.585 Alls á Hvammstanga 9.086 SKAGASTRÖND Addi afi GK 97 Landb. lína 9.078 Alda HU 112 Landb. lína 13.458 Bergur sterki HU 17 Landb. lína 3.224 Bogga í Vík HU 6 Landb. lína 5.423 Dagrún HU 121 Þorskanet 2.627 Guðmundur á Hópi Landb. lína 8.159 Óli á Stað GK 99 Lína 23.925 Stella GK 23 Landb. lína 5.843 Laugardaginn annan í jólum fer fram Jólamót Molduxa í körfubolta í Íþróttahúsinu á Sauðár- króki og er þetta í 22. skipti sem mótið fer fram. Mótið verður sett með óvæntri uppákomu kl. 11:55 en síðan verða fyrstu leikir flautaðir á stund- víslega kl. 12:00. Hægt er að skrá sig til leiks með því að senda póst á pilli@simnet.is en skráning stendur til hádegis á jóladegi. Upplýsingar má finna á Fés- bókarsíðu Molduxa og á Molduxar.is. Allur ágóði rennur til körfuknattleiksdeildar Tindastóls. /ÓAB Allur ágóði rennur til Kkd. Tindastóls Jólamót Molduxa

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.