Feykir


Feykir - 31.03.2016, Blaðsíða 3

Feykir - 31.03.2016, Blaðsíða 3
12/2016 3 áherslu á þol- og styrkæfingar. „Æfingarnar eru alltaf mjög vel skipulagðar og þjálfarnir frá- bærir. „First team“ og „First team reserves“ æfa saman, það eru þrír þjálfarar með hvort lið. Stelpurnar eru góðir liðsfélagar og vinna hart saman sem lið og standa við bakið á hvor annarri. Hópurinn er mjög stór og alltaf gaman að koma á æfingar. Í „First team“ eru margar mjög góðar fótboltastelpur, þær eru héðan frá Englandi, Írlandi og nokkrar frá Bandaríkjunum og Canada, til dæmis spilar Pam McRoberts með landsliði Norður-Írlands og fleiri stelpur sem hafa mikla reynslu í fótbolta,“ segir Bryndís um liðið. Það er alkunnugt að það er rík fótboltamenning í Bretlandi, hvernig er kvennaboltinn? „Það er vel stutt við bakið á kvenna-fótboltanum hér og margir sem koma á völlinn og styðja stelpurnar og mikil FRÁ HEILBRIGÐISSTOFNUNINNI SAUÐÁRKRÓKI Tímapantanir í síma 455 4022 4. OG 5. APRÍL Sigurður M. Albertsson, alm. skurðlæknir 14. OG 15. APRÍL Orri Ingþórsson, kvensjúkdómalæknir 18. OG 19. APRÍL Haraldur Hauksson, alm./æðaskurðlæknir Sérfræðikomur í apríl „Fótboltinn hefur alltaf verið stór hluti af lífi mínu“ Bryndís Rún Baldursdóttir spilar með Crystal Palace í London Það má segja að Bryndís sé alin upp hjá Tindastóli en hún er dóttir Helgu Skúladóttur og Baldurs Reynis Sigurðssonar á Sauðárkróki. Bryndís spilaði með meistaraflokki kvenna 2010-2014 en lék með Fram á síðasta leiktímabili, eftir að hún flutti suður til Reykjavíkur. Bryndís fór út í byrjun nóvember og hafði félagaskipti yfir í Crystal Palace í byrjun janúar og fékk þar af leiðandi leikheimild með þeim. Crystal Palace er stórt félag og þekkja eflaust margir til karlaliðsins þar sem þeir spila í efstu deild í Englandi. Bryndís segir kvennaliðið þeirra einnig vera stórt og öflugt. „Í meistaraflokki kvenna (senior) eru þau með fimm lið; First team, First team reserves, Development squad, Develop- ment squad reserves og U18s. Einnig eru margir iðkendur hjá félaginu að spila og æfa í yngri flokkunum,“ útskýrir Bryndís. Á þessu tímabili spilar Crystal Palace first team liðið í FA Women's Premier League, í riðli í suð-austur hluta Englands. Crystal Palace reserves liðið spilar í Women's Premier League Reserves, í suður hluta Englands. „Það er mjög gaman að spila með liðinu hérna úti. Þær eru góðar og spila flottan fótbolta. Þær leggja mikla vinnu í fótboltann og koma allar vel undirbúnar og klárar á æfingar til að gera sitt besta fyrir sig og liðið. Þetta er góð reynsla fyrir mig að æfa með stórum hópi þar sem eru margir mjög góðir leikmenn og góð æfingaaðstaða,“ bætir hún við. Reynsluboltar í leikmannahópnum Liðið æfir saman einu sinni í viku, þar sem einungis er æfður fótbolti, svo er spilað einu sinni í viku. Hina dagana æfa stúlk- urnar sjálfar með sérstaka Bryndís Rún Baldursdóttir, tvítug stúlka frá Sauðárkróki, hefur spilað fótbolta frá barnsaldri. Þegar hún flutti til London til að starfa sem au pair stúlka gat hún ekki hugsað sér að vera þar ytra í hálft ár án þess að vera spila fótbolta. Hún hafði samband við kvennalið Crystal Palace, þar sem hún býr, og var boðin velkomin í liðið. Feykir spjallaði við Bryndísi. VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir samkeppni í bestu liðunum í efstu deildunum. Kvennabolt- inn er mjög stór hér og margar deildir sem er spilað í, sex aðaldeildir, þeim er svo sumum skipt í riðla,“ svarar hún. Loks segist Bryndís harð- ákveðin í að halda áfram að spila fótbolta eins lengi og hún getur, meðfram því sem hún tekur sér fyrir hendur í námi og starfi. Bryndís stefnir á að koma aftur heim til Íslands í sumar og í Háskóla á Íslandi í haust. „Ég vona að ég geti spilað fótbolta eins lengi og hægt er. Fótboltinn hefur alltaf verið stór hluti af lífi mínu, ég er viss um að hann verði það einnig í framtíðinni,“ segir hún að endingu. Bryndís Rún í búningi Crystal Palace. MYND: ÚR EINKASAFNI Bryndís Rún á æfingu. MYND: ÚR EINKASAFNI Bryndís Rún ásamt liðsfélögum sínum í Crystal Palace. MYND: ÚR EINKASAFNI Tveir leikmenn Tindastóls, Pétur Rúnar Birgisson og Viðar Ágústsson, ásamt þremur stúlkum sem voru með í för, sluppu vel þegar þau lentu í bílveltu á leið heim eftir körfuboltaleik sl. miðvikudag. Systir Viðars, sem ók bílnum, missti stjórn á honum í hálku á Holtavörðuheiði með þeim afleiðingum að hann valt. „Bíllinn er gjörónýtur og það er í raun ótrúlegt hvað við sluppum vel því þetta leit ekkert svakalega vel út,“ sagði Pétur í samtali við Karfan.is daginn eftir. Pétur sagði í samtali við Feyki að ein stúlknanna hefði fengið vægan heilahristing en að öðru leiti hefðu þau öll sloppið mjög vel. /KSE Missti stjórn á bílnum í hálku Sluppu vel úr bílveltu á Holtavörðuheiði

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.