Feykir


Feykir - 17.12.2015, Side 20

Feykir - 17.12.2015, Side 20
20 Feykir 48/2015 Líkt og undanfarin ár leitaði Feykir til Spákvennanna hjá Batnandi hagur með samvinnu eða sameiningu Völvuspá – Spákonuarfs á Skagaströnd fyrir árið 2016 UMSJÓN Berglind Þorsteinsdóttir Spákonuarfinum á Skagaströnd til þess að skyggnast inn í komandi ár og varpa ljósi á hvað árið 2016 ber í skauti sér. Sem fyrr tóku þær afar vel í erindið og komu saman í eina kvöldstund, lögðu spilin, litu í bolla, kíktu í kristalkúluna, köstuðu rúnum og notuðu öll tiltæk ráð til þess að sjá hvað kæmi upp. Óhætt er að segja að þær konur hafi vakið athygli fyrir hve sannspáar þær hafa reynst fram til þessa og er því spennandi að sjá hvað þær segja um árið 2016. „Spáin okkar fyrir árið 2016 var gerð í blíðskaparveðri og froststillu, e.t.v. boðar það að árið framundan verði ekki eins vindasamt og það sem er að líða og allir bara voða rólegir og næs en vonandi verðum við þó ekki í skítakulda og allt í biðstöðu. En allavega var spáin gerð eftir bestu vitund en skal tekin með fyrirvara, vonandi ykkur til svolítillar skemmtunar,“ segja spákonurnar frá Skagaströnd. Landsmálin Ef að blessaðir þingmennirnir fá að fara heim í jólagrautinn þá taka þeir gott jólafrí, mæta svo í janúar vel útsofnir og afslappaðir. Tíðindalítið til að byrja með en í mars verður fitjað uppá breytingum sem fara illa í stjórnarandstöðuna. Þeir telja lagt í áhættu í fjármálum, sem má til sanns vegar færa. Þetta leysist þó farsællega og öllum til hagsbóta. Í lok þings á vordögum verður tekist á um gjörning er varðar verðtrygginguna og bankana. Þessi mál hafa legið í loftinu lengi. Net- heimar tryllast og fjölmiðlar fara mikinn, allt virðist komið í óefni. En að lokum tekst að fá botn í þetta og almennt virðist sátt um niðurstöðuna. Í spilunum koma upp tveir sterkir aðilar sem leiðandi afl í stjórnmálunum og það mæðir mikið á þeim seinnipart árs. Á haustþingi verður hver höndin upp á móti annarri, sem er svo sem ekkert nýtt, og lítil samstaða þar til breytt er um verklag á þingi. Það kostar mikla vinnu og fórnir. En útkoman verður breytt og bætt vinnulag, eitthvað sem allir telja að hafi verið löngu tímabært. Í lok árs fer ungur maður að gera sig gildandi í stjórnmálum og telur sig hafa beðið nógu lengi eftir frama á þeirri braut. „...breytt verður um verklag á þingi. Það kostar mikla vinnu og fórnir. En útkoman verður breytt og bætt vinnulag, eitthvað sem allir telja að hafi verið löngu tímabært... “ Forsetinn - EM - Eurovision Forsetakosningar eru á árinu og Ólafur Ragnar forseti vor liggur undir feldi og stundar sjálfsskoðun. Á hann – á hann ekki? Valið er ekki auðvelt, en hann vill gjarnan halda í embættið, og telur sig nauðsynlegan þar, þjóðar- innar vegna. Og hann mun bjóða sig fram aftur. Úrslit kosninganna eru okkur hulin, því fleiri vilja á Bessastaði. En karlmaður mun ríkja þar næsta kjörtímabil. Nú eru allir að verða voða spenntir fyrir EM í knattspyrnu karla sem fram fer í Frakklandi í sumar. Ekki að undra þar sem Ísland er nú með í fyrsta sinn. Búið er að draga í riðla og því ákváðum við að líta í spilin hvernig fer. Vonandi lætur enginn það eyðileggja fyrir sér stemminguna en útkoman varð sú að Ísland vinnur Austurríki en tapar bæði fyrir Portúgal og Ungverjum sem þýðir að við komumst alls ekki upp úr riðlinum. Þá er bara að vona að spilin hafi verið að stríða okkur og þetta sé tómt bull. Áfram Ísland. Heldur sýnist okkur ganga betur hjá keppendum okkar