Feykir


Feykir - 17.12.2015, Síða 23

Feykir - 17.12.2015, Síða 23
48/2015 Feykir 23 Kjóll sem María saumaði handa dóttur sinni, úr skyrtu. María er með mörg verk í gangi. Sighvatur, sonur Maríu, prílar tröppurnar sem móðir hans smíðaði. ( TÓN-LYSTIN ) oli@feykir.is Það er alltaf stutt í gleðina og glensið hjá Gunnari Rögnvaldssyni á Löngumýri í Skagafirði. Hann er fæddur á Hrauni á Skaga árið 1967, sonur heiðurshjónanna Valda og Gillu. Gunni er gítareigandi og er lunkinn að setja saman texta og syngja, oftar en ekki með Jóni Halli Ingólfssyni. Nú á dögunum setti hann, í félagi við marga fína tónlistarmenn í Skagafirði, á svið barnalagatónleikana Frá Ara til Alladín í Miðgarði í Varmahlíð. Helsta afrek sitt á tónlistarsviðinu segir hann þó vera að eiga helminginn í þremur músíkölskum börnum, en það eru þau Jakob, Sigvaldi Helgi og Dagný. Uppáhalds tónlistartímabil? Finn eitthvað áhugavert á öllum áratugum, en varð mjög svag fyrir Kim Larsen og Dire Straits á uppgangsárum þeirra. Síðan eiga allar þær íslensku sveitir sem leggja metnað í góða textagerð uppá pallborðið. Þar koma Stuðmenn og Baggalútur t.d. við sögu. Hrærist mikið í sönglögum af öllu tagi. Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Af sérstökum ástæðum eru það barnalög af ýmsum toga. En reyni að fanga þau lög sem einfalt er að spila á gítar og semja við heims- ósómatexta gerist þess þörf. Þá má ég til með að nefna Hund í óskilum og Ljótu hálfvitana. Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? Jahá. Útvarpsskil- yrði voru óáreiðanleg á Hrauni, rafveiturafmagn kom fyrst 1975, tveir takmarkandi þættir. Að vísu stóð gamli Listerinn vaktina á kvöldin fram að því. Af einhverjum ástæðum kemur mér því fyrst í huga jólamess- an í útvarpinu á aðfangadagskvöld! En þar til eldri bræður mínir eignuðust plötuspilara og kasettutæki, að ég tali nú ekki um þegar kom útvarp í dráttarvélina, þá var það látið duga. Plötusafn piltanna hafði svo að geyma allt mögulegt. En voru ekki safnplötur geysi vinsælar á þessum árum? Svo maður gleymi nú ekki Halla og Ladda og Ríó tríóinu... má nefna ABBA? Hver var fyrsta platan/diskur- inn/kasettan/niðurhalið sem þú keyptir þér? Ætli fyrsta íslenska platan hafi ekki verið með Ríó tríóinu og erlenda með Tracy Ullman, en kasettan sem var hlustað á í flækju var einhver safngripur. Man best eftir Ragga Bjarna og Jóni Bassa syngja Úti í Hamborg. Fyrstu diskana keypti ég í Þýskalandi um leið og fyrsta spilarann. Dire Straits varð fyrir valinu. Hvaða græjur varstu þá með? Finlux plötuspilari leysti af hólmi kasettutæki í axlaról sem bróðir minn átti. Fyrir fermingar- peningana keypti ég svo einhverja hálf vonlausa samstæðu hjá Itta minnir mig. Síðar eignaðist ég vasadiskó sem hálfpartinn bjargaði lífi mínu eða a.m.k. mér og félögum mínum frá því að verða rændur að kvöldlagi á þjóðvegum Kenía á annan í jólum fyrir þrjátíu árum. Hver var fyrsta platan sem þú óskaðir þér í jólagjöf? Ómar Ragnarsson var í miklu uppáhaldi. Sveitaball og svo maður tali nú ekki um Minkinn í hænsnakofanum. Hvaða lag getur eyðilagt fyrir þér daginn? Ég ætla ekki að eyðileggja daginn með því að telja þau upp... Uppáhalds Júróvisjónlagið? All Kinds Of Everything gleymist seint frá fyrsta flutningi í sjónvarpinu. „Man best eftir Ragga Bjarna og Jóni Bassa syngja Úti í Hamborg“ Gunnar Rögnvaldsson / gítar Svo kom Húbba húlle, sérstaklega vegna þess að hægt var að syngja hástöfum í viðlaginu: „Binni Júlla, Júlla, Júlla... og Bjarni Har.“ Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu hljóma í græj- unum til að koma öllum í stuð? Slekk á græjunum og reyni mig við söngkunnáttu viðstaddra. Þú vaknar í rólegheitum á sunnudagsmorgni, hvað viltu helst heyra? Fuglasöngur er alltaf ljúfastur, að vísu árstíðabundinn en þess utan fara Guðrún Gunn- arsdóttir og Vilhálmur V vel með hlustirnar. Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, á hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? Ég leyfði börnunum að ráða og fengi að fljóta með. Hvaða tónlistarmaður hefur þig dreymt um að vera? Á enga slíka drauma. Væri þó til í að kunna svolítið á píanó og hafa eitthvað af kyngimagnaðri kunnáttu Braga Valdimars Skúlasonar Baggalúts sem mun bera höfuð og herðar yfir alla textasmiði næstu ára- tugina, auk þess að vera slyngur lagasmiður. Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út? Money For Nothing með Dire Straits. Sex vinsælustu lögin á Play- listanum þínum? Á ekkert svoleiðis og get ekki gert uppá milli þeirra laga sem ég flauta oftast.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.