Feykir


Feykir - 17.03.2016, Blaðsíða 11

Feykir - 17.03.2016, Blaðsíða 11
11/2016 11 KROSSGÁTUSMIÐUR Páll Friðriksson Verðlaun Sá sem fyrstur leysir þrautina gæti svo horft til himins með höfuðið hátt... Spakmæli vikunnar Söngurinn lifir af allar ræður í minningunni. - H. Giles Sudoku FEYKIFÍN AFÞREYING oli@feykir.is Krossgáta við. Þetta er fyllingin á milli botnanna. Tertan er svo skreytt með því sem eftir er af rjómanum, ávöxtunum og súkkulaði kurlinu. Við ætlum að senda keflið alla leið inní Vesturárdal til vina okkar á Kollafossi í Miðfirði, frumkvöðl- anna Jóhannesar Gunnars Þor- steinssonar og Arnfríðar Hönnu Hreinsdóttur. Verði ykkur að góðu og gleðilega páska! Hin klassíska páskaterta EFTIRRÉTTUR Páskaterta 2 dl mjólk eða kaffi rjómi 1 ½ dl sykur 4 msk kakó Hitið að suðu og hrærið í á meðan það kólnar 100 gr smjör 1 dl sykur 1 msk vanillusykur 2 stk egg 3 ½ dl hveiti 2 tsk lyftiduft Aðferð: Smjör, sykur og vanillusykur hrært saman og eggjunum bætt útí einu í einu. Kakóblöndunni og þurrefnum hellt útí til skiptis. Sett í djúpt hringlaga form eða 2-3 grynnri form (ca. 22 sm) bakað í 15 mín. við 150°C og svo er hitinn lækkaður smátt og smátt næstu 30 mín. þangað til þú ert kominn niður í 100°C. Þessi bökunartími miðast við eitt djúpt form. Ef vel tekst til þá á maður að geta skorið kökuna í þrjá botna. Skreyting: 3-4 dl rjómi 1 pakki Royal vanillubúðingur 2 dl mjólk ½ ferskjur/apríkósur ljóst súkkulaði kurl Aðferð: Stífþeytið rjómann með ögn af sykri. Hrærið búðing saman við mjólkina og blandið saman við helminginn af rjómanum. Ferskjur/apríkósur skornar smátt (ekki skera allar skiljið eitthvað eftir í skraut) og blandað saman MATGÆÐINGAR VIKUNNAR UMSJÓN berglind@feykir.is Matgæðingar síðustu viku, Heiða Haralds og Böðvar Friðriksson, reiddu fram uppskriftir af dýrindis veislumáltíð í tilefni páskanna. Þá birtum við uppskriftir af bleikjuterrínu með blaðlauks sósu í forrétt og engiferfyllta önd með appelsínusósu í aðalrétt. Nú birtum við uppskrift af eftirréttinum, hinni klassísku páskatertu. Heiða og Böðvar eru nýflutt á Hvammstanga, Böðvar starfar á kúabúinu á Syðsta-Ósi, þaðan sem hann er, en Heiða vinnur við umönnun á sjúkrahúsinu. Heiða og Böðvar matreiða Feykir spyr... Hvað ætlar þú að fá þér stórt páskaegg í ár? Spurt á Facebook UMSJÓN kristin@feykir.is „Ég keypti Hraunegg nr. 5 1/2. Er reyndar að verða búin með það svo við hjónin erum búin að panta Kólus bolta sem ég veit ekki nr. hvað er.“ Katrín Sigmundsdóttir, Skeiðsfossi „Ég fæ mér bara eitt pínu lítið á stærð við hænuegg.“ Sylvía Magnúsdóttir, Hlíðarenda „Kærastinn bannar páskaegg í ár!“ Lovísa Heiðrún, Sauðárkróki „Stærsta páskaeggið auðvitað! (Nr. 10)“ Stella Finbogadóttir, Sauðárkróki Hahaha... Hefurðu heyrt um Svíann sem læsti bíllyklana inni í bílnum? Það tók sænsku lögguna yfir klukkutíma að ná fjölskyldunni út úr bílnum... Vissurðu að... ... stærsta snjókorn sem mælt hefur verið var um 38 sm í þvermál? ... árið 2008 uppgötvuðu vísindamenn nýja tegund af bakteríum sem lifa í hárspreyi? ... það er óperuhús á landamærum Bandaríkjanna og Kanada þar sem sviðið er í öðru landinu en helmingur áhorfenda í hinu? Lesið af innlifun Upplestrarkeppnin í Varmahlíðarskóla Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Varmahlíðarskóla sl. fimmtudag. Sextán efnilegir upplesarar sem allir eru í 7. bekk skólans tóku þátt og bar lestur þeirra vott um innlifun og vandvirkni, en þau höfðu æft sig í nokkrar vikur undir stjórn umsjónarkennara bekkjarins, Sigrúnar Benediktsdóttur. Kynnar voru Jódís Helga Káradóttir og Lilja Margrét Óskarsdóttir, sem tóku þátt í keppninni í fyrra. Nemendur úr 5., 6. og 8. bekk fluttu tónlistaratriði, þau Lydía Einarsdóttir, Guðmundur Smári Guðmundsson, Óskar Aron Stefánsson og Gunnar Einarsson. Eftir erfitt val dómnefndar, sem skipuð var þeim Gísla Gunnarssyni, Ingibjörgu Haf- stað og Kristínu Einarsdóttur, skipuðu eftirfarandi fimm efstu sætin. Fjögur þeirra keppa lokahátíðinni sem haldin verður á Sauðárkróki í apríl, en sú fimmta skipar sæti varamanns, æfir með hópnum allan tímann og þarf að vera tilbúin að hlaupa í skarðið ef einhver forfallast: Jón Hjálmar Ingimarsson, Erna Sigurlilja Ólafsdóttir, Herdís Eir Sveins- dóttir, Hafsteinn Máni Björns- son og Sunna Sif Friðriks- dóttir. /KSE Frá Upplestrarkeppninni. MYND: KSE

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.