í Eurovision. Allt bendir til að við komumst áfram í aðalkeppnina. En úrslitin verða á þann veg að við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af því að þurfa að halda þessa keppni að ári. Veðurfar og náttúruhamfarir Uppúr áramótum kemur erfiður kafli í veðri, vika til tíu dagar. Síðari hluti janúar úrkomulítill en nokkur belgingur. Góan heilsar vel en kveður lakar, steytings skratti. Í upphafi útmánaðar verður slæmt veður, hríð og leiðindi, blotar um miðjan mars og til skiptis frost og þýða eftir jafndægur. Vorið skilar sér á „eðlilegum“ tíma og kveikir bjartsýni í brjóstum manna uppúr sumarmálum, en í maíbyrjun hafa þær vonir gufað upp. Gæti orðið erfiður sauðburðartími. Sólstöðumán- uðurinn júní mun einkennast af úrkomu og hráslaga. Júlí lítur vel út, hefst með hlýindum og verður þokkaleg tíð allan mánuðinn. Ráðleggjum við því fólki að taka sumarfrí þann mánuð ef einhver kostur er. Allavega er ráðlegast að halda sig heima við um Verslunarmannahelgina en að öðrum kosti búið ykkur vel ef förinni er heitið á útihátíð, takið með auka tjaldhæla og ekki gleyma ullarsokk- unum. Annars lítur nú út fyrir að restin af ágúst verði svona þokkaleg. Enn og aftur stefnir í hrakviðri í september og lítið sést til sólar. Blautt og kalt á gangnamönnum og gripum þeim er smala skal. Eins verður með fyrrihluta október en svo batnar tíðin og við sjáum fram á svolítinn sumarauka. Veturinn tekur svo sannarlega öll völd í nóvemberhríð, kuldi og hryssingur. Síðasti mánuður ársins frekar mildur til að byrja með, síðan kólnar en meinhægt veður og allir ættu að komast leiðar sinnar um jól og áramót. Við óttumst eldsumbrot. Erfitt er að staðsetja gosið en það mun verða seint á árinu. Spákúlan sýnir svartan reykjarstrók svo við teljum að um öskugos verði að ræða, þannig að vindátt og staðsetning skipta miklu máli. Hafið gætur á Heklu. Karlmaður mun ríkja á Bessastöðum næsta kjörtímabil. Norðurland vestra Hvað er í gangi? Jú, álverið allt í flækju, ekkert að gerast. Það vantar ekki að nóg er nú rætt og skrafað um þetta blessaða álver en eitthvað er alveg í hnút. Engu að síður eru teikn á lofti um batnandi hag svæðisins en það helst í hendur við einhverjar breytingar er lúta að samvinnu eða sameiningu, sem taka verulega á en eru nauðsynlegar og til hagsældar fyrir íbúa ef vel tekst til. Einhverjir samningar verða gerðir en það þarf að gæta sín að láta ekki glepjast af gylliboðum. Um mitt ár virðist sem upp komi einhver vandamál er lúta að yfirstjórn svæðisins og ágætur lykilmaður í forystu mun draga sig í hlé og breyta um starfsvettvang. Yngri maður tekur við en stendur ekki undir væntingum. Birtist okkur svo að lokum kvenmaður í spilunum sem tekur við keflinu og undir hennar regimenti blómstrar svæðið ásamt nýjum viðhorfum og nýrri sýn sem er öllum til góðs. Jákvæðni er eitthvað sem við ættum að hafa sem oftast meðferðis og best er að burðast með slatta af umburðar- lyndi líka. Og ekki skaltu brosið spara og hafðu jafnvel tvö til vara því brosið bjarta sem þú hefur er besta gjöfin sem þú gefur. Neikvætt viðhorf er eins og sprungið dekk, þú verður að skipta ef þú vilt komast áfram. „Birtist okkur svo að lokum kvenmaður í spilunum sem tekur við keflinu...“ „ Júlí lítur vel út, hefst með hlýindum og verður þokkaleg tíð allan mánuðinn. Ráðleggjum við því fólki að taka sumarfrí þann mánuð...“ Gleðilegt nýtt ár fullt af jákvæðni, brosum, gleði og frið. – Góðar stundir.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.