Feykir


Feykir - 17.03.2016, Blaðsíða 10

Feykir - 17.03.2016, Blaðsíða 10
10 11/2016 Óvenju mikið af heillegum minjum í Fljótum Síðasta sumar fóru fram fornleifarannsóknir í Hrol- leifsdal, Sléttuhlíð, Flókadal og víðar í Haganeshreppi. Rannsóknirnar voru hluti af verkefninu Eyðibyggð og afdalir Skagafjarðar, sem er samstarfsverkefni Byggðasafns Skagfirðinga og Byggðasögu Skagafjarðar. Sumarið var hið afkastamesta síðan rannsóknar- innar hófust árið 2003. Alls voru 23 staðir aldursgreindir með notkun kjarnabors og gjóskulaga en auk þess var óvanalega mikið mælt upp af selstöðum í sumar, alls 13 sel í Flókadal, sex sel í Hrolleifsdal, tvö sel á Brunnárdal, tvö sel á Skálárdal og eitt sel á Stafárdal, samtals 24 sel. Margt forvitnilegt kom í ljós við rannsóknirnar 2015. Elstu minj- arnar sem fundust voru á Kappa- stöðum í Sléttuhlíð og á Minni- Bakka í landi Bakka á Bökkum en á báðum stöðum hefur byggð verið hafin fyrir árið 1000. Hrolleifsdalur býður upp á merkilegt minjaumhverfi í fallegri náttúru. Þar eru jarðirnar Klón, Geirmundarhóll og Þverá í auðveldu göngufæri. Á jörðunum má finna fjölmargar minjar, tóftir og garðlög sem mynda skemmti- lega minjaheild. Geirmundarhóll og Þverá hafa byggst fyrir 1104 og við túnið á Þverá fundust skáli og aðrar tóftir sem telja má upphafsbýlið eða mjög fornt afbýli. Í Flókadal er einnig að finna margar áhugaverðar minjar. Í landi Neskots fannst skálatóft, skammt frá veginum fram dalinn. Hún hefur verið reist fyrir árið 1100 en verið í notkun eitthvað fram á 12. öld. Í landi Neskots voru einnig skoðuð fornbýlin Blikárkot og Sólheimar. Sólheimar voru í byggð á 11. öld en Blikárkot er líklega eitthvað yngra. Tvö fornbýli til viðbótar voru könnuð í Haganeshreppi, Vatns- leysa í landi Haganess og Grindilskrókur í landi Stóra- Grindils. Vatnleysa liggur upp við fornt garðlag sem liggur frá Miklavatni heim að túni í Haganesi. Tóftir býlisins lágu innan bogadregins túngarðs og voru nokkuð jarðsokknar og óljósar, byggð kann að hafa verið aflögð þegar á 12. öld. Yngri útihúsatóftir lágu ofan á fornum Fornleifarannsóknir í Fellshreppi og Fljótum og hinsvegar garðlag í svo- kölluðum Þrælshólum við Flóka- dalsá hafa verið hlaðin á 12. öld. Flókagarður liggur tólf kílómetra leið Flókagarður er mikill og stæði- legur garður sem hefur legið allt frá Illugastöðum fremst í Flókadal og allt út að bænum Bakka á Bökkum, um tólf kílómetra leið. Sumstaðar liggur garðurinn ofan byggðar, sumstaðar á milli túna og á nokkrum stöðum hefur hann fengið hlutverk sem partur af túngarði bæja. Garðurinn reyndist erfiður til aldursgreiningar og ljóst að ekki dugir kjarnabor til. Þar sem aldursgreining fékkst, var um 12. aldar torfhleðslu að ræða en könnunarskurð þarf til að staðfesta aldur með meiri vissu. Ljóst er að í Fljótum er óvenju mikið af heillegum minjum enda hafa þar margir bæir lagst snemma í eyði og bæjarstæði verið flutt til á jörðum. Einnig er þar að finna fjöldann allan af virkjamiklum garðlögum, sem þarf að kanna frekar. Garðar þessir hafa gegnt hlutverki túngarða, upphlaðinna vega, brúa auk þess að skilja að jarðir og afmarka og verja nytjalönd. Það eru því spennandi rannsóknir framundan, en ætlunin er að verkefnið haldi áfram með svipuðu sniði a.m.k. næstu tvö sumur. Skýrslu um rannsóknina má finna á heimasíðu Byggðasafnsins á hlekknum: http://www.glaumbaer.is/static/files/ pdf/Rannsoknarskyrslur151-200/ bsk-2016-162-eydibyggd-og-afdalir- skagafjardar-ix-byggdasogurannsokn.pdf bæjartóftunum og við túngarð- inn. Grindilskrókur hefur verið afmarkarður af túngarði en svokallaður Blákápugarður liggur að túngarðinum á tvo vegu og hefur verið byggður sem upphlaðinn vegur. Býlið og túngarðurinn eru frá 12.