Feykir


Feykir - 03.03.2016, Síða 1

Feykir - 03.03.2016, Síða 1
BLS. 6–7 BLS. 10 Artemisia Bertus er í knapakynningu Var feiknasátt eftir fjórganginn BLS. 5 Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum varð sjötugur á dögunum og spjallar nú við Feyki „Eigum við að tala um lífsgleðina?“ Sara Níelsdóttir er ein hinna aðfluttu Fannst sniðugt að geta keypt riffil, skyr og varalit í sömu verslun 09 TBL 3. mars 2016 36. árgangur : Stofnað 1981 Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra BÍLAVERKSTÆÐI Hesteyri 2 550 Sauðárkrókur Sími 455 4570 Við þjónustum bílinn þinn! Alhliða bílaviðgerðir fyrir fólksbíla, vörubíla og dráttarvélar. Réttingar og sprautun. Eins og greint var frá í Feyki í síðustu viku var stór hluti heimila í Skagafirði rafmagnslaus í allt að sex klukkustundir þriðjudaginn 23. febrúar. Mælingar sem gerðar voru aðfararnótt fimmtudagsins leiddu í ljós að bilunin var ekki í spenni. Í fréttatilkynningu sem Landsnet sendi frá sér í gær segir að straumleysið hafi orðið vegna skammhlaups til jarðar í háspennulínunni milli Varmahlíðar og Sauðárkróks. Ekki hefur verið hægt að staðsetja bilunina nánar, enda hafa engin ummerki fundist um hana. „Erfiðlega gekk að koma rafmagni aftur á Sauðárkrók þar sem bilun kom upp í öðrum af tveimur 66 kV aflrofum í tengivirkinu á staðnum, en viðgerð á rofanum var lokið um kl. 16:45 og var flutningskerfið þá komið aftur í eðlilegan rekstur,“ segir í fréttatilkynningunni frá Landsneti. Eftir ítarlega skoðun á Sauðárkrókslínu 1, sem er 66 kV loftlína milli Varmahlíðar og Sauðárkróks, hafa engin ummerki fundist um bilunina og er nú talið að skammhlaup til jarðar (jarðstraumur) hafi valdið útleysingu en orsökin er óþekkt. Áfram verður unnið að könnun á frumorsök bilunarinnar og til öryggis verður einnig farið yfir ástand hins aflsrofans í spennistöð Rarik á Sauðár- króki,“ segir ennfremur í fréttatilkynn- ingunni frá Landsneti. Aðfararnótt 25. febrúar voru gerðar þrjár mismunandi einangrunar- og ástandsmælingar á aflspenninum. Niður- stöður þeirra allra voru að spennirinn er í fullkomnu lagi og truflunin ætti því ekki uppruna sinn í spenninum eða kerfi Rarik. Umfang straumleysisins stafaði því fyrst og fremst af því hve erfiðlega gekk að spennusetja 66kV aflrofa Landsnets í aðveitustöðinni, að því er fram kemur á vefsíðu Rarik. Á föstudaginn fundaði sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar með full- trúum frá Rarik og Landsneti. Að sögn Ástu Pálmadóttur sveitastjóra var farið yfir það á fundinum hvað hefði gerst og hver væru næstu skref. „Það er alveg ljóst að við þurfum að gera eitthvað í okkar málum og Rarik og Landsnet munu fylgja því eftir. Þetta er auðvitað til- finnanlegt tjón, sérstaklega fyrir fram- leiðslufyrirtæki,“ sagði hún. Ásta sagði jafnframt að annar spennir hefði verið settur niður til vonar og vara. Brugðist hefði verið við um miðjan daginn með því að keyra fleiri vara- aflsstöðvar og þær væru nú fjórar á staðnum. „Um leið og Gönguskarðs- ársvirkjun kemur inn verðum við með meira öryggi, en það er ekki það sem við erum að horfa á eingöngu. Það á að vinna áfram að lausn, það eru allir meðvitaðir um að þetta getur ekki gengið svona,“ sagði Ásta ennfremur. /KSE Skammhlaup í háspennulínu reyndist orsökin S K A G F I R Ð I N G A B R A U T 2 9 S A U Ð Á R K R Ó K I S Í M I 4 5 3 6 6 6 6 FÁÐU ÞÉR Í SVANGINN! Glæsilegt úrval á pier.is Tilvalin fermingargjöf PAPASAN STÓLL VERÐ 12.990,- Stærð: D114xH60cm. PAPASAN PULLA VERÐ 9.990,- Þessa skemmtilegu mynd fékk Feykir góðfúslega leyfi til að birta en á henni eru samankomnir fimm ættliðir í beinan kvenlegg og eru mæðgurnar allar búsettar í Skagafirði. Lengst til vinstri er Ásdís Kjartansdóttir á Melstað í Óslandshlíð, þá Sigrún Þóra Ásgrímsdóttir frá Tjörnum í Sléttuhlíð, sem er 92 ára og nú búsett á Sauðárkróki. Hún heldur á Veroniku Þórðardóttur. Lengst til hægri er Lovísa Heiðrún og við hlið hennar Guðný Kristín Loftsdóttir á Melstað. Veronika, sem býr á Sauðárkróki, ásamt foreldrum sínum Lovísu Heiðrúnu og Þórði Grétari Árnasyni, er fædd er 18. janúar sl. Að sögn móðurinnar er hún afar vær og góð, eins og sjá mátti þegar þær mæðgur heimsóttu Feyki. Þess má geta að Veronika verður skírð á laugardaginn og fær um leið millinafn sem ekki verður upplýst hér. /KSE MYND: KAMILLA RÁN Rafmagnsleysið í Skagafirði 23. febrúar 35 ára Fimm ættliðir í beinan kvenlegg í Skagafirði

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.