-14. öld en utan og austan túngarðs fannst mannabústaður, eða skáli. Hann hefur verið aflagður í lok 11. aldar. Hvort þessi tóft hefur verið elsta bæjahúsið á Grindilskróki er óvíst en þó var ljóst að tún var ekki afmarkað umhverfis hana. Í túni á Illugastöðum í Flókadal fundust ummerki mannvistar frá því á 11. öld en forn garðlög, annarsvegar landamerkjagarður Á myndinni má sjá tóftir fornbýlisins Melkots í landi Fells í Sléttuhlíð. Ógleggri tóftirnar neðarlega fyrir miðri mynd tilheyrðu býlinu en ofan á því hafa svo verið reist garðahús með hlöðu, beitarhús frá Felli. Býlið hefur líklega verið í byggð 16.-17. öld. Myndin er tekin úr flygildi sem var í fyrsta sinn notaður til myndatöku við rannsóknirnar í fyrra. Með flygildinu má með lítilli fyrirhöfn fá góðar yfirlitsmyndir en á þeim má oft sjá betur staði sem eru ill- eða ógreinanlegir á yfirborði. MYND:BSk. Soroptimistakonur fjölmenna í Skagafjörð Fjölþjóðlegur marsfundur og landssambandsfundur framundan Undanfarinn tíu ár hefur Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar boðið á erlendum konum búsettum í firðinum á fund til sín í marsmánuði. Að sögn Ásdísar Sigurjónsdóttur formanns klúbbsins hafa fundirnir alltaf verið vel sóttir en einstaklega vel var mætt á síðasta fund, sem haldinn var á Kaffi Krók þann 3. mars sl. Yfirleitt hafa á bilinu tíu til tuttugu erlendar konur komið á fundinn en að þessu sinni voru þær 29 talsins, frá 14 þjóðlöndum. Þá eru klúbbsystur einnig í óða önn að undirbúa landssambandsfund sem haldinn verður í Skagafirði helgina 22.–24. apríl nk. Ásdís segir hugsunina á bak við að bjóða erlendum konum á fund til sín þá að konur sem búa vítt og breitt um fjörðinn fái tækifæri til þess að hittast, kynnast hverri annarri og einnig klúbbsystrum. „Upprunalega hugsunin var að tengja saman þessar konur og líka að okkur langaði til að kynnast þeim konum sem búa innan okkar svæðis. Það er svo skemmtilegt við þetta að það koma konur sem hafa búið hér í mörg ár til að kynnast samlöndum sínum á svæðinu eða miðla sinni reynslu við að búa í landinu. Sumar konur koma ár eftir ár,“ segir Ásdís. Á fundinum eru konur dregnar saman á borð til að blanda saman hópnum til að kynnast frekar. „Það virtust allir hafa nóg að segja við öll borðin þó þær væru misvel talandi á íslensku þá voru allir að reyna að tala saman,“ segir hún. Fundurinn fellur vel að markmiði Soroptimista, sem er að vinna fyrir konur. Sérstakur gestur fundarins var forseti Landssambandsins, Þóra Guðnadóttir, en þetta var 16. klúbburinn sem hún heimsótti frá því hún tók við embættinu. Á landinu eru starfandi 19 Soroptimistaklúbbar og í þeim eru um 600 konur og er verið að skipuleggja landssambandsfundinn sem að þessu sinni verður haldinn í Skagafirði. „Við erum ekki komnar með endanlegar tölur á komufjölda en við reiknum með að þær verði um 200 sem mæta á þingið. Gististaðirnir í fram firðinum eru allir að verða fullir þessa helgi auk þess sem margar hafa tekið sér bústaði í leigu í Varmahlíð. Dagskráin hefst með móttöku í Kakalaskála á föstudagskvöldinu. Þar verða smá uppákomur og skemmtilegheit. Á laugardeginum verða hefðbundin þingstörf í Miðgarði og að þeim loknum ætlar Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir að halda erindi fyrir okkur um framleiðslu Iceprotein. Um kvöldið verður hátíðar- kvöldverður og skemmtidagskrá. Á sunnudeginum er þeim boðið upp á gönguferð upp á Reykjarhólinn og á eftir býðst þeim að heimsækja Alþýðulist í Varmahlíð, vinnustofu Skrautmens í Áshildarholti og Gestastofu Sútarans,“ segir Ásdís um það sem framundan er hjá konunum. /BÞ Frá vel heppnuðum marsfundi. MYND: EVELYN ÝR

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.